Íslandsmót golfklúbba 2023 í flokki 21 árs og yngri fer fram á Svarfhólsvelli hjá Golfklúbbi Selfoss dagana 20.-23. júní. Alls eru 19 lið sem taka þátt, 6 stúlkulið og 13 drengjalið.
Í stúlknaflokki er keppt í einum riðli og þar sem öll liðin leika innbyrðis.
Drengirnir leika höggleik á fyrsta keppnisdegi og raðast liðin í riðla eftir árangri í höggleiknum. Efstu liðin úr A og B riðli leika um Íslandsmeistaratitilinn, liðin í 2. sæti í A og B riðli leika um bronsverðlaunin og liðin í 3. sæti í A og B leika um 5 sæti. C og D riðlar leika svo um 8. – 13. sæti.
Í holukeppninni er leikinn einn fjórmenningur og tveir tvímenningsleikir. Í fjórmenningsleikjunum eru tveir leikmenn saman í liði og leika þeir einum bolta og slá þeir upphafshöggin til skiptis. Í tvímenningnum er einn leikmaður úr hvoru liði sem keppa gegn hvorum öðrum í holukeppni.
Smelltu hér fyrir rástímaáætlun.