Íslandsmót golfklúbba í 4. deild karla fór fram á Þorláksvelli dagana 21.-23. ágúst. Alls tóku 8 klúbbar þátt og var baráttan hörð um að komast upp í 3. deild og að sama skapi um fall í 5. deild.
Golfklúbburinn Esja, sem var að taka þátt í fyrsta sinn á Íslandsmóti golfklúbba, sigraði í úrslitum um sigurinn gegn Golfklúbbnum Vestarr frá Grundarfirði. Golfklúbbur Álftaness endaði í neðsta sæti og fellur því í 5. deild.
Íslandsmót golfklúbba – 4. deild karla Golfklúbbur Þorlákshafnar.
Lokastaðan:
*Efsta liðið fer upp um deild og það neðsta fellur niður um deild.
1. Golfklúbburinn Esja (GE)
2. Golfklúbburinn Vestarr (GVG)
3. Golfklúbbur Þorlákshafnar (GÞ)
4. Golfklúbbur Byggðarholts (GBE)
5. Golfklúbbur Siglufjarðar (GKS)
6. Golfklúbburinn Mostri (GMS)
7. Golfklúbburinn Geysir (GEY)
8. Golfklúbbur Álftaness (GÁ)