/
- Pistlahöfundur: Kristín
Deildu:
Íslandsmót 2023-2028
Íslandsmótið í golfi fer fram 4.-7. ágúst 2022 á Vestmannaeyjavelli. Keppt verður í karla- og kvennaflokki en leiknar verða 72 holur. Sýnt verður beint frá mótinu á RÚV 6. og 7. ágúst.
Reglugerð
OWRG
WAGR
Stigalistar GSÍ
Íslandsmeistarar frá upphafi
Skráning
Íslandsmótið í golfi fer fram 4.-7. ágúst 2022 á Vestmannaeyjavelli. Keppt verður í karla- og kvennaflokki en leiknar verða 72 holur. Sýnt verður beint frá mótinu á RÚV 6. og 7. ágúst.
Golfsamband Íslands er framkvæmdaraðili mótsins í samstarfi við þá golfklúbba þar sem mótin fara fram. Íslandsmótið 2022 verður það fimmta í röðinni í Vestmannaeyjum frá því að völlurinn var stækkaður í 18 holur en fyrir þann tíma hafði mótið farið fjórum sinnum fram á Vestmanneyjavelli þegar völlurinn var 9 holur.
Íslandsmótið í golfi fór fyrst fram í Vestmannaeyjum árið 1959 þar sem að heimamaðurinn Sveinn Ársælsson sigraði.
Á næsta áratug fór mótið þrisvar sinnum til viðbótar fram í Vestmannaeyjum. Óttar Yngvason (GR) vann árið 1962, Magnús Guðmundsson (GA) árið 1964. Árið 1968 var tvöfaldur sigur hjá GS þar sem að Þorbjörn Kjærbo og Guðfinna Sigurþórsdóttir sigruðu. Það var jafnframt í annað sinn sem keppt var um Íslandsmeistaratitlinn í kvennaflokki.
Það liðu 35 ár þar til að Íslandsmótið fór fram að nýju í Eyjum. Birgir Leifur Hafþórsson (GL) og Karen Sævarsdóttir (GS) sigruðu árið 1996. Karen er dóttir Guðfinnu sem sigraði árið 1968. Árið 2003 sigraði Birgir Leifur á ný og þá fyrir GKG og Ragnhildur Sigurðardóttir (GR) sigraði í kvennaflokki. Kristján Þór Einarsson (GM) og Helena Árnadóttir (GR) sigruðu árið 2008. Árið 2018 sigraði Keilir tvöfalt þegar Axel Bóasson og Guðrún Brá Björgvinsdóttir fögnuðu Íslandsmeistaratitlinum.
Ár | Karlaflokkur | Kvennaflokkur |
1942 | Gísli Ólafsson |
|
1943 | Gísli Ólafsson |
|
1944 | Gísli Ólafsson |
|
1945 | Þorvaldur Ásgeirsson |
|
1946 | Sigtryggur Júlíusson |
|
1947 | Ewald Berndsen |
|
1948 | Jóhannes G. Helgason |
|
1949 | Jón Egilsson |
|
1950 | Þorvaldur Ásgeirsson |
|
1951 | Þorvaldur Ásgeirsson |
|
1952 | Birgir Sigurðsson |
|
1953 | Ewald Berndsen |
|
1954 | Ólafur Á. Ólafsson |
|
1955 | Hermann Ingimarsson |
|
1956 | Ólafur Á. Ólafsson |
|
1957 | Sveinn Ársælsson |
|
1958 | Magnús Guðmundsson |
|
1959 | Sveinn Ársælsson |
|
1960 | Jóhann Eyjólfsson |
|
1961 | Gunnar Sólnes |
|
1962 | Óttar Yngvason |
|
1963 | Magnús Guðmundsson |
|
1964 | Magnús Guðmundsson |
|
1965 | Magnús Guðmundsson |
|
1966 | Magnús Guðmundsson |
|
1967 | Gunnar Sólnes | Guðfinna Sigurþórsdóttir |
1968 | Þorbjörn Kjærbo | Guðfinna Sigurþórsdóttir |
1969 | Þorbjörn Kjærbo | Elísabet Möller |
1970 | Þorbjörn Kjærbo | Jakobína Guðlaugsdóttir |
1971 | Björgvin Þorsteinsson | Guðfinna Sigurþórsdóttir |
1972 | Loftur Ólafsson | Jakobína Guðlaugsdóttir |
1973 | Björgvin Þorsteinsson | Jakobína Guðlaugsdóttir |
1974 | Björgvin Þorsteinsson | Jakobína Guðlaugsdóttir |
1975 | Björgvin Þorsteinsson | Kristín Pálsdóttir |
1976 | Björgvin Þorsteinsson | Kristín Pálsdóttir |
1977 | Björgvin Þorsteinsson | Jóhanna Ingólfsdóttir |
1978 | Hannes Eyvindsson | Jóhanna Ingólfsdóttir |
1979 | Hannes Eyvindsson | Jóhanna Ingólfsdóttir |
1980 | Hannes Eyvindsson | Sólveig Þorsteinsdóttir |
1981 | Ragnar Ólafsson | Sólveig Þorsteinsdóttir |
1982 | Sigurður Pétursson | Sólveig Þorsteinsdóttir |
1983 | Gylfi Kristinsson | Ásgerður Sverrisdóttir |
1984 | Sigurður Pétursson | Ásgerður Sverrisdóttir |
1985 | Sigurður Pétursson | Ragnhildur Sigurðardóttir |
1986 | Úlfar Jónsson | Steinunn Sæmundsdóttir |
1987 | Úlfar Jónsson | Þórdís Geirsdóttir |
1988 | Sigurður Sigurðsson | Steinunn Sæmundsdóttir |
1989 | Úlfar Jónsson | Karen Sævarsdóttir |
1990 | Úlfar Jónsson | Karen Sævarsdóttir |
1991 | Úlfar Jónsson | Karen Sævarsdóttir |
1992 | Úlfar Jónsson | Karen Sævarsdóttir |
1993 | Þorsteinn Hallgrímsson | Karen Sævarsdóttir |
1994 | Sigurpáll G. Sveinsson | Karen Sævarsdóttir |
1995 | Björgvin Sigurbergsson | Karen Sævarsdóttir |
1996 | Birgir Leifur Hafþórsson | Karen Sævarsdóttir |
1997 | Þórður E. Ólafsson | Ólöf M. Jónsdóttir |
1998 | Sigurpáll G. Sveinsson | Ragnhildur Sigurðardóttir |
1999 | Björgvin Sigurbergsson | Ólöf M. Jónsdóttir |
2000 | Björgvin Sigurbergsson | Kristín E. Erlendsdóttir |
2001 | Örn Æ. Hjartarson | Herborg Arnardóttir |
2002 | Sigurpáll G. Sveinsson | Ólöf M. Jónsdóttir |
2003 | Birgir Leifur Hafþórsson | Ragnhildur Sigurðardóttir |
2004 | Birgir Leifur Hafþórsson | Ólöf M. Jónsdóttir |
2005 | Heiðar Davíð Bragason | Ragnhildur Sigurðardóttir |
2006 | Sigmundur Einar Másson | Helena Árnadóttir |
2007 | Björgvin Sigurbergsson | Nína Björk Geirsdóttir |
2008 | Kristján Þór Einarsson | Helena Árnadóttir |
2009 | Ólafur Björn Loftsson | Valdís Þóra Jónsdóttir |
2010 | Birgir Leifur Hafþórsson | Tinna Jóhannsdóttir |
2011 | Axel Bóasson | Ólafía Þórunn Kristinsdóttir |
2012 | Haraldur Franklín Magnús | Valdís Þóra Jónsdóttir |
2013 | Birgir Leifur Hafþórsson | Sunna Víðisdóttir |
2014 | Birgir Leifur Hafþórsson | Ólafía Þórunn Kristinsdóttir |
2015 | Þórður Rafn Gissurarson | Signý Arnórsdóttir |
2016 | Birgir Leifur Hafþórsson | Ólafía Þórunn Kristinsdóttir |
2017 | Axel Bóasson | Valdís Þóra Jónsdóttir |
2018 | Axel Bóasson | Guðrún Brá Björgvinsdóttir |
2019 | Guðmundur Ágúst Kristjánsson | Guðrún Brá Björgvinsdóttir |
2020 | Bjarki Pétursson | Guðrún Brá Björgvinsdóttir |
2021 | Aron Snær Júlíusson | Hulda Clara Gestsdóttir |
Það eru mörg handtök sem þarf til að stórt mót á borð við Íslandsmótið takist vel. Því er nauðsynlegt að eiga góða sjálfboðaliða að sem geta stigið inn í hin ýmsu verkefni. Dæmi um verkefni sjálfboðaliða eru móttaka skorkorta, eftirlit með rafrænni skorskráningu og fleira.
2023 Golfklúbburinn Oddur – Urriðavöllur
2024 Golfklúbbur xx – xxvöllur
2025 Golfklúbbur xx – xxvöllur
2026 Golfklúbbur xx – xxvöllur
- Herjólfur
- Samband við skrifstofu GV vegna æfingahringja
- Hlekkur á beina útsendingu á RÚV
- Yfirlitskort af svæðinu fyrir áhorfendurísir
- Vallarvísir
Hlekkir á útsendingar frá Íslandsmótinu í golfi síðustu ár.
Hvaða skor dugir til sigurs?
Vestmannaeyjavöllur er par 70, 5.403 metrar af hvítum teigum og 4.839 metrar af bláum teigum. Vallarmetið, 63 högg eða -7, af hvítum teigum er 16 ára gamalt og það á Helgi Dan Steinsson. Sunna Víðisdóttir á vallarmetið af bláum teigum, 67 högg eða -3, og það setti hún árið 2012.
Þrátt fyrir að Vestmannaeyjavöllur sé ekki sá lengsti á landinu þá hafa keppendur á undanförnum Íslandsmótum sem fram hafa farið í Eyjum glímt við erfiðan keppnisvöll.
Íslandsmótið 2022 er það fimmta í röðinni í Vestmannaeyjum frá því að völlurinn var stækkaður í 18 holur. Birgir Leifur Hafþórsson hefur tvívegis fagnað sigri í Eyjum, í fyrra skiptið árið 1996 þegar hann lék á +3 samtals. Árið 2018 lék Axel á -12 samtals og er það besta skorið á Íslandsmóti í Eyjum eftir að völlurinn varð 18 holur.
Árið 2008 voru þrír keppendur jafnir á +4 í karlaflokki eftir 72 holur og úrslitin réðust í umspili. Guðrún Brá Björgvinsdóttir á besta skorið í kvennaflokki á Íslandsmóti í Eyjum. Hún lék á +8 samtals árið 2018.
1996
Karlar, þrír efstu:
Birgir Leifur Hafþórsson, GL (69-64-73-77) 283 högg (+3)
Þorsteinn Hallgrímsson, GV (70-74-74-72) 290 (+10)
Björgvin Þorsteinsson, GA (71-70-76-75) 292 högg (+12)
Kristinn Gústaf Bjarnason, GL (74-71-75-72) 292 högg (+12)
Konur, þrjár efstu:
Karen Sævarsdóttir, GS (75-80-73-77) 305 högg (+25)
Herborg Arnarsdóttir, GR (81-83-80-76) 320 högg (+30)
Ólöf María Jónsdóttir, GK (80-80-79-83) 322 (+32)
2003
Karlar, þrír efstu:
Birgir Leifur Hafþórsson, GKG (67-65-71-73) 276 högg (-4)
Sigurpáll Geir Sveinsson, GA (68-68-70-75) 281 högg (+1)
Örn Ævar Hjartarson, GS (69-72-69-72) 282 högg (+2)
Konur, þrjár efstu:
Ragnhildur Sigurðardóttir, GR (78-74-68-75) 295 högg (+15)
Ólöf María Jónsdóttir, GK (77 -71-78-82) 308 högg (+28)
Þórdís Geirsdóttir, GK (77-77-79-81) 314 högg (+34)
2008
Karlar, þrír efstu:
Kristján Þór Einarsson, GM (70-72-73-69) 284 högg (+4)
Heiðar Davíð Bragason, GR (69-67-68-80) 284 högg (+4)
Björgvin Sigurbergsson, GK (66-74-69-75) 284 högg (+4)
Konur, þrjár efstu:
Helena Árnadóttir, GR (82-72-77-77) 308 högg (+28)
Nína Björk Geirsdóttir, GM (79-75-76-78) 308 högg (+28)
Tinna Jóhannsdóttir, GK (77-77-79-78) 311 högg (+31)
2018
Karlar, þrír efstu:
Axel Bóasson, GK (65-67-70-66) 268 högg (-12)
Björn Óskar Guðjónsson, GM (66-69-68-67) 270 högg (-10)
Haraldur Franklín Magnús, GR (72-62-71-66) 271 högg (-9)
Konur, þrjár efstu:
Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK (70-75-72-71) 288 högg (+8)
Saga Traustadóttir, GR (72-76-79-72) 299 högg (+19)
Helga Kristín Einarsdóttir, GK (73-73-75-83) 304 högg (+24)