Íslandsmót golfklúbba í 2 deild karla +50 ára flokki fór fram á Vestmannaeyjavelli hjá Golfklúbbi Vestmannaeyja dagana 19.-21. ágúst.
Golfklúbburinn Esja og Nesklúbburinn léku til úrslita um sæti í 1. deild. Þar hafði Esja betur. Golfklúbbur Sandgerðis hafði betur gegn Golfklúbbnum Leyni í keppni um þriðja sætið.
Myndir frá mótinu – smelltu hér:
2. deild karla:
Alls eru 8 klúbbar sem taka þátt og þar sem að keppt er um Íslandsmeistaratitilinn í 2. deild 2021 í +50 ára. Neðsta liðið fellur í 3. deild.
Leikið er í tveimur riðlum og komast tvö efstu liðin í undanúrslit.
Efsta liðið úr A-riðli leikur gegn liði nr. 2 úr B-riðli.
Efsta liðið úr B-riðli leikur gegn liði nr. 2 úr A-riðli. Liðin sem enda í sætum 3-4 í A og B riðli leika um sæti 5-8.
2. deild: Smelltu hér fyrir rástíma, úrslit, stöðu og ýmsar aðrar upplýsingar:
A-riðill | |
Nesklúbburinn, NK Aðalsteinn Jónsson, Baldur Þór Gunnarsson, Gauti Grétarsson, Gunnlaugur Jóhannsson, Hinrik Þráinsson, Kristján Björn Haraldsson, Logi Bergmann Eiðsson, Sævar Egilsson. | |
Golfklúbbur Mosfellsbæjar, GM Ásbjörn Þ. Björgvinsson, Eyþór Ágúst Kristjánsson, Halldór Friðgeir Ólafsson Halldór Magni Þórðarson, Haraldur V. Haraldsson, Ingvar Haraldur Ágústsson Jónas Heiðar Baldursson, Kári Tryggvason, Victor Viktorsson. | |
Golfklúbbur Vestmannaeyja, GV Aðalsteinn Ingvarsson, Guðjón Grétarsson, Hlynur Stefánsson, Helgi Bragason, Helgi Sigurðsson, Jóhann Pétursson, Jónas Jónasson, Sigurjón Hinrik Adolfsson, Sigurjón Pálsson. | |
Golfklúbburinn Esja, GE Helgi Anton Eiríksson, Guðlaugur Rafnsson, Ragnar Þór Ragnarsson, Þorsteinn Sverrisson, Eiríkur Guðmundsson, Gunnar Már Sigurfinnsson, Páll Ingólfsson. |