Auglýsing

Íslandsmót unglinga hófst föstudaginn 22. júní á Hólmsvelli í Leiru hjá Golfklúbbi Suðurnesja. Alls eru 148 keppendur skráðir til leiks. Keppt er í fjórum aldursflokkum hjá báðum kynjum. Aldursflokkarnir eru 14 ára og yngri, 15-16 ára, 17-18 ára og 19-21 árs.

Alls eru 13 klúbbar með keppendur á þessu Íslandsmóti unglinga. Flestir keppendur eru frá GKG eða 39 alls og GR kemur þar á eftir með 30 keppendur.

Meðalforgjöf keppenda er 9,2 en lægsta forgjöfin er -2. Alls eru 14 keppendur með 0 eða lægra í forgjöf.

Klúbbur Fjöldi keppenda
Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar GKG 39
Golfklúbbur Reykjavíkur GR 30
Golfklúbbur Mosfellsbæjar GM 17
Golfklúbburinn Keilir GK 11
Golfklúbbur Akureyrar GA 10
Golfklúbbur Selfoss GOS 8
Nesklúbburinn NK 7
Golfklúbbur Vestmannaeyja GV 7
Golfklúbburinn Leynir GL 7
Golfklúbbur Suðurnesja GS 7
Golfklúbburinn Hamar Dalvík GHD 4
Golfklúbbur Álftaness 1
Golfklúbbur Ísafjarðar 1

 

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ