Íslandsmót eldri kylfinga fór fram á Jaðarsvelli hjá Golfklúbbi Akureyrar dagana 14.-16. júlí 2022.
Keppt var í fjórum flokkum, 50 ára og eldri í kvennaflokki, 65 ára og eldri í kvennaflokki, 50 ára og eldri í karlaflokki og 65 ára og eldri í karlaflokki.
Íslandsmeistarar í þessum fjórum flokkum verða krýndir á lokahófi mótsins laugardagskvöldið 16. júlí.
Keppendur voru alls 145 og komu þeir frá 23 mismunandi klúbbum víðsvegar af landinu.
Karlar 65 ára og eldri:
Karlar 50 ára og eldri:
50 ára konur og eldri
65 ára konur og eldri
Fimm klúbbar eru með keppendur í öllum flokkum í kvenna – og karlaflokki, GR, GK, GKG, GM og NK.
Flestir keppendur koma úr GR eða 41 alls, 22 úr GK, og 20 úr GKG. Níu klúbbar eru með einn keppenda, þrír eru með 2 keppendur, fimm klúbbar eru með þrjá keppendur, og sex klúbbar eru með 10 keppendur eða fleiri.
Flestir keppendur eru í karlaflokki 50 ára og eldri – eða 75 alls. Í þeim flokki eru keppendur frá 19 klúbbum. Í kvennaflokki 50 ára og eldri eru 36 keppendur og koma þeir frá 7 klúbbum. Í karlaflokki 65 ára og eldri eru 26 keppendur og koma þeir frá 11 klúbbum. Í kvennaflokki 65 ára og eldri eru 8 keppendur og koma þeir frá 5 klúbbum.
Smelltu hér fyrir rástíma á Íslandsmót eldri kylfinga 2022:
Smelltu hér fyrir stöðu og úrslit á Íslandsmóti eldri kylfinga 2022:
Smelltu hér fyrir myndasafn frá Íslandsmóti eldri kylfinga 2022:
Karlar +50 | Karlar +65 | Konur +50 | Konur +65 | Samtals | |
Golfklúbbur Reykjavíkur | 19 | 6 | 13 | 3 | 41 |
Golfklúbburinn Keilir | 11 | 6 | 4 | 1 | 22 |
Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar | 8 | 3 | 8 | 1 | 20 |
Golfklúbbur Akureyrar | 8 | 3 | 1 | 12 | |
Golfklúbbur Mosfellsbæjar | 3 | 1 | 5 | 1 | 10 |
Nesklúbburinn | 4 | 2 | 2 | 2 | 10 |
Golfklúbbur Fjallabyggðar | 3 | 3 | |||
Golfklúbbur Húsavíkur | 3 | 3 | |||
Golfklúbbur Suðurnesja | 3 | 3 | |||
Golfklúbburinn Setberg | 2 | 1 | 3 | ||
Golfklúbbur Vestmannaeyja | 3 | 3 | |||
Golfklúbbur Brautarholts | 2 | 2 | |||
Golfklúbbur Hveragerðis | 2 | 2 | |||
Golfklúbbur Sandgerðis | 1 | 1 | 2 | ||
Golfklúbbur Byggðaholts | 1 | 1 | |||
Golfklúbbur Hornafjarðar | 1 | 1 | |||
Golfklúbbur Kiðjabergs | 1 | 1 | |||
Golfklúbbur Selfoss | 1 | 1 | |||
Golfklúbburinn Esja | 1 | 1 | |||
Golfklúbburinn Leynir | 1 | 1 | |||
Golfklúbburinn Hamar Dalvík | 1 | 1 | |||
Golfklúbbur Hólmavíkur | 1 | 1 | |||
Golfklúbbur Öndverðarness | 1 | 1 | |||
75 | 26 | 36 | 8 | 145 |
Þórdís Geirsdóttir, GK, mætir í titilvörnina í flokki +50 ára í kvennaflokki og Sigurbjörn Þorgeirsson, GFB, sem sigraði í fyrra á Íslandsmóti eldri kylfinga í +50 ára flokki karla er einnig á meðal keppenda.
Guðrún Garðars, GR, er á meðal keppenda í +65 ára flokki kvenna en hún hefur titil að verja. Björgvin Þorsteinsson varð Íslandsmeistari í flokki +65 ára flokki karla í fyrra en hann lést í október 2021.
Meðalforgjöf karla í +50 ára og eldri flokknum er 6.7. Björgvin Sigurbergsson, GK, sem hefur sigrað fjórum sinnum á sjálfu Íslandsmótinu í golfi er með lægstu forgjöfina eða +1. Sigurbjörn Þorgeirsson, GFB, er með +0.6 og Halldór Sævar Birgisson, GHH er með 0.1. Þar á eftir koma þeir Tryggvi Valtýr Traustason, GSE, með 0.4 og Ólafur Hreinn Jóhannesson, GSE með 0.8.
Í kvennaflokki í +50 ára og eldri er meðalforgjöf keppenda 12.6. Þórdís Geirsdóttir, GK, er með lægstu forgjöfina eða 0.5 og þar á eftir kemur Anna Jódís Sigurbergsdóttir, GK, með 6.3 og Ásgerður Sverrisdóttir, GR, er með 6.5. Þórdís hefur einu sinni sigrað á sjálfu Íslandsmótinu í golfi, 1987. Ásgerður hefur tvívegis sigrað á Íslandsmótinu í golfi, 1983 og 1984. Steinunn Sæmundsdóttir, GR, sem er einnig á meðal keppenda sigraði á Íslandsmótinu árið 1986.
Keppt er í eftirtöldum flokkum:
Öldungaflokkur karla 50 ára og eldri – Hámarksforgjöf 18,0 – gulir teigar
Öldungaflokkur kvenna 50 ára og eldri – Hámarksforgjöf 26,0 – bláir teigar
Öldungaflokkur karla 65 ára og eldri – Hámarksforgjöf 22,0 – gulir teigar
Öldungaflokkur kvenna 65 ára og eldri – Hámarksforgjöf 29,0 – rauðir teigar
Í flokkum 65 ára og eldri er notkun golfbíla heimiluð.
Rástímar eru birtir í GolfBox – smelltu hér.
Ræst er út af 1. teig með 10 mínútna millibili.
Á fyrsta keppnisdegi er keppendum raðað út eftir forgjöfen alla aðra daga verður raðað út eftir skori.
Ekki eru leyfðar breytingar á útgefnum rástímum eftir birtingu þeirra.
1. hringur, fimmtudagur: Áætlaðir rástímar frá klukkan 07:30 – 15:30
Rásröð: Konur 50+, Konur 65+, Karlar 50+, Karlar 65+
2. hringur, föstudagur: Rástímar frá klukkan 07:30 – 15:30
Rásröð: Karlar 50+, Karlar 65+, Konur 65+, Konur 50+
3. hringur, laugardagur: Rástímar frá klukkan 07:00 – 15:00
Rásröð: Karlar 65+, Konur 65+, Karlar 50+, Konur 50+
Verðlaun
Veitt verða verðlaun fyrir 1. – 3. sæti í flokki karla 50 ára og eldri og kvenna 50 ára og eldri án forgjafar.
1. sæti: 40.000,- kr. Gjafakort Icelandair
2. sæti: 30.000,- kr. Gjafakort Icelandair
3. sæti: 15.000,- kr. Gjafakort Icelandair
Veitt verða verðlaun fyrir 1. – 3. sæti í flokki karla 65 ára og eldri og kvenna 65 ára og eldri án forgjafar.
1. sæti: 40.000,- kr. Gjafakort Icelandair
2. sæti: 30.000,- kr. Gjafakort Icelandair
3. sæti: 15.000,- kr. Gjafakort Icelandair
Lokahóf fer fram á laugardagskvöldi í golfskálanum og verða verðlaun afhent þar.
Fyrir aukamiða hafið samband á skrifstofa@gagolf.is.
Matseðill:
Boðið verður upp á hlaðborð:
Kremuð villisveppasúpa, brauð & smjér
Fiskréttur og lambakjöt og meðlæti: Kartöflur, rótargrænmeti, ferskt salat, döðlu & brokkolísalat, bearnaise og piparsósa, köld grillsósa + meira viðeigandi meðlæti með fisknum.
Eftirréttur: Heit súkkulaði brownie, vanillu créme brulée & fersk ber
Golfbílar
Í golfmótum á vegum GSÍ, að undanskildu Íslandsmóti eldri kylfinga, 65 ára og eldri, skal mótsstjórn aðeins veita þeim keppendum, sem framvísa vottorði frá tilnefndum trúnaðarlækni GSÍ, heimild til að nota golfbíl meðan á keppni stendur. Vottorðið skal staðfesta að keppandinn búi við langvarandi líkamlega fötlun og þurfi á golfbíl að halda við keppni, að því tilskildu að slíkt veiti keppandanum ekki ótilhlýðilegt forskot, sbr. undantekningu 1 við golfreglu 14-3. Trúnaðarlæknar GSÍ er Sveinbjörn Brandsson, sveinbjorn@orkuhusid.is og Valur Guðmundsson, valurgudm@gmail.com.
Umsókn um heimild til notkunar golfbíls skal senda mótanefnd GSÍ að minnsta kosti einni viku áður en mótið hefst. Umsóknin skal send til motanefnd@golf.is og henni skal fylgja afrit vottorðsins.
Mótsstjórn: Arnar Geirsson, Steindór Ragnarsson, Jón Heiðar Sigurðsson, Tryggvi Jóhannsson.
Netfang mótsstjórnar: arnar@golf.is
Dómari: Tryggvi Jóhannsson
Birt með fyrirvara um breytingar.