Golfsamband Íslands

Íslandsmót golfklúbba 2024 – Golfklúbbur Fjallabyggðar sigraði í 3. deild karla

#image_title

Íslandsmót golfklúbba 2024 í 3. deild karla fór fram á Kirkjubólsvelli hjá Golfklúbbi Sandgerðis dagana 16.-18. ágúst.

Alls voru 8 klúbbar sem tóku þátt.

Efsta liðið fer upp í 2. deild og neðsta liðið fellur í 4. deild.

Golfklúbbur Fjallabyggðar, GFB, og Golfklúbbur Borgarness, GB léku til úrslita um sigurinn.

Þar hafði GFB betur, 3-0. Golfklúbbur Byggðarholts, GBE, frá Eskifirði varð í þriðja sæti eftir 2-1 sigur gegn Golfklúbbi Húsavíkur um þriðja sætið.

Golfklúbburinn Mostri frá Stykkishólmi féll í 4. deild.

Smelltu hér fyrir úrslit í öllum leikjum í 3. deild karla.

Lokastaðan í 3. deild karla 2024.

1. Golfklúbbur Fjallabyggðar, GFB
2. Golfklúbbur Borgarnes, GB
3. Golfklúbbur Byggðarholts, GBE, Eskifjörður
4. Golfklúbbur Húsavíkur, GH
5. Golfklúbbur Ísafjarðar, GÍ
6. Golfklúbbur Hveragerðis, GHG
7. Golfklúbbur Öndverðarness, GÖ
8. Golfklúbburinn Mostri, GMS

Golfklúbbur Borgarness
Golfklúbbur Byggðarholts GBE Eskifjörður


Exit mobile version