Íslandsmót golfklúbba í 4. deild karla fór fram á Kirkjubólsvelli hjá Golfklúbbi Sandgerðis dagana 13.-15. ágúst.
Alls tóku 8 klúbbar taka þátt – efsta liðið fór upp í 3. deild og neðsta liðið féll í 5. deild.
Leikið var í tveimur riðlum og komust tvö efstu liðin í undanúrslit.
Efsta liðið úr A-riðli lék gegn liði nr. 2 úr B-riðli.
Efsta liðið úr B-riðli lék gegn liði nr. 2 úr A-riðli. Liðin sem enda í sætum 3-4 í A og B riðli leika um sæti 5-8.
Golfklúbbur Byggðaholts, GBE, frá Eskifirði sigraði í 4. deildinni og kemst því upp í 3. deild.
Í úrslitaleiknum hafði GBE betur gegn Golfklúbbi Bolungarvíkur, GBO.
Golfklúbburinn Mostri í Stykkishólmi endaði í þriðja sæti.
Það varð hlutskipti Golfklúbbs Álftaness að falla í 5. deild.
Smelltu hér fyrir rástíma, stöðu, úrslit og ýmislegt annað.

A – riðill | |
Golfklúbbur Vatnsleysustrandar (GVS) Helgi Runólfsson, Guðbjörn Ólafsson, Sverrir Birgisson, Adam Örn Stefánsson, Gunnlaugur Atli Kristinsson, Grétar Þór Sigurðsson. | |
Golfklúbbur Siglufjarðar (GKS) Jóhanna Már Sigurbjörnsson, Salmann Héðinn Árnason, Sævar Örn Kárason, Bjarnþór Erlendsson, Guðjón Marinó Ólafsson, Jón Karl Ágústsson. | |
Golfklúbburinn Mostri (GMS) Margeir Ingi Rúnarsson, Rúnar Örn Jónsson, Sigursveinn P. Hjaltalín, Davíð Einar Hafsteinsson. | |
Golfklúbbur Álftaness (GÁ) Anton Kjartansson, Björn Halldórsson, Birgir Haraldsson, Einar Georgsson, Kjartan Antonsson, Samúel Árnason,. |
B – riðill | |
Golfklúbbur Þorlákshafnar (GÞ) Arnór Snær Guðmundsson, Guðmundur Karl Guðmundsson, Óskar Gíslason, Svanur Jónsson, Ingvar Jónsson. | |
Golfklúbbur Byggðaholts (GBE) Bogi Ísak Bogason, Bogi Nils Bogason, Björn Öder Ólason, Jón Bjarki Oddsson, Guðni Fannar Carrico, Sigurður Pétur Oddsson. | |
Golfklúbburinn Geysir (GEY) Bergur Konráðsson, Edwin Roald, Magnús Bjarnason, Pálmi Hlöðversson, Oddgeir Oddgeirsson. | |
Golfklúbbur Bolungarvíkur (GBO) Daði Valgeir Jakobsson, Flosi Valgeir Jakobsson, Janusz Duszak, Wirot Khiansanthia, Ingólfur Ívar Hallgrímsson, Guðmundur Ingi Albertsson. |






