#image_title
Auglýsing

Íslandsmót golfklúbba 2024 fyrir kylfinga 12 ára og yngri hefst föstudaginn 30. ágúst og lokadagurinn er sunnudagurinn 1. september.

Keppt er á þremur völlum.

Föstudagur 30. ágúst – Bakkakot, Golfklúbbur Mosfellsbæjar.
Laugardagur 31. ágúst – Mýrin, Golfklúbbur Kópavogs – og Garðabæjar.
Sunnudagur 1. september – Sveinskot, Golfklúbburinn Keilir.

*Verðlaunaafhending og lokahóf fer fram sunnudaginn 1. september hjá Golfklúbbnum Keili.

Smelltu hér fyrir rástíma, stöðu og úrslit

Smelltu hér fyrir myndasafn á gsimyndir.is

Í Íslandsmóti golfklúbba 12 ára og yngri mega sveitir vera skipaðar drengjum eingöngu, telpum eingöngu eða vera blandaðar kynjum.

Leikið er eftir PGA Junior League fyrirmyndinni, sem kallast PGA krakkagolf á Íslandi.

Hver sveit skal skipuð að lágmarki 4 leikmönnum og að hámarki 6 leikmönnum.

Leiknar eru 9 holur í hverri umferð með Texas Scramble höggleiks fyrirkomulagi, sem skiptast upp í þrjá þriggja holu leiki. Hver þriggja holu leikur gefur eitt flagg.

Liðsstjóri ákveður tvo keppendur sem hefja leik og jafnframt raðar niður varamönnum ef einhverjir eru í liðinu. Hver keppandi verður að leika að minnsta kosti eitt flagg (3 holur).

Hver viðureign tveggja klúbba gefur 1 stig því liði sem sigrar. Alls eru 6 flögg í pottinum og það lið sem leikur á færri höggum samtals hvern þriggja holu leik vinnur það flagg. Það lið sem vinnur fleiri flögg samtals vinnur viðureignina og eitt stig. Ef lið leika þriggja holu leik á jafn mörgum höggum fær hvort lið hálft flagg. Ef lið skilja jöfn með 3 flögg fær hvort lið hálft stig.

Fyrirmynd mótsins er PGA krakkagolf, og er sérstakt skorkort notað til að halda utan um stöðu leikja.

Einungis liðsfélagar geta verið kylfuberar.
Hvíta deildin – keppnin er leikin á eftirfarandi hátt:
Fyrsti keppnisdagur: Fyrsta umferð leika lið 1 gegn 2; 3 gegn 4; 5 gegn 6.
Fyrsti keppnisdagur: Önnur umferð leika lið 1 gegn 4; 3 gegn 6; 2 gegn 5.
Annar keppnisdagur: Þriðja umferð leika lið 1 gegn 3; 2 gegn 6; 4 gegn 5.
Annar keppnisdagur: Fjórða umferð leika lið 1 gegn 6; 2 gegn 4; 3 gegn 5.
Þriðji keppnisdagur: Fimmta umferð leika lið 1 gegn 5; 2 gegn 3; 4 gegn 6.
Gula, Bláa, Rauða og Græna deildin – keppnin er leikin á eftirfarandi hátt:
Fyrsti keppnisdagur: Fyrsta umferð leika lið 1 gegn 2; 3 gegn 4.
Annar keppnisdagur: Önnur umferð leika lið 1 gegn 3; 2 gegn 4.
Þriðji keppnisdagur: Þriðja umferð leika lið 1 gegn 4; 2 gegn 3.

Það lið sem hlýtur flest stig í Hvítu deildinni fær titilinn Íslandsmeistari golfklúbba 12 ára og yngri.

Það lið sem vinnur flest stig í neðri deildum fær titilinn Deildarmeistari viðkomandi deildar. Hljóti tvö lið jafnmörg stig í efsta sæti ræður innbyrðis viðureign. Ef innbyrðis viðureign var jöfn eða ef fleiri en tvö lið fá jafnmörg stig, fær það lið sem vinnur fleiri flögg efra sætið. Ef enn er jafnt ræður hlutkesti úrslitum.

Mótsstjórn mótsins 2024 skipa Úlfar Jónsson GKG, Dagur Ebenezersson GM, Berglind Björnsdóttir GR og Birgir Björn Magnússon, GK.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ