Íslandsmóti golfklúbba 2016 lauk í dag en keppnin fékk nýtt nafn í vor en mótið hét áður Sveitakeppni GSÍ. Flestir af bestu kylfingum landsins verða í eldlínunni með sínum klúbbum um helgina og að venju má búast við hörkuviðureignum og glæsilegu golfi.
Keppt er í fjórum deildum í karlaflokki og tveimur deildum í kvennaflokki.
Hér fyrir neðan birtast upplýsingar um gang mála frá keppnisstöðunum víðsvegar um landið.
1. deild kvenna – öll úrslit og leikir:
GK og GR léku til úrslita:
Lokastaðan:
1. Golfklúbbur Reykjavíkur
2. Golfklúbburinn Keilir
3. Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar.
4. Golfklúbbur Mosfellsbæjar.
5. Golfklúbbur Suðurnesja.
6. Nesklúbburinn.
7. Golfklúbbur Akureyrar.*
8. Golfklúbburinn Oddur.*
GA og GO falla í 2. deild.
2. deild kvenna – öll úrslit og leikir:
*GOS og GL léku til úrslita um titilinn og eru örugg með sæti í 1. deild að ári.
Lokastaðan:
1. Golfklúbburinn Leynir*
2. Golfklúbbur Selfoss*
3. Golfklúbbur Fjallabyggðar
4. Golfklúbburinn Vestarr
5. Golfklúbbur Sauðárkróks
6. Golfklúbbur Hveragerðis
1. deild karla – öll úrslit og leikir:
GK Íslandsmeistari 2016 eftir sigur gegn GKG.
GR endaði í þriðja sæti eftir sigur gegn GM í leik um bronsverðlaunin.
Lokastaðan
1. Golfklúbburinn Keilir
2. Golfklúbbur Kópav. og Garðab.
3. Golfklúbbur Reykjavíkur
4. Golfklúbbur Mosfellsbæjar
5. Golfklúbburinn Jökull
6. Golfklúbbur Kiðjabergs
7. Golfklúbbur Borgarness*
8. Golfklúbbur Setbergs*
* GB og GSE falla í 2. deild.
2. deild karla – öll úrslit og leikir:
GL og GFB/GHD leika til úrslita um titilinn og eru örugg með sæti í 1. deild.
1. Golfklúbburinn Leynir
2. Golfklúbburinn Hamar Dalvík/Golfklúbbur Fjallabyggðar.
3. Golfklúbbur Selfoss
4. Nesklúbburinn
5. Golfklúbbur Akureyrar
6. Golfklúbbur Vestmannaeyja
7. Golfklúbbur Suðurnesja*
8. Golfklúbbur Grindavíkur*
*GS og GG falla í 3. deild.
3. deild karla – öll úrslit og leikir:
GN og GÍ léku til úrslita um titilinn og fara upp í 2. deild.
Lokastaðan;
1. Golfklúbbur Norðfjarðar
2. Golfklúbbur Ísafjarðar
3. Golfklúbbur Húsavíkur
4. Golfklúbbur Vatnsleysustrandar
5. Golfklúbbur Sauðárkróks
6. Golfklúbbur Hveragerðis
7. Golfklúbbur Hellu*
*GHR féll í 4. deild ásamt Bolungarvík sem dró sig úr keppni.
4. deild karla – öll úrslit og leikir:
GMS sigraði GO í úrslitaleik en báðir klúbbar fara upp um deild:
Lokastaðan:
1. Golfklúbburinn Mostri
2. Golfklúbburinn Oddur
3. Golfklúbbur Sandgerðis
4. Golfklúbburinn Geysir
5. Golfklúbbur Öndverðarness
6. Golfklúbburinn Vestarr
7. Golfklúbbur Þorlákshafnar.
1. deild karla fór fram á Korpúlfsstaðavelli hjá Golfklúbbi Reykjavíkur og 1. deild kvenna fór fram á Leirdalsvelli hjá Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar. GR er sigursælasti klúbburinn í karlaflokki með 24 titla og einnig í kvennaflokki með 18 titla.
Fjöldi titla í karlaflokki:
Golfklúbbur Reykjavíkur (24)
Golfklúbburinn Keilir (14)
Golfklúbbur Akureyrar (8)
Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar (4)
Golfklúbbur Suðurnesja (3)
Golfklúbburinn Kjölur (2)
Golfklúbbur Mosfellsbæjar (1)
Fjöldi titla í kvennaflokki:
Golfklúbbur Reykjavíkur (17)
Golfklúbburinn Keilir (13)
Golfklúbburinn Kjölur (3)
Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar (1)
Eins og áður segir hefst keppni föstudaginn 24. júní og úrslitin ráðast síðdegis sunnudaginn 26. júní.
Í karlaflokki hefur Golfklúbbur Mosfellsbæjar titil að verja en GM sigraði í fyrsta sinn í sögu klúbbsins í fyrra þegar keppnin fór fram á Hamarsvelli í Borgarnesi. Þar lék GM til úrslita gegn GKG.
Í kvennaflokki hefur Golklúbbur Reykjavíkur titil að verja en GR hafði betur gegn GK í úrslitaleik á Hólmsvelli í Leiru.