Axel Bóasson úr Golfklúbbnum Keili sigraði á Íslandsmótinu í golfi í fyrra og varði þar með titilinn frá árinu 2017.
Axel hefur þrívegis sigrað á Íslandsmótinu í golfi, 2011, 2017 og 2018.
Axel er einn högglengsti atvinnukylfingur Evrópu og hann lofar því að dúndra í nokkur góð upphafshögg á Íslandsmótinu í golfi 2019 á Grafarholtsvelli.
Fyrsti keppnisdagur er á fimmtudaginn og Axel á rástíma kl. 15:30 á fyrsta keppnisdegi.