Íslandsmót unglinga í höggleik í flokki 15-21 árs fór fram á Leirdalsvelli hjá Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar dagana 12.-14. ágúst.
Perla Sól Sigurbrandsdóttir, GR, sigraði í flokki 15-16 ára stúlkna. Hún lék hringina þrjá á +6 samtals eða 219 höggum. Karen Lind Stefánsdóttir, GKG, varð önnur á 229 höggum og Helga Signý Sigurpálsdóttir, GR varð þriðja á 232 höggum.
Perla Sól sigraði á Íslandsmótinu í golfi 2022 í fullorðinsflokki í Vestmanneyjum – og er því tvöfaldur Íslandsmeistari á þessu ári. Hún er einnig Evrópumeistari í stúlknaflokki 16 ára og yngri.
Smelltu hér fyrir rástíma, stöðu og úrslit.
Á þessum keppnisvelli léku þrír aldursflokkar, 15-16 ára stúlkur, drengir, 17-18 ára stúlkur, drengir og 19-21 árs stúlknur og drengir. Allir flokkar léku 54 holu höggleik án forgjafar.
Alls tóku 111 keppendur þátt og komu þeir frá 12 mismunandi klúbbum. Flestir voru frá GR eða 24, og GKG var með 23 keppendur. GM var með 20 og flesta keppendur í stúlknaflokkunum eða 10 alls.
Golfklúbbur | Stúlkur | Piltar | Fjöldi |
GA – Golfklúbbur Akureyrar | 1 | 8 | 9 |
GB – Golfklúbbur Borgarness | 0 | 1 | 1 |
GKG- Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar | 7 | 16 | 23 |
GM – Golfklúbbur Mosfellsbæjar | 10 | 10 | 20 |
GR – Golfklúbbur Reykjavíkur | 6 | 18 | 24 |
GOS – Golfklúbbur Selfoss | 1 | 6 | 7 |
GSS – Golfklúbbur Skagafjarðar | 1 | 0 | 1 |
GS – Golfklúbbur Suðurnesja | 1 | 2 | 3 |
GV – Golfklúbbur Vestmannaeyja | 0 | 2 | 2 |
GK – Golfklúbburinn Keilir | 0 | 8 | 8 |
GL – Golfklúbburinn Leynir | 0 | 4 | 4 |
NK – Nesklúbburinn | 0 | 8 | 8 |
Keppt er í eftirtöldum flokkum:
Stúlknaflokkur 15-16 ára, hámarksforgjöf 17,0
Stúlknaflokkur 17-18 ára, hámarksforgjöf 17,0
Stúlknaflokkur 19-21 árs, hámarksforgjöf 14,0
Piltaflokkur 15-16 ára, hámarksforgjöf 13,0
Piltaflokkur 17-18 ára, hámarksforgjöf 9,0
Piltaflokkur 19-21 árs, hámarksforgjöf 6,0
Verðlaun
Veitt verða verðlaun fyrir 1. – 3. sæti í öllum flokkum. Ef keppendur eru jafnir í fyrsta sæti þá verður leikinn bráðabani en að öðru gilda móta- og keppendareglur GSÍ. Ef keppendur eru jafnir í öðrum sætum skiptast stig og verðlaun jafnt á milli þeirra keppenda.
Verðlaunaafhending verður haldin strax að lokinni keppni í hverjum aldursflokki fyrir sig.
Annað
Leikmenn skulu skrá rafrænt skor.
Dómari: Þorgrímur „Toggi“ Björnsson
Mótsstjórn: Úlfar Jónsson, Stefanía Kristín Valgeirsdóttir, Brynjar Geirsson, Kristín María Þorsteinsdóttir, Ólafur Björn Loftsson.
Birt með fyrirvara um breytingar.