Íslandsmót golfklúbba í 4. deild karla 2023 í +50 ára og eldri fór fram á Hellishólum í Fljótshlíð dagana 24.-26. ágúst. Alls tóku fjögur lið þátt. Golfklúbbur Bolungarvíkur, Golfklúbbur Hornafjarðar, Golfklúbburinn Þverá Hellishólum og Golfklúbburinn Jökull.
Leikin var ein umferð í riðlakeppninni og tryggði efsta liðið sér deildarmeistaratitilinn og sæti í 3. deild að ári.
Golfklúbburinn Þverá Hellishólum sigraði í öllum þremur viðureignum sínum og er deildarmeistari í 4. deild karla 2023.
Lokastaðan:
1. Golfklúbburinn Þverá Hellishólum.
2. Golfklúbburinn Jökull.
3. Golfklúbbur Hornafjarðar.
4. Golfklúbbur Bolungarvíkur.
4. deild karla: Smelltu hér fyrir rástíma, stöðu og úrslit:
Íslandsmót golfklúbba – 50+ 1. deild kvenna | Upplýsingar | Hella |
Íslandsmót golfklúbba – 50+ 2. deild kvenna | Upplýsingar | Hornafjörður |
Íslandsmót golfklúbba – 50+ 1. deild karla | Upplýsingar | Suðurnes |
Íslandsmót golfklúbba – 50+ 2. deild karla | Upplýsingar | Sandgerði |
Íslandsmót golfklúbba – 50+ 3. deild karla | Upplýsingar | Selfoss/Hveragerði |
Íslandsmót golfklúbba – 50+ 4. deild karla | Upplýsingar | Hellishólar |