Íslandsmót golfklúbba í aldursflokkum 16 ára og yngri og 18 ára og yngri fór fram á Jaðarsvelli á Akureyri dagana 26.-28.júní. Keppt var í stúlkna – og piltaflokki.
Í fyrri hluta keppninnar hjá piltum U16 ára og U18 ára var leikinn höggleikur, 18 holur, og var raðað í riðla í holukeppninni eftir árangri liða í höggleikskeppninni.
Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar er Íslandsmeistari golfklúbba 2024 í piltaflokki 18 ára og yngri, Golfklúbbur Akureyrar varð í öðru sæti og Nesklúbburinn varð í þriðja sæti.
Piltar – 18 ára og yngri:
Alls voru átta klúbbar með lið í keppni 18 ára og yngri í piltaflokki. Leikið er af hvítum teigum.




Smelltu hér fyrir rástíma, stöðu og úrslit í holukeppninni:
Smelltu hér fyrir úrslit í höggleiknum:
Hér má sjá reglugerð um Íslandsmót golfklúbba 18 ára og yngri: