Íslenska kvennalandsliðið í golfi leikur um sæti 9.-16. á Evrópumóti áhugakylfinga sem fram fer á Urriðavelli hjá Golfklúbbnum Oddi. Ísland endaði í 15. sæti eftir höggleikinn sem fram fór s.l. tvo daga og náði íslenska liðið að bæta árangur sinn mikið á öðrum keppnisdeginum.
Ísland mætir hinu gríðarlega sterka franska liði en Frakkar hafa unnið þetta mót í síðustu tvö skipti sem það hefur farið fram.
Átta efstu þjóðirnar leika í A-riðli og eiga möguleika á að tryggja sér Evrópumeistaratitilinn. Athygli vekur að Frakkland, sem hefur sigrað á þessu móti í síðustu tvö skipti sem mótið hefur farið fram endaði í 10. sæti og getur því ekki varið titilinn.
Liðin sem leika til úrslita um Evrópumeistaratitilinn eru: Spánn, Noregur, Svíþjóð, Þýskaland, Danmörk, England, Sviss og Finnland.
Liðin sem mætast í fyrstu umferð eru: Spánn (1) – Finnland (8), Noregur (2) – Sviss (7), Svíþjóð (3) – England (6). Þýskaland (4) – Danmörk (5.)
Lið sem leika um sæti 9.-16. eru: Írland, Frakkland, Ítalía, Skotland, Holland, Belgía, Ísland, Slóvenía.
Í fyrstu umferð mætast: Írland (9.) – Slóvenía (16.), Frakkland (10.) – Ísland (15.). Ítalía (11.) – Belgía (14.), Skotland (12.) – Holland (13.).
Liðin sem leika um sæti 17.-20. eru: Tékkland, Austurríki, Wales og Pólland.
Í fyrstu umferð mætast: Tékkland (17.) – Pólland (20.), Austurríki (18.) – Wales (19.)
Staðan á EM og skor keppenda:
elatc2016.co / Heimasíða mótsins.
Dagur 1: Myndir/Photos dagur 1 #elatc2016
Dagur 1: Myndasyrpa (1): EM kvenna á Urriðavelli #elatc2016
Dagur 1: Okkar sveit þarf að gera betur / mbl.is
Dagur 1: Noregur með gríðarlegt forskot á EM kvennalandsliða:
Úlfar með hófstilltar væntingar fyrir EM