slenska kvennalandsliðið sigraði Slóvakíu með þremur vinningum gegn tveimur í lokaleiknum í C-riðli á Evrópumeistaramótinu í Danmörku. Ísland endaði því í 19. sæti en Slóvakía í 20. sæti.
Sunna Víðisdóttir og Heiða Guðnadóttir töpuðu 2/1 í fjórmenningsleiknum. Guðrún Brá Björgvinsdóttir sigraði 1/0. Anna Sólveig Snorradóttir sigraði 5/3, Karen Guðnadóttir tapaði með minnsta mun 1/0 og Ragnhildur Kristinsdóttir sigraði 2/1.
Ísland var í 19. sæti eftir höggleikskeppnina og lék því í C-riðli í framhaldinu. Þar tapaði liðið gegn Wales 4/1 í fyrstu umferð en sigraði Lúxemborg með sama mun í annarri umferð. Ísland vann því tvær viðureignir af alls þremur í riðlakeppninni.