Site icon Golfsamband Íslands

Íslandsmót golfklúbba 2024 – Golfklúbbur Grindavíkur sigraði í 4. deild karla

Golfklúbbur Grindavíkur.

Íslandsmót golfklúbba 2024 í 4. deild karla fór fram á Kálfatjarnarvelli hjá Golfklúbbi Vatnsleysustrandar dagana 16.-18. ágúst.

Golfklúbbur Grindavíkur, GG, sigraði Golfklúbbinn Jökul, GJÓ, frá Ólafsvík í úrslitaleiknum um sigurinn 2-1. Golfklúbbur Vatnsleysustrandar, GVS, sigraði Golfklúbb Norðfjarðar, GN, í leiknum um þriðja sætið. Golfklúbbur Sandgerðis, GSG, féll í 5. deild

Alls voru 8 klúbbar sem tóku þátt.

Efsta liðið fer upp í 3. deild og neðsta liðið fellur í 5. deild.

Smelltu hér fyrir úrslit í öllum leikjum í 4. deild karla.

Lokastaðan í 4. deild karla 2024:

1. Golfklúbbur Grindavíkur, GG
2. Golfklúbburinn Jökull, GJÓ, Ólafsvík.
3. Golfklúbbur Vatnsleysustrandar, GVS
4. Golfklúbbur Norðfjarðar, GN, Neskaupstaður.
5. Golfklúbbur Þorlákshafnar, GÞ
6. Golfklúbburinn Vestarr, GVG, Grundarfjörður.
7. Golfklúbburinn Geysir, GEY
8. Golfklúbbur Sandgerðis, GSG


Exit mobile version