Golfsamband Íslands

Íslandsmót 35 ára og eldri fer vel af stað í Vestmannaeyjum

Kinga Korpak, GS. Mynd/seth@golf.is

Íslandsmót kylfinga 35 ára og eldri hófst í dag í Vestmannaeyjum. Þetta er í 17. sinn sem mótið fer fram en rétt tæplega eitt hundrað keppendur taka þátt í ár.

Veðrið lék við keppendur í dag og það er útlit fyrir að veðrið verði með besta móti næstu tvo keppnisdaga.

Gunnar Geir Gústavsson úr GV hefur titil að verja í karlaflokki en Hansína Þorkelsdóttir úr NK sigraði á þessu móti í fyrra.

Staðan eftir fyrsta keppnisdaginn er þannig:

Screen Shot 2016-08-04 at 8.30.33 PM

Exit mobile version