Site icon Golfsamband Íslands

Íslandsmót unglinga 2024 í höggleik 14 ára og yngri – opið fyrir skráningu

#image_title

Íslandsmót unglinga í höggleik 2024 í aldursflokknum 14 ára og yngri fer fram á Nesvelli hjá Nesklúbbnum dagana 16.-18. ágúst.

Opið er fyrir skráningu. Þátttakendur skulu skrá sig í mótið á fyrir kl. 23:59 á sunnudeginum 11. ágúst 2024.

Smelltu hér til að skrá þig:

Mótsgjald er 8.500 kr. Þátttökugjöld skulu greidd við skráningu. Engar undantekningar á skráningu í mótið verða leyfðar eftir að skráningu lýkur, þó svo laus sæti séu í mótið. Keppt skal samkvæmt gildandi reglugerð um Íslandsmót í golfi í unglingaflokkum 14 ára og yngri ásamt móta- og keppendareglum GSÍ.

Keppt er í eftirtöldum flokkum:

Aldur miðast við almanaksár.

Þátttökurétt í hverjum flokki hafa leikmenn með lægstu forgjöf kl. 8:00 morguninn eftir að skráningarfresti lýkur. Standi val á milli keppenda með sömu forgjöf skal hlutkesti ráða.

Hámarksfjöldi leikmanna er 96, að hámarki 24 í hverjum flokki.

Ef ekki er full skráning í einhverjum flokkum skulu þeir leikmenn sem fjærst eru forgjafarmörkum í sínum flokki (þar sem er umframskráning) fá þátttökurétt. Miðað er við forgjöf leikmanna kl. 8:00 morguninn eftir að skráningarfresti lýkur. Standi val á milli leikmanna með sömu forgjöf skal hlutkesti ráða.

Forfallist kylfingur eftir að rástímar 1. umferðar hafa verið gefnir út skal sá kylfingur á biðlista sem er með lægstu forgjöf í viðkomandi flokki fá þátttökurétt í ráshópi þess sem forfallaðist.

Leikið verður af teigum nr. 44. Á fyrsta keppnisdegi er keppendum raðað af handahófi á rástíma en annan og þriðja dag verður raðað út eftir skori.

Allar breytingar á skráningu í mótið ber að senda tímanlega með tölvupósti á motanefnd@golf.is. Athugið að kylfingur verður ekki afskráður úr mótinu eftir að rástímar hafa verið birtir.

Einn æfingahringur án endurgjalds er heimilaður. 

Formlegir æfingadagar eru miðvikudaginn 14. ágúst og fimmtudaginn 15. ágúst. Vinsamlegast hafið samband við klúbbinn á skrifstofutíma til að bóka rástíma. Bóka þarf æfingahring hjá klúbbnum fyrir kl. 17 föstudaginn 9. ágúst í síma 561-1930. Athugið að greiða verður mótsgjaldið áður en æfingahringur er leikinn. Athugið almennar reglur um æfingahring.

Veitt verða verðlaun fyrir 1. – 3. sæti í öllum flokkum. Ef keppendur eru jafnir í fyrsta sæti þá verður leikinn bráðabani en að öðru gilda móta- og keppendareglur GSÍ. Ef keppendur eru jafnir í öðrum sætum skiptast stig og verðlaun jafnt á milli þeirra keppenda.

Verðlaunaafhending verður haldin strax að lokinni keppni í hverjum aldursflokki fyrir sig.

Dómari: Erling Sigurðsson, Eggert Eggertsson 

Mótsstjórn: Brynjar Geirsson, Haukur Óskarsson, Erling Sigurðsson, Eggert Eggertsson 

Birt með fyrirvara um breytingar.

Exit mobile version