Íslandsmót golfklúbba í 4. deild karla 2023 fór fram dagana 18.-20. ágúst. á Víkurvelli í Stykkishólmi. Leikinn var einn fjórmenningur og tveir tvímenningar í hverri umferð.
4. deild karla: Smelltu hér fyrir rástíma, stöðu og úrslit í Stykkishólmi:
Golfklúbburinn Mostri og Golfklúbbur Grindavíkur léku til úrslita þar sem að Mostri hafði betur 2-1. Golfklúbbur Sandgerðis endaði í þriðja sæti. Golfklúbbur Siglufjarðar féll í 5. deild.
A-riðill, lokastaða:
1. Golfklúbbur Sandgerðis, GSG
2. Golfklúbbur Grindavíkur, GG
3. Golfklúbbur Norðfjarðar, GN
4. Golfklúbburinn Vestarr, GVG
B-riðill, lokastaða:
1. Golfklúbbur Vatnsleysustrandar, GVS
2. Golfklúbburinn Mostri, GMS
3. Golfklúbbur Siglufjarðar, GKS
4. Golfklúbbur Þorlákshafnar, GÞ





Sindri Snær Alfreðsson, leikmaður Golfklúbbs Norðfjarðar, fór holu í höggi á 6. braut Víkurvallar í Stykkishólmi. Sindri var að spila fjórmenning með Sigurjón Egilssyni fyrir hönd Golfklúbbs Norðfjarðar gegn Golfklúbb Þorlakshafnar í 4. umferð. Sindri sló með 52 gráðu fleygjárni yfir víkina, lenti rétt fyrir framan holu, fékk eitt skopp yfir holuna þaðan sem boltinn spann til baka í holu.