Golfsamband Íslands

Íslandsmót unglinga í holukeppni 2021 – Fjóla Margrét Íslandsmeistari í flokki 14 ára og yngri

Íslandsmót unglinga í holukeppni fór fram á Grafarholtsvelli hjá Golfklúbbi Reykjavíkur dagana 13.-15. ágúst. Rúmlega 100 keppendur tóku þátt og keppt í fjórum aldursflokkum., 14 ára og yngri, 15-16 ára, 17-18 ára og 19-21 árs.

Fjóla Margrét Viðarsdóttir, GS, sigraði Evu Kristinsdóttur, GM, í úrslitaleiknum 4/3. Vala María Sturludóttir, GL, varð þriðja eftir 3/1 sigur gegn Pamelu Ósk Hjaltadóttur, GR, í leik um þriðja sætið.

Smelltu hér fyrir úrslit leikja, stöðu og rástíma.

Smelltu hér fyrir upplýsingar um mótið

Myndir frá mótinu eru hér:

<strong>Fjóla Margrét Viðarsdóttir GS MyndKMÞ<strong>
<strong>Frá vinstri Eva Kristinsdóttir GM Fjóla Margrét Viðarsdóttir GS og Vala María Sturludóttir GL MyndKMÞ<strong>

14 ára og yngri stelpur

Fjóla Margrét Viðarsdóttir, GS, sigraði Evu Kristinsdóttur, GM, í úrslitaleiknum 4/3. Vala María Sturludóttir, GL, varð þriðja eftir 3/1 sigur gegn Pamelu Ósk Hjaltadóttur, GR, í leik um þriðja sætið.

Fr

Leikfyrirkomulag

Leikin er útsláttarkeppni án forgjafar:

1. umferð föstudagur: 16 manna holukeppni
2. umferð laugardagur: 8 manna holukeppni þeirra sem áfram komast
3. umferð laugardagur: Undanúrslit, 4 manna holukeppni þeirra sem áfram komast
4. umferð sunnudagur: Úrslit, leikur um 3. sæti og úrslitaleikur

Röðun leikmanna í 16 manna úrslitum er samkvæmt skráningarröð þátttakenda (þátttökuréttur). Stigahæsti leikmaður á stigamótaröð unglinga leikur við þann stigalægsta (eða leikmanninn með hæstu forgjöf kl. 8:00 morguninn eftir að skráningarfresti lýkur ef teknir eru inn leikmenn án stiga á stigamótaröðinni), leikmaðurinn með næst flest stiga á stigamótaröð unglinga leikur við þann næst stigalægsta (eða leikmanninn með næst hæstu forgjöf kl. 8:00 morguninn eftir að skráningarfresti lýkur ef teknir eru inn leikmenn án stiga á stigamótaröðinni) o.s.frv.

Ef keppendur í tilteknum flokki eru 8 eða færri er 16 manna úrslitum sleppt og keppendur fara beint í 8 manna úrslit, með sambærilegri röðun og lýst er varðandi 16 manna úrslit.

Rástímar og ráshópar

Rástímar verða birtir í síðasta lagi á miðvikudeginum fyrir mót. 

Þátttökurréttur

Þátttökurétt í hverjum flokki hafa, í þessari röð:

  1. Sextán stigahæstu leikmenn á stigamótaröð unglinga þegar skráningarfrestur rennur út.
    Séu leikmenn jafnir í sæti á stigamótaröðinni telst sá ofar sem náð hefur efra sæti á
    öðrum stigamótum ársins. Séu leikmenn þá enn jafnir ræður hlutkesti.
  2. Aðrir leikmenn með stig á stigamótaröð unglinga þegar skráningarfrestur rennur út. Röð
    ákvarðast af sætum á stigamótaröðinni. Séu leikmenn jafnir í sæti á stigamótaröðinni telst sá ofar sem náð hefur efra sæti á öðrum stigamótum ársins. Séu leikmenn þá enn jafnir ræður hlutkesti.
  3. Aðrir leikmenn sem uppfylla þátttökuskilyrði. Röð ákvarðast af forgjöf kl. 8:00 morguninn eftir að skráningarfresti lýkur. Standi val á milli leikmanna með sömu forgjöf skal hlutkesti ráða.

Keppt skal í eftirtöldum flokkum, aldur miðast við almanaksár.

Stelpnaflokkur 14 ára og yngri – rauðir teigar

Telpnaflokkur  15-16 ára – bláir teigar

Stúlknaflokkur 17-18 ára – bláir teigar

Stúlknaflokkur 19-21 árs – bláir teigar

Strákaflokkur 14 ára og yngri – bláir teigar

Drengjaflokkur 15-16 ára – gulir teigar

Piltaflokkur 17-18 ára – hvítir teigar

Piltaflokkur 19-21 árs – hvítir teigar

Skráðir kylfingar sem ekki fá þátttökurétt vegna hámarksfjölda fara á biðlista í sínum flokki. Röð keppenda á biðlista ræðst af röð þeirra á stigalista og að því frátöldu af forgjöf kl. 8:00 morguninn eftir að skráningarfresti lýkur.

Verði forföll fyrir fyrsta keppnisdag verður haft samband við kylfinga á biðlista og þeim boðin þátttaka. Kylfingar á biðlista geta mætt á keppnisstað að morgni fyrsta keppnisdags og verið til taks ef forföll verða. Viðkomandi þurfa að gefa sig fram við afgreiðslu.

Mótsgjald er 4.500 kr. í öllum flokkum. Komist keppandi ekki inn í mótið mun hann fá endurgreitt í vikunni eftir mótið.

Þátttökugjöld skulu greidd við skráningu. Þátttökugjald fæst einungis endurgreitt séu forföll boðuð eigi síðar en kl. 18:00, þremur dögum fyrir fyrsta keppnisdag.

Æfingahringur

Einn æfingahringur er innifalinn í mótsgjaldi. Keppnisvöllurinn verður opinn til æfinga fyrir skráða keppendur í síðasta lagi einum degi fyrir mót. En athugið að greiða verður mótsgjaldið áður en æfingahringur er leikinn.

Þriðjudagur 10. ágúst

Frá kl.10:08 til 10:59

Frá kl.14:06 til 14:57

Miðvikudagur 11. ágúst

Frá kl.10:08 til 10:59

Frá kl.14:14 til 15:05

Fimmtudagur 12. ágúst

Frá kl.10:08 til 10:59

Frá kl.14:06 til 14:57

Bóka þarf æfingahringi á netfangið dora@grgolf.is fyrir kl.12:00 mánudaginn 9. ágúst.

Víti fyrir brot á keppnisskilmála:

Höggleikur – Tvö högg fyrir hverja holu þar sem brotið átti sér stað; hámarksvíti í hverri umferð – Fjögur högg (tvö högg á holu á fyrstu tveimur holunum þar sem eitthvert brot átti sér stað).

Holukeppni – Við lok leiks um holu, þar sem brot hefur komið í ljós er leikstaðan leiðrétt með því að draga frá eina holu fyrir hverja holu þar sem brotið átti sér stað; hámarksvíti í hverri umferð – Tvær holur.

Ef brot uppgötvast á milli leiks um tvær holur telst það hafa uppgötvast við leik á næstu holu og vítinu er beitt samkvæmt því.

Kylfingur sem hefur kylfubera verður, strax og í ljós kemur að brot hafi verið framið, að tryggja að hann hafi ekki kylfubera það sem eftir er hinnar fyrirskipuðu umferðar. Að öðrum kosti sætir leikmaðurinn frávísun.

Verðlaun

Veitt verða verðlaun fyrir 1. – 3. sæti í öllum flokkum.

Verðlaunaafhending 

Verðlaunaafhending er haldin strax að lokinni keppni í hverjum aldursflokki fyrir sig.

Annað:

Bent er á Áskorendamótaröðin fer fram miðvikudaginn 11. ágúst á Korpúlfsstaðavelli (Landið) og verður opnað fyrir skráningu bráðlega.

Hér má sjá stöðu á stigalistum.

Birt með fyrirvara um breytingar.

Exit mobile version