Íslandsmót unglinga í holukeppni 2022 fór fram á Hlíðavelli í Mosfellsbæ dagana 27.-29. ágúst.
Leikin var útsláttarkeppni án forgjafar.
Gunnar Þór Heimisson, GKG, sigraði í flokki 13-14 ára. Í úrslitaleiknum var Guðlaugur Þór Þórðarson, GL, mótherji Gunnars Þórs en úrslitaleiknum lauk með 4/2 sigri sigri Gunnars Þórs.
Arnar Heimir Gestsson, GKG, varð þriðji en hann sigraði Hafstein Thor Guðmundsson, GHD, 2/0 í leiknum um bronsverðlaunin.
Á leið sinni að titlinum sigraði Gunnar Þór, Thomas Ásgeir Johnstone, GKG, 1/0 í 16-manna úrslitum. Hann sigraði Óliver Elí Björnsson, GK, 4/2 í 8-manna úrslitum. Í undanúrslitum sigraði Gunnar Þór, Hafstein Thor Guðmundsson, GHD, 3/2.
Smelltu hér fyrir myndir frá Íslandsmóti unglinga í holukeppni 2022.
Smelltu hér fyrir úrslit leikja:
Smelltu hér fyrir upplýsingar um mótið.