Íslandsmót golfklúbba í 5.. deild karla 2023 fór fram dagana 18.-20. ágúst á Silfurnesvelli á Höfn í Hornafirði. Alls tóku 7 golfklúbbar þátt.
Golfklúbburinn Jökull frá Ólafsvík sigraði Golfklúbb Hornafjarðar í úrslitaleiknum um sæti í 4. deild að ári. Golfklúbbur Álftaness varð í þriðja sæti.
Golfklúbbur Álftaness lék gegn Golfklúbbi Hornafjarðar í undanúrslitum, og Golfklúbburinn Jökull lék gegn Golfklúbbi Hamars á Dalvík í hinum undanúrslitaleiknum.
5. deild karla: Smelltu hér fyrir rástíma, stöðu og úrslit á Höfn í Hornafirði:
A-riðill, lokastaða:
1. Golfklúbbur Álftaness, GÁ
2. Golfklúbburinn Hamar, Dalvík, GHD
3. Golfklúbbur Fljótsdalshéraðs, GFH
B-riðill, lokastaða:
1. Golfklúbburinn Jökull, GJÓ
2. Golfklúbbur Hornafjarðar, GHF
3. Golfklúbburinn Vík, GKV
4. Golfklúbburinn Dalbúi, GKD






