Íslandsmótið í golfi fer fram á Hlíðavelli hjá Golfklúbbi Mosfellsbæjar dagana 6.-9. ágúst.
Þetta er í fyrsta sinn sem Íslandsmótið fer fram á Hlíðavelli hjá GM.
Keppt er um Íslandsmeistaratitilinn í karlaflokki í 79. sinn og í 54. sinn í kvennaflokki.
Í þessari frétt eru helstu upplýsingar um Íslandsmótið og þessi frétt verður uppfærð á meðan mótið fer fram.
Smelltu hér fyrir skor keppenda.
Smelltu hér fyrir rástíma á lokakeppnisdeginum:
Smelltu hér fyrir myndir frá Íslandsmótinu á gsimyndir.net
Smelltu hér fyrir keppendalista mótsins:
3. keppnisdagur
Bjarki Pétursson, GKG, er með tveggja högga forskot fyrir lokahringinn á Íslandsmótinu í golfi 2020 á Hlíðvelli í Mosfellsbæ. Bjarki lék þriðja hringinn á -3 en Aron Snær Júlíusson, GKG, er í öðru sæti á -7. Keilismennirnir Axel Bóasson og Rúnar Arnórsson, eru jafnir í þriðja sæti á -5.
Frábært skor einkenndi þriðja keppnishringinn á Hlíðavelli á Íslandsmótinu í golfi.
Þrír kylfingar jöfnuðu við vallarmet Bjarka Péturssonar frá því á öðrum keppnisdeginum. Hlynur Bergsson, GKG, Ragnar Már Ríkharðsson, GM og Andri Már Óskarsson úr GOS.
1. Bjarki Pétursson, GKG 207 högg (72-66-69) (-9)
2. Aron Snær Júlíusson, GKG 209 högg (69-73-67) (-7)
3.-4. Rúnar Arnórsson, GK 211 högg (70-71-70) (-5)
3.-4. Axel Bóasson, GK 211 högg ( 71-68-72) (-5)
5.-6. Hlynur Bergsson, GKG 212 högg (74-72-66) (-4)
5.-6. Egill Ragnar Gunnarsson, GKG 212 högg (72-71-69) (-3)
7.-8. Andri Már Óskarsson, GOS 213 högg (75-72-66) (-3)
7.-8. Ólafur Björn Loftsson, GKG 213 högg (74-70-69) (-3)
9.-10. Sigurður Bjarki Blumenstein, GR 214 högg (71-73-70) (-2)
9.-10. Ragnar Már Ríkharðsson, GM 214 högg (77-71-66) (-2)
Ragnhildur Kristinsdóttir, GR, er með tveggja högga forskot fyrir lokahringinn á Íslandsmótinu í golfi í kvennaflokki. Ragnhildur er á -3 samtals en hún lék á 72 höggum í dag líkt og Guðrún Brá Björgvinsdóttir, ríkjandi Íslandsmeistari úr GK, sem er á 215 höggum. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR, er fimm höggum á eftir Ragnhildi, en Ólafía er á +2 samtals.
Ólafía Þórunn hefur þrívegis sigrað á Íslandsmótinu í golfi, 2011, 2014 og 2016. Guðrún Brá hefur sigrað á þessu móti undanfarin tvö ár. Ragnhildur, sem er klúbbmeistari GR, er í góðri stöðu að fagna sínum fyrsta titli á Íslandsmótinu í golfi.
1. Ragnhildur Kristinsdóttir, GR 213 högg (70-71-72) 213 högg (-3)
2. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK 215 högg (71-72-72) 215 högg (-1)
3. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR 218 högg (69-75-74) (+2)
2. keppnisdagur
Ragnhildur Kristinsdóttir, klúbbmeistari GR 2020, er í efsta sæti þegar keppni er hálfnuð á Íslandsmótinu í golfi í kvennaflokki. Ragnhildur hefur leikið Hlíðavöll á -3 samtals og er hún með tveggja högga forskot á Guðrúnu Brá Björgvinsdóttur, GK. Guðrún Brá hefur sigrað á þessu móti undanfarin tvö ár. Í þriðja sæti er Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR, á pari vallar. Ólafía Þórunn setti nýtt vallarmet á fyrsta keppnisdegi mótsins þegar hún lék á 69 höggum eða -3 á Hlíðavelli.
Ragnhildur er eins og áður segir á -3 samtals en aðeins þrjár konur hafa lokið leik á Íslandsmótingu í golfi undir pari vallar.
Staðan í kvennaflokki eftir 36 holur:
1. Ragnhildur Kristinsdóttir, GR 141 högg (70-71) (-3)
2. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK 143 högg (71-72) (-1)
3. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR 144 högg (69-75) (par)
4.-5. Anna Júlía Ólafsdóttir, GKG 152 högg (79-73) (+8)
4.-5. Jóhanna Lea Lúðvíksdótttir, GR 152 högg (78-74) (+8)
6. Saga Traustadóttir, GR 153 högg (71-82) (+9)
7.-8. Berglind Björnsdóttir, GR 154 högg (75-79) (+10)
7.-8. Nína Björk Geirsdóttir, GM 154 högg (80-74) (+10)
9.-11. Eva María Gestsdóttir, GKG 155 högg (77-78) (+11)
9.-11. Arna Rún Kristjánsdóttir, GM 155 högg (80-75) (+11)
9.-11. Hulda Clara Gestsdóttir, GKG 155 högg (79-76) (+11)
Karlaflokkur:
Það er gríðarleg spenna í karlaflokknum eftir 2. keppnisdaginn af alls fjórum á Íslandsmótinu í golfi 2020. Bjarki Pétursson, GKG, er með eitt högg í forskot á Axel Bóasson úr GK og þar á eftir kemur Tómas Eiríksson Hjaltested úr GR sem deildi efsta sætinu með Aroni Snæ Júlíussyni úr GKG eftir fyrsta keppnisdaginn.
Bjarki sett nýtt vallarmet í dag á Hlíðavelli er hann lék á 66 höggum eða -6. Aron Snær og Tómas léku á 69 höggum í gær og settu á þeim tíma ný viðmið á Hlíðavelli. Axel Bóasson, þrefaldur Íslandsmeistari úr GK, lék frábært golf í dag líkt og Bjarki, en Axel lék á -4 eða 68 höggum. Eins og áður segir er baráttan um efstu sætin mikil í karlaflokknum en tíu kylfingar eru á pari vallar eða betra skori.
1. Barki Pétursson, GKG 138 högg (72-66) (-6)
2. Axel Bóasson, GK 139 högg (71-68) (-5)
3. Tómas Eiríksson Hjaltested, GR 140 högg (69-71) (-4)
4. Rúnar Arnórsson, GK 141 högg (70-71) (-3)
5.-6. Eyþór Hrafnar Ketilsson, GA 142 högg (74-68) (-2)
5.-6. Aron Snær Júlíusson, GKG 142 högg (69-73) (-2)
8.-11. Bragi Arnarson, GR 144 högg (71-73) (par)
8.-11. Sigurður Bjarki Blumenstein, GR 144 högg (71-73) (par)
8.-11. Ólafur Björn Loftsson, GKG 144 högg (74-70) (par)
8.-11. Jóhannes Guðmundsson, GR 144 högg (73-71) (par)
12.-13. Kristófer Karl Karlsson, GM 145 högg (72-73) (+1)
12.-13. Hrafn Guðlaugsson, GSE 145 högg (75-70) (+1)
1. keppnisdagur
Smelltu hér fyrir skor keppenda.
Tveir kylfingar eru efstir og jafnir í karlaflokki eftir 1. keppnisdaginn á Íslandsmótinu í golfi 2020. Tómas Eiríksson Hjaltested, 18 ára kylfingur úr GR, er á -3 líkt og Aron Snær Júlíusson sem er 23 ára og keppir fyrir GKG. Keppnin er jöfn og spennandi í karlaflokknum og alls léku 18 kylfingar á pari Hlíðavallar eða betur.
Karlaflokkur:
1.-2. Tómas Eiríksson Hjaltested, GR 69 högg (-3)
1.-2. Aron Snær Júlíusson, GKG 69 högg (-3)
3.-5. Viktor Ingi Einarsson, GR 70 högg (-2)
3.-5. Rúnar Arnórsson, GK 70 högg (-2)
3.-5. Sverrir Haraldsson, GM 70 högg (-2)
6.-9. Sigurður Bjarki Blumenstein, GR 71 högg (-1)
6.-9. Axel Bóasson, GK 71 högg (-1)
6.-9. Böðvar Bragi Pálsson GR 71 högg (-1)
6.-9. Bragi Arnarson GR 71 högg (-1)
10.-17. Birgir Björn Magnússon, GK 72 högg (par)
10.-17. Bjarki Pétursson, GKG 72 högg (par)
10.-17. Haukur Már Ólafsson, GM 72 högg (par)
10.-17. Svanberg Addi Stefánsson, GK 72 högg (par)
10.-17. Kristján Þór Einarsson, GM 72 högg (par)
10.-17. Arnar Geir Hjartarson, GSS 72 högg (par)
10.-17. Egill Ragnar Gunnarsson GKG 72 högg (par)
Kvennaflokkur:
Smelltu hér fyrir skor keppenda.
Keppnin er jöfn og spennandi í kvennafloknum á Íslandsmótinu í golfi eftir 1. keppnisdaginn. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR lék á -3 eða 69 höggum. Hún er með eitt högg í forskot í efsta sætinu á klúbbmeistara GR 2020, Ragnhildi Kristinsdóttur, sem lék á -2. GR-ingar eru í þremur efstu sætunum en Saga Traustadóttir lék á -1 líkt og Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, sem hefur titil að verja á þessu móti.
1. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR 69 högg (-3)
2. Ragnhildur Kristinsdóttir, GR 70 högg (-2)
3.-4. Saga Traustadóttir, GR 71 högg (-1)
3.-4. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK 71 högg(-1)
5. Berglind Björnsdóttir, GR 75 högg (+3)
6. Eva Karen Björnsdóttir, GR 76 högg (+4)
7. Eva María Gestsdóttir, GKG 77 högg (+5)
8.-10. Andrea Ýr Ásmundsdóttir, GA 78 högg (+6)
8.-10. Heiðrún Anna Hlynsdóttir, GOS 78 högg (+6)
8.-10. Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir, GR 78 (+6)
Íslandsmót 2020 – hörð keppni um stigameistaratitlana í karla – og kvennaflokki
Samhliða Íslandsmótinu í golfi 2020 ráðast úrslitin í stigakeppni einstaklinga og í liðakeppni á GSÍ mótaröðinni 2020.
Hörð keppni er um stigameistaratitlana í karla – og kvennaflokki eins og sjá má hér fyrir neðan. Fyrst var keppt um stigameistaratitilinn árið 1989 og er þetta því í 32. skipti sem stigameistarar eru krýndir á stigamótaröð GSÍ.
Karlaflokkur – stigahæstu leikmenn 2020:
1. Axel Bóasson, GK 43550,00 stig
2. Hákon Örn Magnússon, GR 43005,00 stig
3. Aron Snær Júlíusson, GKG 42310,14 stig
4. Haraldur Franklín Magnús, GR 32053,00 stig
5. Guðmundur Rúnar Hallgrímsson, GS 41731,00 stig
6. Dagbjartur Sigurbrandsson, GR 41493,50 stig
7. Ólafur Björn Loftsson, GKG 41342,33 stig
8. Andri Þór Björnsson, GR 31312,00 stig
9. Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR 31303,00 stig
10. Andri Már Óskarsson, GOS 41254,80 stig
Kvennaflokkur – stigahæstu leikmenn 2020:
1. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR 43673,00 stig
2. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK 43660,00 stig
3. Ragnhildur Kristinsdóttir, GR 42533,00 stig
4. Hulda Clara Gestsdóttir, GKG 42080,00 stig
5. Eva Karen Björnsdóttir, GR 42001,00 stig
6. Saga Traustadóttir, GR 31735,00 stig
7. Heiðrún Anna Hlynsdóttir, GOS 41582,00 stig
8. Andrea Ýr Ásmundsdóttir, GA 41402,00 stig
9. Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir, GR 41387,00
10. Valdís Þóra Jónsdóttir, GL 21303,00 stig
Í liðakeppninni er einnig hörð keppni.
Staðan í liðakeppni karla:
1. GR 2880 stig
2. GK 2700 stig
3. GKG 2520 stig
4. GM 1560 stig
5. GS 1344 stig
6. GA 1332 stig
7. GOS 912 stig
Staðan í liðakepppni kvenna:
1. GR 3600 stig
2. GK 2340 stig
3. GKG 2160 stig
4. GA 540 stig
5. GM 480 stig
Stigameistarar frá upphafi:
Karlaflokkur:
1989 Sigurjón Arnarsson (1)
1990 Úlfar Jónsson (1)
1991 Ragnar Ólafsson (1)
1992 Úlfar Jónsson (2)
1993 Þorsteinn Hallgrímsson (1)
1994 Sigurpáll G. Sveinsson (1)
1995 Björgvin Sigurbergsson (1)
1996 Birgir L. Hafþórsson (1)
1997 Björgvin Sigurbergsson (2)
1998 Björgvin Sigurbergsson (3)
1999 Örn Ævar Hjartarson (1)
2000 Björgvin Sigurbergsson (4)
2001 Guðmundur Rúnar Hallgrímsson (1)
2002 Sigurpáll G. Sveinsson (2)
2003 Heiðar Davíð Bragason (1)
2004 Birgir Leifur Hafþórsson (2)
2005 Heiðar Davíð Bragason (2)
2006 Ólafur Már Sigurðsson (1)
2007 Haraldur H. Heimisson (1)
2008 Hlynur Geir Hjartarson (1)
2009 Alfreð Brynjar Kristinsson (1)
2010 Hlynur Geir Hjartason (2)
2011 Stefán Már Stefánsson (1)
2012 Hlynur Geir Hjartason (3)
2013 Rúnar Arnórsson (1)
2014 Kristján Þór Einarsson (1)
2015 Axel Bóasson (1)
2016 Axel Bóasson (2)
2017 Vikar Jónasson (1)
2018 Axel Bóasson (1)
2019 Dagbjartur Sigurbrandsson (1)
Kvennaflokkur:
1989 Karen Sævarsdóttir (1)
1990 Ragnhildur Sigurðardóttir (1)
1991 Ragnhildur Sigurðardóttir (2)
1992 Karen Sævarsdóttir (2)
1993 Ólöf M. Jónsdóttir (1)
1994 Ólöf M. Jónsdóttir (2)
1995 Ólöf M. Jónsdóttir (3)
1996 Ólöf M. Jónsdóttir (4)
1997 Ólöf M. Jónsdóttir (5)
1998 Ólöf M. Jónsdóttir (6)
1999 Ragnhildur Sigurðardóttir (3)
2000 Herborg Arnarsdóttir (1)
2001 Ragnhildur Sigurðardóttir (4)
2002 Herborg Arnarsdóttir (2)
2003 Ragnhildur Sigurðardóttir (5)
2004 Ragnhildur Sigurðardóttir (6)
2005 Ragnhildur Sigurðardóttir (7)
2006 Ragnhildur Sigurðardóttir (8)
2007 Nína Björk Geirsdóttir (1)
2008 Ragnhildur Sigurðardóttir (9)
2009 Signý Arnórsdóttir (1)
2010 Valdís Þóra Jónsdóttir (1)
2011 Signý Arnórsdóttir (2)
2012 Signý Arnórsdóttir (3)
2013 Signý Arnórsdóttir (4)
2014 Karen Guðnadóttir (1)
2015 Tinna Jóhannsdóttir (1)
2016 Ragnhildur Kristinsdóttir (1)
2017 Berglind Björnsdóttir (1)
2018 Guðrún Brá Björgvinsdóttir (1)
2019 Ragnhildur Kristinsdóttir (2)
Alls eru tíu kylfingar af alls 151 sem hafa upplifað að sigra á Íslandsmótinu í golfi, sjö karlar og þrjár konur. Guðmundur Ágúst Kristjánsson, ríkjandi Íslandsmeistari í karlaflokki, getur ekki tekið þátt vegna verkefna erlendis. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, mætir í titilvörnina en hún hefur sigrað undanfarin tvö ár Íslandsmótinu, Guðrún Brá er fyrsta konan til að sigra tvö ár í röð á Íslandsmótinu frá því að átta ára sigurgöngu Karenar Sævarsdóttur, GS, lauk árið 1996.
Eftirtaldir kylfingar hafa sigrað á Íslandsmótnu í golfi og eru á meðal keppenda á mótinu 2020.
Haraldur Franklín Magnús, GR (2012), Axel Bóasson, GK (2011, 2017, 2018), Ólafur Björn Loftsson, GKG (2009), Sigmundur Einar Másson, GKG (2006), Kristján Þór EInarsson, GM (2008), Heiðar Davíð Bragason, GA (2005), Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR (2011, 2016), Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK (2018, 2019), Nína Björk Geirsdóttir, GM (2007).
Íslandsmótið í golfi 2020 – Meðalforgjöf keppenda
Á Íslandsmótinu í golfi er keppt í höggleik og forgjöf keppenda hefur engin áhrif á lokaúrslitin. Það er samt sem áður áhugavert að rýna í forgjöf keppenda sem hefur aldrei verið lægri að meðaltali. Meðalforgjöfin í karlaflokki er 0.4, sú lægsta er -4,2 og sú hæsta er 3.1.
Í kvennaflokki er meðalforgjöf keppenda 2.8, sú lægsta er -3.7 og sú hæsta 7.7. Forgjafarlágmörkin í karlaflokki eru 5.5 og 8.5 í kvennaflokki.
Forgjafarlægstu keppendur mótsins eru:
Böðvar Bragi Pálsson, GR – 4.2
Haraldur Franklín Magnús, GR -3.9
Axel Bóasson, GR -3.9
Dagbjartur Sigurbrandsson, GR -3.8
Rúnar Arnórsson , GK -3.7
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR -3.7
Ragnhildur Kristinsdóttir, GR -3.7
Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK -3.6
Yngstu keppendurnir eru á fermingaraldri
Keppendur á Íslandsmótinu í golfi 2020 eru á öllum aldri. Yngstu keppendurnir eru á fermingaraldri og þeir elstu á sextugsaldri. Mikil ættartengsl eru hjá keppendum sem koma frá samtals 20 klúbbum víðsvegar af landinu. Þar má finna systkini, feðga og feðgin.
Meðalaldur í kvennaflokki er 19,9 ár og 26,3 ár í karlaflokki.
Guðmundur Arason úr Golfklúbbi Reykjavíkur er elsti keppandinn í karlaflokki en hann er fæddur árið 1966 og er því á 54. aldursári. Guðmundur er með 1,2 í forgjöf. Hjalti Pálmason úr GR er næst elsti keppandinn en hann er fæddur árið 1969 og er því á 50. aldursári. Jón H. Karlsson er þriðji elsti keppandinn í karlaflokki en hann er einnig úr GR. Jón er fæddur árið 1969 líkt og Hjalti.
Nína Björk Geirsdóttir úr GM er eini keppandinn sem er eldri en 35 ára í kvennaflokknum en hún er 37 ára, fædd 1983. Þrír keppendur í kvennaflokknum eru fæddar árið 1992 og eru á 28. aldursári. Þær eru allar næst elstar í kvennafloknum, Ólafía Þórunn Kristinsdóttir GR, Berglind Björnsdóttir GR og Stefanía Kristín Valgeirsdóttir GA.
Fjórir yngstu kylfingar Íslandsmótsins eru öll fædd árið 2006 og eru því á fermingarárinu.
Í karlaflokki er Veigar Heiðarsson yngstur en hann er úr Golfklúbbi Akureyrar. Veigar er með 2,3 í forgjöf en faðir hans er Heiðar Davíð Bragason, íþróttastjóri GA, og Íslandsmeistari í golfi 2005. Heiðar Davíð er á meðal keppenda á mótinu og verður spennandi að fylgjast með baráttu þeirra. Heiðar Davíð er fæddur árið 1977 og er 14. elsti keppandinn en hann er með 0,4 í forgjöf.
Í kvennaflokki eru þrír keppendur fæddir árið 2006. Tvær þeirra eru úr GR, þær Perla Sól Sigurbrandsdóttir og Helga Signý Pálsdóttir. Perla Sól er með 3 í forgjöf en hún tók þátt á Íslandsmótinu í Vestmannaeyjum árið 2018 en þá var hún 11 ára gömul. Perla er fædd 28. september en á þeim degi fagnar hún 14 ára afmæli sínu. Helga Signý er með 7 í forgjöf. Eldri bróðir hennar, Böðvar Bragi Pálsson, er meðall keppenda á Íslandsmótinu en hann er jafnframt forgjafarlægsti keppandinn í karlaflokki með +4,2 í forgjöf. Böðvar, sem er nýbakaður klúbbmeistari GR í meistaraflokki, er fæddur árið 2003. Dagbjartur Sigurbrandsson, eldri bróðir Perlu, er einnig á meðal keppenda. Dagbjartur er fæddur árið 2002 og er hann með +3,8 í forgjöf. Karen Lind Stefánsdóttir, GKG, er sú þriðja sem er fædd árið 2006 í kvennaflokknum. Karen Lind er með 7,3 í forgjöf.
Það eru ýmsar aðrar fjölskyldutengingar á Íslandsmótinu í golfi 2020. Hlynur Geir Hjartarson, GOS, keppir á mótnu líkt og dóttir hans Heiðrún Anna Hlynsdóttir. Heiðar Davíð Bragason, GA og sonur 14 ára sonur hans, Veigar, eru einnig á meðal keppenda. Fjölmörg systkini eru á meðal keppenda. Guðrún Brá og Helgi Snær Björgvinsbörn úr GK, Böðvar Bragi og Helga Signý Pálsbörn úr GR, Dagbjartur og Perla Sól Sigurbrandsbörn úr GR, Jóhanna Lea og Bjarni Þór Lúðvíksbörn úr GR, Nína Margrét og Ásdís Valtýsdætur úr GR, Hulda Clara og Eva María Gestsdætur úr GKG, Andri Þór og Eva Karen Björnsbörn úr GR.
Fullbókað og biðlisti
Færri komust að í Íslandsmótið 2020 en vildu. Alls sóttu 171 keppandi um að taka þátt en aðeins 151 komust inn í mótið, 117 karlar og 34 konur. Forgjöf keppenda réði því hvort þeir komust inn eða ekki. Fyrsti kylfingurinn á biðlista í karlaflokki er með 3,1 í forgjöf en engin kona er á biðlistanum. Íslandsmótið 2020 er því á meðal fjölmennustu Íslandsmóta frá árinu 2001. Íslandsmótið árið 2009 í Grafarholti var með 155 keppendur, árið 2002 á Hellu voru 151 keppendur líkt og í ár.
Ár | Klúbbur | Völlur | Karlar | Konur | Samtals | |
2001 | Golfklúbbur Reykjavíkur | GR | Grafarholt | 127 | 19 | 146 |
2002 | Golfklúbbur Hellu | GHR | Strandarvöllur | 129 | 22 | 151 |
2003 | Golfklúbbur Vestmannaeyja | GV | Vestmannaeyjavöllur | 94 | 16 | 110 |
2004 | Golfklúbburinn Leynir | GL | Garðavöllur | 89 | 17 | 106 |
2005 | Golfklúbbur Suðurnesja | GS | Hólmsvöllur í Leiru | 111 | 26 | 137 |
2006 | Golfklúbburinn Oddur | GO | Uriðavöllur | 109 | 14 | 123 |
2007 | Golfklúbburinn Keilir | GK | Hvaleyrarvöllur | 126 | 22 | 148 |
2008 | Golfklúbbur Vestmannaeyja | GV | Vestmannaeyjar | 103 | 16 | 119 |
2009 | Golfklúbbur Reykjavíkur | GR | Grafarholt | 126 | 29 | 155 |
2010 | Golfklúbbur Kiðjabergs | GKB | Kiðjabergsvöllur | 121 | 17 | 138 |
2011 | Golfklúbbur Suðurnesja | GS | Hólmsvöllur í Leiru | 111 | 24 | 135 |
2012 | Golfklúbbur Hellu | GH | Strandarvöllur | 123 | 28 | 151 |
2013 | Golfklúbbur Reykjavíkur | GR | Korpuvöllur | 114 | 25 | 139 |
2014 | Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar | GKG | Leirdalur | 106 | 33 | 139 |
2015 | Golfklúbburinn Leynir | GL | Garðavöllur | 120 | 22 | 142 |
2016 | Golfklúbbur Akureyrar | GA | Jaðarsvöllur | 107 | 31 | 138 |
2017 | Golfklúbburinn Keilir | GK | Hvaleyrarvöllur | 112 | 29 | 141 |
2018 | Golfklúbbur Vestmannaeyja | GV | Vestmannaeyjavöllur | 99 | 31 | 130 |
2019 | Golfklúbbur Reykjavíkur | GR | Grafarholt | 114 | 36 | 150 |
2020 | Golfklúbbur Mosfellsbæjar | GM | Hlíðavöllur | 117 | 34 | 151 |
Meðaltal | 113 | 25 | 137 |
Keppendur frá 20 klúbbum víðsvegar af landinu
Keppendur á Íslandsmótinu 2020 í golfi koma frá 20 klúbbum víðsvegar af landinu og 6 þeirra eru bæði með keppendur í karla – og kvennaflokki. Golfklúbbur Reykjavíkur er með flesta keppendur eða 39 alls, þar af 12 konur. Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar er með 30 keppendur alls og þar af 8 konur og þar á eftir kemur Golfklúbbur Mosfellsbæjar með 23 keppendur og þar af 7 konur. Yngsti golfklúbbur landsins, Golfklúbburinn Esja, sem er með aðsetur á Brautarholtsvelli á Kjalarnesi kemur sterkur inn á sitt fyrsta Íslandsmót með 5 keppendur en félagar í klúbbnum eru aðeins 23 alls.
Klúbbur | Karlar | Konur | Samtals | |
Golfklúbbur Reykjavíkur | GR | 27 | 12 | 39 |
Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar | GKG | 22 | 8 | 30 |
Golfklúbbur Mosfellsbæjar | GM | 16 | 7 | 23 |
Golfklúbburinn Keilir | GK | 13 | 4 | 17 |
Golfklúbbur Akureyrar | GA | 10 | 2 | 12 |
Golfklúbbur Selfoss | GOS | 6 | 1 | 7 |
Golfklúbburinn Esja | GE | 5 | 0 | 5 |
Golfklúbbur Suðurnesja | GS | 4 | 0 | 4 |
Nesklúbburinn | NK | 3 | 0 | 3 |
Golfklúbbur Setbergs | GSE | 1 | 0 | 1 |
Golfklúbburinn Oddur | GO | 1 | 0 | 1 |
Golfklúbburinn Leynir | GL | 1 | 0 | 1 |
Golfklúbburinn Geysir | GEY | 1 | 0 | 1 |
Golfklúbbur Vestmannaeyja | GV | 1 | 0 | 1 |
Golfklúbbur Skagafjarðar | GSS | 1 | 0 | 1 |
Golfklúbbur Siglufjarðar | GKS | 1 | 0 | 1 |
Golfklúbbur Öndverðarness | GÖ | 1 | 0 | 1 |
Golfklúbbur Fljótsdalshéraðs | GFH | 1 | 0 | 1 |
Golfklúbbur Fjallabyggðar | GFB | 1 | 0 | 1 |
Golfklúbbur Borgarness | GB | 1 | 0 | 1 |
117 | 34 | 151 |