Site icon Golfsamband Íslands

Íslandsmót eldri kylfinga 2023 – opið fyrir skráningu fram til miðnættis 29. júní

Íslandsmót eldri kylfinga 2023 fer fram á Kirkjubólsvelli hjá Golfklúbbi Sandgerðis dagana 13.-15. júlí 2023.

Skráningarfrestur hefur verið framlengdur – en lokað verður fyrir skráningu fimmtudaginn 29. júní kl. 23:59.

Smelltu hér til að skrá þig:

Smelltu hér fyrir upplýsingar um mótið:

Þátttökugjöld skulu greidd við skráningu. Þátttökugjald fæst einungis endurgreitt séu forföll boðuð eigi síðar en kl. 18:00, þremur dögum fyrir fyrsta keppnisdag. Þátttökugjald í mótið er 21.000 kr. og innifalið er miði á lokahóf á hótel Keflavík.

Leika skal 54 holu höggleik án forgjafar á þremur dögum. Keppt skal samkvæmt gildandi reglugerð um Íslandsmót í golfi í flokkum eldri kylfinga og móta- og keppendareglum GSÍ.

Hægt er að kynna sér almennar reglur, reglugerðir og staðarreglur fyrir öll Íslandsmót GSÍ á vefsíðunni golf.is/reglugerdir

Verði fullt í mótið munu keppendur sem komust ekki inn í mótið fá endurgreitt.

Einn æfingahringur er innifalinn í mótsgjaldi. Vinsamlegast hafið samband við golfklúbbinn til að bóka rástíma.

Keppt er í eftirtöldum flokkum:

Aldur miðast við almanaksár og hámarksforgjöf miðast við forgjöf þátttakanda kl. 08:00 morguninn eftir að skráningarfresti lýkur.

Hámarksfjöldi keppenda er 150 og skulu þeir leikmenn sem fjærst eru forgjafarmörkum í sínum flokki kl. 8:00 morguninn eftir að skráningarfresti lýkur öðlast þátttökurétt. Standi val á milli keppenda með forgjöf jafnlangt frá forgjafarmörkum skal hlutkesti ráða. Þó skulu að lágmarki 18 kylfingar fá þátttökurétt í hverjum flokki. Mótsstjórn er heimilt að fjölga keppendum í einstökum flokkum til að fylla í ráshópa, jafnvel þótt heildarfjöldi keppenda fari við það yfir 150.

Þátttakendalisti verður birtur fyrir kl. 20:00 30. júní.

Forfallist kylfingur eftir að rástímar 1. umferðar hafa verið gefnir út skal sá kylfingur á biðlista sem er með lægstu forgjöf í viðkomandi flokki fá þátttökurétt í ráshópi þess sem forfallaðist.

Rástímar og ráshópar

Ræst verður út af 1. teig með 10 mínútna millibili. Á fyrsta keppnisdegi er keppendum raðað út eftir forgjöf en alla aðra daga verður raðað út eftir skori. 

Ekki verða leyfðar breytingar á útgefnum rástímum eftir birtingu þeirra.

1. hringur, fimmtudagur: Rástímar frá klukkan 07:30 – 15:30

Rásröð: Konur 65+, Konur 50+, Karlar 50+, Karlar 65+

2. hringur, föstudagur: Rástímar frá klukkan 07:30 – 15:30

Rásröð: Karlar 50+, Karlar 65+, Konur 65+, Konur 50+

3. hringur, laugardagur: Rástímar frá klukkan 07:00 – 15:00

Rásröð: Karlar 65+, Konur 65+, Konur 50+, Karlar 50+

Veitt verða verðlaun fyrir 1. – 3. sæti í öllum flokkum án forgjafar.

1. sæti: 40.000,- kr. Gjafakort Icelandair

2. sæti: 30.000,- kr. Gjafakort Icelandair

3. sæti: 15.000,- kr. Gjafakort Icelandair

Lokahóf fer fram á laugardagskvöldi á Hótel Keflavík og verða verðlaun afhent þar.

Golfbílar

Í flokkum 65 ára og eldri er notkun golfbíla heimiluð án vottorðs.

Í öðrum flokkum skal mótsstjórn aðeins veita þeim keppendum, sem framvísa vottorði frá tilnefndum trúnaðarlækni GSÍ, heimild til að nota golfbíl meðan á keppni stendur. Vottorðið skal staðfesta að keppandinn búi við langvarandi líkamlega fötlun og þurfi á golfbíl að halda við keppni, að því tilskildu að slíkt veiti keppandanum ekki ótilhlýðilegt forskot, sbr. undantekningu 1 við golfreglu 14-3. Trúnaðarlæknar GSÍ er Sveinbjörn Brandsson, sveinbjorn@orkuhusid.is og Valur Guðmundsson, valurgudm@gmail.com. Umsókn um heimild til notkunar golfbíls skal senda mótanefnd GSÍ að minnsta kosti einni viku áður en mótið hefst. Umsóknin skal send til motanefnd@golf.is og henni skal fylgja afrit vottorðsins.

Mótsstjórn:

Óskar Marinó Jónsson, Lárus Óskarsson, Arnar Geirsson, Jón Kr Baldursson og Helgi Már Halldórsson

Netfang mótsstjórnar: arnar@golf.is

Dómari: Jón Kr Baldursson og Helgi Már Halldórsson

Birt með fyrirvara um breytingar.

Exit mobile version