/

Deildu:

Auglýsing

Grafarholtsvöllur var hannaður af Svíanum Nils Sköld og opnaður árið 1963. Uppbygging vallarins hófst árið 1958 og er völlurinn því 56 ára gamall. Grafarholtsvöllur er par 71, 6.057 metrar af hvítum teigum og 5.052 metrar af bláum teigum. Völlurinn hefur ýmis sérkenni og einkenni sem fáir aðrir golfvellir á Íslandi hafa.

Sköld tókst vel til að flestra mati og enn þann dag í dag er Grafarholtsvöllur á meðal fremstu valla landsins.

Völlurinn er hæðóttur og getur reynst erfiður viðureignar, sér í lagi óreyndum kylfingum. Það er þó mál manna að þegar golfið gengur vel þá eru fáir vellir skemmtilegri en Grafarholtsvöllur. Völlurinn hefur iðulega verið notaður í Íslandsmótum og öðrum stærri golfmótum.

Vallarmetið af hvítum teigum er 63 högg eða -8 en það setti Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR, í fyrra á Mótaröð þeirra bestu. Guðmundur Ágúst setti metið á öðrum keppnisdegi á Securitas-mótinu, GR-bikarnum þann 24. ágúst 2018. Hann sigraði síðan á mótinu á -12 samtals. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR, á vallarmetið frá bláum teigum. Hún lék á 67 höggum árið 2012 eða -4. Það met stendur enn. 

Íslandsmótið 2019 er það 17. í röðinni í karlaflokki og 15. í röðinni í kvennaflokki sem fram fer á þessum sögufræga velli.

Úlfar Jónsson, sexfaldur Íslandsmeistari í golfi, á besta skorið af hvítum teigum á Íslandsmótinu í karlaflokki í Grafarholti þegar skor keppenda frá árinu 1988 eru borin saman. Úlfar lék á -4 samtals árið 1992. Frá árinu 1988 hefur Íslandsmótið farið fimm sinnum fram í Grafarholti. Meðalskor Íslandsmeistarans í karlaflokki er +3,6 á 72 holum eða 287,8 högg.

Í kvennaflokki á Valdís Þóra Jónsdóttir besta skorið á 72 holum, 295 högg frá árinu 2009, eða +11.  Meðalskor Íslandsmeistarans í kvennaflokki frá árinu 1988 er 311,2 högg eða rétt rúmlega 27 högg yfir pari samtals. 

2009

Karlar, fimm efstu:
1. Ólafur Björn Loftsson, NK (72-70-72-69) 283 högg (-1)
2. Stefán Már Stefánsson, GR (71-73-69-70) 283 högg (-1)
*Ólafur sigraði eftir umspil. 
3. Björgvin Sigurbergsson, GK (73-78-70-68) 289 högg (+5)
4. Heiðar Davíð Bragason, GR (72-78-69-71) 290 högg (+6)
5. Sigmundur Einar Másson, GKG (74-72-73-73) 292 högg (+8)


Konur, fimm efstu: 

1. Valdís Þóra Jónsdóttir, GL (74-76-72-73) 295 högg (+11)
2. Signý Arnórsdóttir, GK (79-75-72-70) 296 högg (+12)
3. Ásta Birna Magnúsdóttir, GK (75-76-76-73) 300 högg (+16)
4. Ragna Björk Ólafsdóttir, GK (77-77-75-73) 302 högg (+18)
5. Tinna Jóhannsdóttir, GK (78-76-76-74) 304 högg (+20)

2001
Karlar, fimm efstu:
1. Örn Ævar Hjartarson, GS (71-72-73-72) 288 högg (+4)
2. Haraldur Hilmar Heimisson , GR (75-75-69-72) 291 högg (+7)
3. Björgvin Sigurbergsson, GK (74-77-70-71) 292 högg (+8)
4.–5. Tryggvi Pétursson, GR (76-73-75-69) 293 högg (+9)
4.–5. Ólafur Már Sigurðsson, GK (73-70-77-73) 293 högg (+9)

Konur, fimm efstu:
1. Herborg Arnarsdóttir, GR (79-78-77-76) 310 högg (+26)
2. Ólöf María Jónsdóttir, GK (80-73-79-78) 310 högg (+26)
*Herborg sigraði eftir umspil. 
3.–4. Kristín Elsa Erlendsdóttir, GK (76-79-78-80) 313 högg (+29)
3.–4. Ragnhildur Sigurðardóttir, GR (74-83-83-73) 313 högg (+29)
5. Nína Björk Geirsdóttir, GM (78-80-78-78) 314 högg (+30)

1997
Karlar, fjórir efstu:

1. Þórður Emil Ólafsson, GL (80-68-71-72) 291 högg (+7)
2. Friðbjörn Oddsson, GK (78-71-72-73) 294 högg (+10)
3. Kristinn G. Bjarnason, GR (74-72-76-74) 296 högg (+12)
4. Helgi Birkir Þórisson, GS (75-73-77-73) 298 högg (+14)

Konur, fjórar efstu:

1. Ólöf María Jónsdóttir, GK (76-76-79-76) 307 högg (+23)
2. Ragnhildur Sigurðardóttir, GR (83-79-76-74) 312 högg (+28
3. Herborg Arnarsdóttir, GR (81-78-75-79) 313 högg (+29)
4. Þórdís Geirsdóttir, GK (81-80-79-82) 322 högg (+38)

1992

Karlar, fimm efstu:

1. Úlfar Jónsson, GK (74-70-68-68) 280 högg (-4)
2. Sigurjón Arnarsson, GR (70-72-72-75) 289 högg (+5)
3. Guðmundur Sveinbjörnsson, GK (79-77-76-72) 304 högg (+10)
4. Björgvin Sigurbergsson, GK (77-75-75-77) 304 högg (+10)
5. Sigurður Hafsteinsson, GR (76-77-76-78) 307 högg (+10)

Konur, fimm efstu:
1. Karen Sævarsdóttir, GS (76-80-79-80) 315 högg (+31)
2. Ragnhildur Sigurðardóttir, GR (80-79-83-81) 323 högg (+39)
3. Þórdís Geirsdóttir, GK (83-87-83-76) 329 högg (+45)
4. Ólöf María Jónsdóttir, GK (78-85-86-85) 334 högg (+50)
5. Anna Jódís Sigurbergsdóttir, GK (87-81-91-86) 345 högg (+61)

1988
Karlar, fimm efstu:

1.Sigurður Sigurðarson, GS (75-76-73-72) 296 högg (+12)
2. Sveinn Sigurbergsson, GK (78-74-76-74) 302 högg (+18)
3. Úlfar Jónsson, GK (76-76-75-77) 304 högg (+20)
4.–5. Tryggvi Traustason, GK (74-78-77-80) 309 högg (+25)
4.–5. Hannes Eyvindsson, GR (78-83-74-74) 309 högg (+25)

Konur, fimm efstu:
1. Steinunn Sæmundsdóttir, GR (85-80-84-80) 329 högg
2. Ásgerður Sverrisdóttir, GR (86-88-82-78) 334
3. Karen Sævarsdóttir, GS (87-86-78-84) 335
4. Ragnhildur Sigurðardóttir, GR (78-88.86-84) 336
5. Kristín Pálsdóttir, GK (89-89-86-83) 347 högg

Vallarmet á Grafarholtsvelli, par 71: 

Hvítir teigar: Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR, -8, 63 högg (2018)

Bláir teigar: Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR, -4, 67 högg (2012)

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ