Auglýsing

Íslandsmót unglinga í höggleik 2023 fyrir aldurshópinn 15-21 árs fer fram á Vestmannaeyjavelli hjá Golfklúbbi Vestmannaeyja dagana 18.-20. ágúst 2023.

Skráningu lýkur sunnudaginn 13. ágúst 2023 kl. 23:59.

Smelltu hér til að skrá þig:

Íslandsmót unglinga í höggleik 15-21 árs í Vestmannaeyjum

Þátttakendur skulu skrá sig í mótið á fyrir kl. 23:59 á sunnudeginum 13. ágúst. Mótsgjald er 8.500 kr. Þátttökugjöld skulu greidd við skráningu. Engar undantekningar á skráningu í mótið verða leyfðar eftir að skráningu lýkur, þó svo laus sæti séu í mótið.

Keppt skal í eftirtöldum flokkum:

  • Stúlknaflokkur 15-16 ára, hámarksforgjöf 17,0
  • Stúlknaflokkur 17-21 árs, hámarksforgjöf 14,0
  • Piltaflokkur 15-16 ára, hámarksforgjöf 13,0
  • Piltaflokkur 17-21 árs, hámarksforgjöf 6,0

Aldur miðast við almanaksár.

Þátttökurétt í hverjum flokki hafa, í þessari röð:

Sextán efstu leikmenn á unglingastigalista GSÍ á yfirstandandi ári í viðkomandi

flokki, þegar skráningarfresti lýkur. Ef tveir eða fleiri leikmenn eru jafnir í 16. sæti skulu þeir báðir/allir fá þátttökurétt.

Sex efstu leikmenn í viðkomandi flokki á stigalista GSÍ á yfirstandandi ári, þegar

skráningarfresti lýkur. Ef tveir eða fleiri leikmenn eru með jafn mörg stig í 6. sæti skulu þeir báðir/allir fá þátttökurétt.

Aðrir leikmenn sem fjærst eru forgjafarmörkum í sínum flokki kl. 8:00 morguninn eftir að skráningarfresti lýkur. Standi val á milli keppenda með forgjöf jafn langt frá forgjafarmörkum skal hlutkesti ráða.

Hámarksfjöldi leikmanna er 140. Þó skulu að lágmarki 35 kylfingar fá þátttökurétt í hverjum flokki.

Allir flokkar leika 54 holu höggleik án forgjafar. Óheimilt er að hafa fleiri en þrjá keppendur í hverjum ráshóp.

Ef ekki er full skráning í einhverjum flokkum skulu þeir leikmenn sem fjærst eru forgjafarmörkum í sínum flokki (þar sem er umframskráning) fá þátttökurétt. Miðað er við forgjöf leikmanna kl. 8:00 morguninn eftir að skráningarfresti lýkur. Standi val á milli leikmanna með sömu forgjöf skal hlutkesti ráða.

Forfallist kylfingur eftir að rástímar 1. umferðar hafa verið gefnir út skal sá kylfingur á biðlista sem er með lægstu forgjöf í viðkomandi flokki fá þátttökurétt í ráshópi þess sem forfallaðist.

Ræst verður út af 1. teig með 10 mínútna millibili. Á fyrsta keppnisdegi er keppendum raðað af handahófi á rástíma en annan og þriðja dag verður raðað út eftir skori.

Athugið að kylfingur verður ekki afskráður úr mótinu eftir að rástímar hafa verið birtir.

Einn æfingahringur án endurgjalds er heimilaður. Keppnisvöllurinn verður opinn til æfinga fyrir skráða keppendur í síðasta lagi einum degi fyrir mót. Vinsamlegast hafið samband við klúbbinn til að panta rástíma. Athugið að greiða verður mótsgjaldið áður en æfingahringur er leikinn. Að auki eru æfingaboltar fyrir hring á keppnisdögum innifaldir í þátttökugjaldi. Athugið almennar reglur um æfingahring.

Vinsamlegast hafið samband við klúbbinn tímanlega til að bóka rástíma í æfingahringi

Verðlaun

Veitt verða verðlaun fyrir 1. – 3. sæti í öllum flokkum. Ef keppendur eru jafnir í fyrsta sæti þá verður leikinn bráðabani en að öðru gilda móta- og keppendareglur GSÍ. Ef keppendur eru jafnir í öðrum sætum skiptast stig og verðlaun jafnt á milli þeirra keppenda.

Verðlaunaafhending verður haldin strax að lokinni keppni í hverjum aldursflokki fyrir sig.

Leikmenn skulu skrá rafrænt skor.

Dómari: Þórður Ingason

Mótsstjórn: 

Birt með fyrirvara um breytingar.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ