Íslandsmót golfklúbba 14 ára og yngri fer fram á Garðavelli á Akranesi dagana 22.-24. júní.
Smelltu hér fyrir rástíma, stöðu og úrslit leikja:
Í stúlknaflokki eru fimm lið sem taka þátt og þar af eru tvö þeirra samvinnuverkefni tveggja golfklúbba. Í stúlknaflokki er keppt í einum riðli og leikin ein umferð í riðlinum þar sem öll liðin mæta hvort öðru einu sinni.
Í drengjaflokki eru 10 lið sem taka þátt og eitt þeirra er samvinnuverkefni tveggja golfklúbba. Í drengjaflokki er leikinn höggleikur í dag og úrslit höggleiksins ráða því hvort liðin leika í A, B eða C riðli í holukeppninni. Þrjú bestu skorin hjá hverju liði telja í höggleikskeppninni.
Í holukeppninni er leikinn einn fjórmenningur og tveir tvímenningsleikir. Í fjórmenningsleikjunum eru tveir leikmenn saman í liði og leika þeir einum bolta og slá þeir upphafshöggin til skiptis. Í tvímenningnum er einn leikmaður úr hvoru liði sem keppa gegn hvorum öðrum í holukeppni.
Fjögur efstu liðin úr höggleiknum leika í A-riðli og keppa þar um Íslandsmeistaratitilinn og sæti 1-4. Í B-riðli er keppt um sæti 5-8 og í C-riðli er keppt um sæti 9-10.
Liðin sem taka þátt í stúlknaflokki 14 ára og yngri eru:
GKG (Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar).
GM (Golfklúbbur Mosfellsbæjar).
GR (Gokfklúbbur Reykjavíkur)
GK/GSE (Golfklúbburinn Keilir/Golfklúbbur Setbergs)
GA/GSS (Golfklúbbur Akureyrar / Golfklúbbur Skagafjarðar)
NK (Nesklúbburinn)
*Leikmenn úr GL, Golfklúbbnum Leyni á Akranesi, keppa með drengjaliði GL.
LIðin sem taka þátt í drengjaflokki 14 ára og yngri eru:
Leirdalur GKG (Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar)
Mýrin GKG (Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar)
GM (Golfklúbbur Mosfellsbæjar)
GR – KK (Golfklúbbur Reykjavíkur)
Hvaleyrin GK (Golfklúbburinn Keilir)
GA (Golfklúbbur Akureyrar)
GA/GHD (Golfklúbbur Akureyrar / Golfklúbburinn Hamar Dalvík).
NK (Nesklúbburinn)
GL (Golfklúbburinn Leynir)
Keilir 2 / Hraunkot GK (Golfklúbburinn Keilir)