/

Deildu:

Auglýsing

Íslandsmótið í golfi hefst í Vestmannaeyjum fimmtudaginn 26. júlí. Íslandsmótið 2018 er það fjórða í röðinni í Vestmannaeyjum frá því að völlurinn var stækkaður í 18 holur.

Vestmannaeyjavöllur er par 70, 5.403 metrar af hvítum teigum og 4.839 metrar af bláum teigum. Vallarmetið, 63 högg eða -7, af hvítum teigum er 16 ára gamalt og það á Helgi Dan Steinsson. Sunna Víðisdóttir á vallarmetið af bláum teigum, 67 högg eða -3, og það setti hún árið 2012.

Nánar um vallarmet Helga Dan hér: 

Þrátt fyrir að Vestmannaeyjavöllur sé ekki sá lengsti á landinu þá hafa keppendur á undanförnum Íslandsmótum sem fram hafa farið í Eyjum glímt við erfiðan keppnisvöll.

Birgir Leifur Hafþórsson hefur tvívegis fagnað sigri í Eyjum, í fyrra skiptið árið 1996 þegar hann lék á +3 samtals. Árið 2003 lék Birgir á -4 samtals og er það besta skorið á Íslandsmóti í Eyjum eftir að völlurinn varð 18 holur.


Árið 2008 voru þrír keppendur jafnir á +4 í karlaflokki eftir 72 holur og úrslitin réðust í umspili.

Ragnhildur Sigurðardóttir úr GR á besta skorið í kvennaflokki á Íslandsmóti í Eyjum. Hún lék á +15 samtals árið 2003.

Vestmannaeyjavöllur 2018

1996

Karlar, þrír efstu:
Birgir Leifur Hafþórsson, GL (69-64-73-77) 283 högg (+3)
Þorsteinn Hallgrímsson, GV (70-74-74-72) 290 (+10)
Björgvin Þorsteinsson, GA (71-70-76-75) 292 högg (+12)
Kristinn Gústaf Bjarnason, GL (74-71-75-72) 292 högg (+12)

Konur, þrjár efstu:
Karen Sævarsdóttir, GS (75-80-73-77) 305 högg (+25)
Herborg Arnarsdóttir, GR (81-83-80-76) 320 högg (+30)
Ólöf María Jónsdóttir, GK (80-80-79-83) 322 (+32)

2003

Karlar, þrír efstu:

Birgir Leifur Hafþórsson, GKG (67-65-71-73) 276 högg (-4)
Sigurpáll Geir Sveinsson, GA (68-68-70-75) 281 högg (+1)
Örn Ævar Hjartarson, GS (69-72-69-72) 282 högg (+2)

Konur, þrjár efstu:
Ragnhildur Sigurðardóttir, GR (78-74-68-75) 295 högg (+15)
Ólöf María Jónsdóttir, GK (77 -71-78-82) 308 högg (+28)
Þórdís Geirsdóttir, GK (77-77-79-81) 314 högg (+34)

2008

Karlar, þrír efstu:

Kristján Þór Einarsson, GM (70-72-73-69) 284 högg (+4)
Heiðar Davíð Bragason, GR (69-67-68-80) 284 högg (+4)
Björgvin Sigurbergsson, GK (66-74-69-75) 284 högg (+4)

Konur, þrjár efstu:
Helena Árnadóttir, GR (82-72-77-77) 308 högg (+28)
Nína Björk Geirsdóttir, GM (79-75-76-78) 308 högg (+28)
Tinna Jóhannsdóttir, GK (77-77-79-78) 311 högg (+31)

Vallarmet í Vestmannaeyjum, par 70.

Hvítir teigar: -7 Helgi Dan Steinsson, GL – 63 högg (2002)

Helgi Dan Steinsson Myndsethgolfis

Bláir teigar: -3 Sunna Víðisdóttir, GR – 67 högg (2012)


Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ