Íslandsmót golfklúbba 2022 í 3. deild karla fór fram á Ísafirði dagana 12.-14. ágúst.
Alls voru 8 lið í þessari deild. Keppt var í tveimur riðlum og léku tvö efstu liðin úr hvorum riðli í undanúrslitum. Neðsta liðið féll í 4. deild.
Í hverri umferð var leikinn einn fjórmenningsleikur og tveir tvímenningsleikir.
Golfklúbbur Skagafjarðar, GSS, sigraði Golfklúbb Húsavíkur,GH, 2-1 í úrslitaleiknum og tryggði sér sæti í 2. deild að ári. Golfklúbbur Hveragerðis, GHG, endaði í þriðja sæti eftir sigur gegn Golfklúbbi Borgarness, GB í leik um þriðja sætið. Golfklúbbur Grindavíkur endaði í neðsta sæti eða því 8. og leikur í 4. deild á næsta ári.
Smelltu hér fyrir rástíma, stöðu og úrslit í 3. deild karla:
A-riðill | |
1 | GSS – Golfklúbbur Skagafjarðar |
2 | GH – Golfklúbbur Húsavíkur |
3 | GÍ – Golfklúbbur Ísafjarðar |
4 | GBO – Golfklúbbur Bolungarvíkur |
B-riðill | |
1 | GB – Golfklúbbur Borgarness |
2 | GG – Golfklúbbur Grindavíkur |
3 | GHG – Golfklúbbur Hveragerðis |
4 | GBH – Golfklúbbur Byggðaholts |
GSS – Golfklúbbur Skagafjarðar:
Arnar Geir Hjartarson, Hákon Ingi Rafnsson, Atli Freyr Rafnsson, Ingvi Óskarsson og Andri Þór Árnason.
GB – Golfklúbbur Borgarness:
Albert Garðar Þráinsson, Hlynur Þór Garðarsson, Siggeir Vilhjálmsson og Rafn Stefán Rafnsson.
GG – Golfklúbbur Grindavíkur:
Ásþór Arnar Ásþórsson, Jón Júlíus Karlsson, Hávarður Gunnarsson, Helgi Dan Steinsson, Þorlákur Halldórsson.
GH – Golfklúbbur Húsavíkur:
Agnar Daði Kristjánsson, Arnar Vilberg Ingólfsson, Arnþór Hermannsson, Karl Hannes Sigurðsson, Jón Elvar Steindórsson og Örvar Sveinsson.
GÍ – Golfklúbbur Ísafjarðar:
Anton Helgi Guðjónsson, Jón Gunnar Shiransson, Baldur Ingi Jónasson, Julo Rafnsson, Hjálmar Helgi Jakobsson og Ásgeir Óli Kristjánsson.
GHG – Golfklúbbur Hveragerðis:
Erlingur Arthursson, Fannar Ingi Steingrímsson, Elvar Aron Hauksson og Einar Lyng Hjaltason.
GBH – Golfklúbbur Byggðaholts:
Bogi Nils Bogason, Bogi Ísak Bogason, Björn Öder Ólason, Guðni Fannar Carrico, Jón Bjarki Oddsson og Sigurður Pétur Oddsson.
GBO – Golfklúbbur Bolungarvíkur:
Emil Ragnarsson, Ernir Steinn Arnarsson, Flosi Valgeir Jakobsson, Guðmundur Albertsson, Wirot Khiansanthia og Daði Valgeir Jakobsson.