Golfsamband Íslands

Íslandsmót golfklúbba 2022 – 12 ára og yngri – rástímar, staða, úrslit og aðrar upplýsingar

Íslandsmót golfklúbba 2022 fyrir keppendur 12 ára og yngri fer fram 2.-4. september og er keppt á þremur keppnisstöðum.

Smelltu hér fyrir upplýsingar um rástíma, úrslit og stöðu.

Smelltu hér fyrir myndasafn frá mótinu.

Alls eru 7 golfklúbbar sem senda lið til keppni á Íslandsmót golfklúbba 2022 í flokki 12 ára og yngri.

Klúbbur Fjöldi liðaFjöldi leikmanna
NK – Nesklúbburinn 3 16
GKG – Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar4 18
GM – Golfklúbbur Mosfellsbæjar3 17
GA – Golfklúbbur Akureyrar 2 9
GR – Golfklúbbur Reykjavíkur 4 21
GK – Golfklúbburinn Keilir 5 28
GS – Golfklúbbur Suðurnesja 1 4

Í Íslandsmóti golfklúbba 12 ára og yngri mega sveitir vera skipaðar drengjum eingöngu, telpum eingöngu eða vera blandaðar báðum kynjum.  

Leikið verður eftir PGA Junior League fyrirmyndinni, sem kallast PGA krakkagolf á Íslandi.

Hver sveit skal skipuð að lágmarki 4 leikmönnum og að hámarki 6 leikmönnum.

Leiknar eru 9 holur í hverri umferð með Texas Scramble höggleiks fyrirkomulagi, sem skiptast upp í þrjá þriggja holu leiki. Hver þriggja holu leikur gefur eitt flagg.

Liðsstjóri ákveður tvo keppendur sem hefja leik og jafnframt raðar niður varamönnum ef einhverjir eru í liðinu. Hver keppandi verður að leika að minnsta kosti eitt flagg (3 holur).

Hver viðureign tveggja klúbba gefur 1 stig því liði sem sigrar. Alls eru 6 flögg í pottinum og það lið sem leikur á færri höggum samtals hvern þriggja holu leik vinnur það flagg. Það lið sem vinnur fleiri flögg samtals vinnur viðureignina og eitt stig. Ef lið leika þriggja holu leik á jafn mörgum höggum fær hvort lið hálft flagg. Ef lið skilja jöfn með 3 flögg fær hvort lið hálft stig.

Hver ráshópur verður að hafa einn fullorðinn einstakling sem heldur utan um skorið.

Kylfuberar eru ekki leyfðir.

Keppnisskilmálar

Í hnotskurn:

Reglur mótsins:

Nöfn leikmanna ásamt Golfbox númeri og uppröðun fyrir fyrstu umferð skal tilkynna til mótsstjórnar í síðasta lagi kl. 12:00 tveimur dögum fyrir fyrsta mótsdag. Hafi nafnalisti ekki borist í tíma er mótsstjórn heimilt að gefa klúbbi 3 tíma frest, en að honum loknum telst sveitin hafa fyrirgert keppnisrétti sínum. 

Mótsstjórn er heimilt að fella niður keppni í einstökum deildum ef þátttökulið eru færri en þrjú. Mótsstjórn er heimilt að bæta við deildum ef þátttaka er umfram 18 sveitir. 

Hver klúbbur sem sendir leikmenn á mótið skal tilnefna liðsstjóra. Liðsstjóri skal gæta hagsmuna keppenda viðkomandi klúbbs og koma fram fyrir þeirra hönd gagnvart mótsstjórn, þó ekki umfram það sem golfreglur heimila. Liðsstjóri skal fyrir hönd viðkomandi klúbbs vera ábyrgur fyrir greiðslu þátttökugjalds.

Í Íslandsmóti golfklúbba 12 ára og yngri mega sveitir vera skipaðar drengjum eingöngu, telpum eingöngu eða vera blandaðar báðum kynjum.  

Leikið verður eftir PGA Junior League fyrirmyndinni, sem kallast PGA krakkagolf á Íslandi.

Hver sveit skal skipuð að lágmarki 4 leikmönnum og að hámarki 6 leikmönnum.

Leiknar eru 9 holur í hverri umferð með Texas Scramble höggleiks fyrirkomulagi, sem skiptast upp í þrjá þriggja holu leiki. Hver þriggja holu leikur gefur eitt flagg.

Liðsstjóri ákveður tvo keppendur sem hefja leik og jafnframt raðar niður varamönnum ef einhverjir eru í liðinu. Hver keppandi verður að leika að minnsta kosti eitt flagg (3 holur).

Hver viðureign tveggja klúbba gefur 1 stig því liði sem sigrar. Alls eru 6 flögg í pottinum og það lið sem leikur á færri höggum samtals hvern þriggja holu leik vinnur það flagg. Það lið sem vinnur fleiri flögg samtals vinnur viðureignina og eitt stig. Ef lið leika þriggja holu leik á jafn mörgum höggum fær hvort lið hálft flagg. Ef lið skilja jöfn með 3 flögg fær hvort lið hálft stig.

Hver ráshópur verður að hafa einn fullorðinn einstakling sem heldur utan um skorið.

Kylfuberar eru ekki leyfðir.

Keppninni er skipt upp í deildir, sem að hámarki geta orðið fjórar miðað við að leikið sé á 9 holu velli. Í efstu deildinni, „Hvítu“, eru 6 sveitir, en 4 sveitir í næstu deildum fyrir neðan. Raða skal raða í deildir eftir forgjöf fjögurra forgjafarlægstu kylfinganna í hverri sveit. 

Sex forgjafarlægstu sveitirnar fara í Hvítu deildina, næstu fjórar í Gulu deildina, næstu fjórar í Bláu deildina og loks í Rauðu deildina. Þó getur hver klúbbur aðeins verið með eina sveit í hverri deild. Þegar ljóst er hvaða sveitir skipa hverja deild skal draga um númer (1-6) hverrar sveitar í deildinni.

Sækja má um heimild til mótsstjórnar um að tveir eða fleiri klúbbar sendi sameiginlega sveit til keppni af sama landssvæði ef ekki reynist unnt að manna sveit til keppninnar.

Aldur miðast við almanaksár.

Mæti ekki lið sem tilkynnt hefur þátttöku til leiks á auglýstum tíma, hvort sem er í fyrstu eða síðari umferðum, skal sveitin sæta frávísun í heild. Úrslit leikja sem hún hefur leikið fyrr í keppninni falla niður og hafa þar af leiðandi ekki áhrif á úrslit mótsins, að undanskildu því að úrslit skulu standa ef öllum leikjum í riðlum er lokið.

Það lið sem hlýtur flest stig í Hvítu deildinni fær titilinn Íslandsmeistari golfklúbba.

Það lið sem vinnur flest stig í neðri deildum fær titilinn Deildarmeistari viðkomandi deildar. Hljóti tvö lið jafnmörg stig í efsta sæti ræður innbyrðis viðureign. Ef innbyrðis viðureign var jöfn eða ef fleiri en tvö lið fá jafnmörg stig, fær það lið sem vinnur fleiri flögg efra sætið. Ef enn er jafnt ræður hlutkesti úrslitum.

Exit mobile version