/

Deildu:

Auglýsing

Íslandsmót unglinga fer fram um helgina á Leirdalsvelli hjá Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar. Keppt er að venju í þremur aldursflokkum hjá báðum kynjum. Aldursflokkarnir eru 17-18 ára, 15-16 ára og 14 ára og yngri.

Alls eru rúmlega 120 keppendur skráðir til leiks og er útlit fyrir spennandi keppni að venju. Glæsilegt lokahóf verður á sunnudagskvöld í mótslok í íþróttamiðstöð GKG og hefst skemmtunin kl. 20.00. Þar verður sameiginleg verðlaunahafhending hjá Íslandsbankamótaröðinni og Áskorendamótaröðinni en sú keppni fer fram á Gufudalsvelli í Hvergerði um næstu helgi.

 

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ