Golfsamband Íslands

Íslandsmót golfklúbba 12 ára og yngri 2023 – úrslit og myndir

Íslandsmót golfklúbba 12 ára og yngri fór fram dagana 25.-27. ágúst og var leikið á þremur keppnisvöllum.

Á fyrsta keppnisdegi var leikið á Sveinkotsvelli hjá Keili, á öðrum keppnisdegi á Mýrinni hjá GKG og lokakeppnisdagurinn fór fram á Landinu hjá GR og þar var jafnframt verðlaunaafhending og lokahóf.

Á þessu Íslandsmóti er leikið eftir PGA Junior League fyrirmyndinni, sem kallast PGA krakkagolf á Íslandi. Liðin geta verið skipuð drengjum eingöngu, stúlkum eingöngu eða blönduð lið.

Leiknar voru 9 holur í hverri umferð með Texas Scramble höggleiks fyrirkomulagi, sem skiptast upp í þrjá þriggja holu leiki.

Hvíta deildin:


Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar, sigraði, og er því Íslandsmeistari golfklúbba 12 ára og yngri árið 2023.

1. sætiGolfklúbbur Kópavogs og Garðabæar, GKG
2. sætiGolfklúbburinn Keilir, GK
3. sætiGolfklúbbur Mosfellsbæjar, GM
4. sæti Golfklúbbur Reykjavíkur, GR
5. sætiGolfklúbbur Selfoss, GOS
6. sætiNesklúbburinn, NK

Gula deildin:

1. sæti Golfklúbbur Skagafjarðar, GSS
2. sæti Golfklúbbur Reykjavíkur, GR
3. sæti Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar, GKG
4. sæti Golfklúbburinn Keilir, GK

Bláa deildin:

1. sætiGolfklúbbur Mosfellsbæjar, GM
2. sætiGolfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar, GKG
3. sætiNesklúbburinn, NK
4. sætiGolfklúbburinn Keilir, GK

Rauða deildin:

1. sætiGolfklúbbur Suðurnesja, GS
2. sætiNesklúbburinn, NK
3. sætiGolfklúbburinn Keilir, GK
4. sætiGolfklúbbur Mosfellsbæjar, GM

Græna deildin:

1. sætiGolfklúbburinn Oddur, GO
2. sætiGolfklúbbur Mosfellsbæjar, GM
3. sætiNesklúbburinn, NK
4. sætiGolfklúbbur Reykjavíkur, GR

Gráa deildin:

1. sætiGolfklúbbur Reykjavíkur, GR
2. sætiGolfklúbburinn Kópavogs og Garðabæjar, GKG
3. sætiGolfklúbburinn Oddur, GO
4. sætiGolfklúbbur Mosfellsbæjar. GM
Exit mobile version