Íslandsmótið í golfi hefst fimmtudaginn 26. júlí í Vestmannaeyjum. Mótið er hluti af Eimskipsmótaröðinni og keppendahópurinn er gríðarlega sterkur.
Keilismaðurinn Axel Bóasson, Íslandsmeistari 2017, mætir í titilvörnina ásamt fjölda annarra sterkra kylfinga. Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni er í verkefni erlendis á sterkustu atvinnumótaröð Evrópu og tekur því ekki þátt að þessu sinni.
Alls eru 130 keppendur skráðir til leiks, 99 karlar og konurnar eru 31.
Frá árinu 2001 hafa konurnar aðeins einu sinni verið fleiri skráðar til leiks. Árið 2014 kepptu 33 konur á Íslandsmótinu sem fram fór á Leirdalsvelli hjá GKG.
Íslandsmót í karlaflokki í golfi fór fram í fyrsta sinn árið 1942 og verður mótið í Vestmannaeyjum í ár það 77. í sögunni. Fyrstu fjögur árin var keppt í holukeppni á Íslandsmótinu en frá árinu 1946 hefur verið keppt í höggleik. Í kvennaflokki fór fyrsta Íslandsmótið fram árið 1967 og er keppt í kvennaflokki í 51. sinn.
Hér fyrir neðan eru ýmsar upplýsingar um mótið, keppendur og áhugaverðar staðreyndir.
Vallarmet:
Vestmannaeyjavöllur (par 70)
Hvítir teigar: -7
Helgi Dan Steinsson, GR – 63 högg (2002)
Bláir teigar: -3
Sunna Víðisdóttir, GR – 67 högg (2012)
Fjöldi keppenda á Íslandsmótinu í golfi frá árinu 2001.
Ár | Klúbbur | Völlur | Karlar | Konur | Samtals | |
2001 | Golfklúbbur Reykjavíkur | GR | Grafarholt | 127 | 19 | 146 |
2002 | Golfklúbbur Hellu | GHR | Strandarvöllur | 129 | 22 | 151 |
2003 | Golfklúbbur Vestmannaeyja | GV | Vestmannaeyjavöllur | 94 | 16 | 110 |
2004 | Golfklúbburinn Leynir | GL | Garðavöllur | 89 | 17 | 106 |
2005 | Golfklúbbur Suðurnesja | GS | Hólmsvöllur í Leiru | 111 | 26 | 137 |
2006 | Golfklúbburinn Oddur | GO | Uriðavöllur | 109 | 14 | 123 |
2007 | Golfklúbburinn Keilir | GK | Hvaleyrarvöllur | 126 | 22 | 148 |
2008 | Golfklúbbur Vestmannaeyja | GV | Vestmannaeyjar | 103 | 16 | 119 |
2009 | Golfklúbbur Reykjavíkur | GR | Grafarholt | 126 | 29 | 155 |
2010 | Golfklúbbur Kiðjabergs | GKB | Kiðjabergsvöllur | 121 | 17 | 138 |
2011 | Golfklúbbur Suðurnesja | GS | Hólmsvöllur í Leiru | 111 | 24 | 135 |
2012 | Golfklúbbur Hellu | GH | Strandarvöllur | 123 | 28 | 151 |
2013 | Golfklúbbur Reykjavíkur | GR | Korpuvöllur | 114 | 25 | 139 |
2014 | Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar | GKG | Leirdalur | 106 | 33 | 139 |
2015 | Golfklúbburinn Leynir | GL | Garðavöllur | 120 | 22 | 142 |
2016 | Golfklúbbur Akureyrar | GA | Jaðarsvöllur | 107 | 31 | 138 |
2017 | Golfklúbburinn Keilir | GK | Hvaleyrarvöllur | 112 | 29 | 141 |
2018 | Golfklúbbur Vestmannaeyja | GV | Vestmannaeyjavöllur | 99 | 31 | 130 |
Meðaltal | 113 | 23 | 136 |
Keppendur á Íslandsmótinu í golfi 2018 koma frá 17 klúbbum víðsvegar af landinu.
Flestir keppendur eru frá Golfklúbbi Reykjavíkur eða 35 alls. GKG er með 25 keppendur og Keilir 20.
Golfklúbbur Reykjavíkur | GR | 35 |
Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar | GKG | 25 |
Golfklúbburinn Keilir | GK | 20 |
Golfklúbbur Mosfellsbæjar | GM | 14 |
Golfklúbbur Vestmannaeyja | GV | 9 |
Golfklúbbur Akureyrar | GA | 9 |
Golfklúbbur Selfoss | GOS | 3 |
Golfklúbbur Setbergs | GSE | 2 |
Golfklúbbur Suðurnesja | GS | 2 |
Golfklúbburinn Hamar Dalvík | GHD | 2 |
Golfklúbbur Fjallabyggðar | GFB | 2 |
Golfklúbbur Borgarness | GB | 2 |
Nesklúbburinn | NK | 1 |
Golfklúbburin Jökull Ólafsvík | GJÓ | 1 |
Golfklúbbur Hellu | GHR | 1 |
Golfklúbbur Hveragerðis | GHG | 1 |
Golfklúbbur Fljótsdalshéraðs | GFH | 1 |
Haraldur Franklín Magnús úr GR mætir til Eyja beint frá Carnoustie í Skotlandi þar sem hann tók þátt á Opna breska meistaramótinu.
Atvinnukylfingarnir Guðrún Brá Björgvinsdóttir (GK), Andri Þór Björnsson (GR) og Guðmundur Ágúst Kristjánsson (GR) eru skráð til leiks.
Fyrrum Íslandsmeistarar eru alls átta í keppendahópnum í Eyjum.
Axel Bóasson (2011, 17), Haraldur Franklín Magnús (GR) (2012), Ólafur Björn Loftsson (GK) (2009) Kristján Þór Einarsson (GM) (2008), Björgvin Þorsteinsson (GA), (1971,73, 74, 75, 76,77), Sigurður Pétursson (GR) (1982, 84,85), Ragnhildur Sigurðardóttir (1985, 98, 03, 05), Þórdís Geirsdóttir (GK)(1987).
Kristján Þór sigraði í Vestmannaeyjum árið 2008 og það gerði Ragnhildur Sigurðardóttir einnig árið 2003.
Atvinnukylfingarnir Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, Valdís Þóra Jónsdóttir og Birgir Leifur Hafþórsson taka ekki þátt vegna verkefna á atvinnumótaröðum erlendis.
Í karlaflokki er hámarksforgjöf 5,5 og í kvennaflokki 8,5.
Meðalforgjöfin í karlaflokki er 1,6.
Alls eru 35 keppendur í karlaflokki með 0,4 í forgjöf eða lægra.
Forgjafarlægstu keppendurnir í karlaflokki eru:
Haraldur Franklín Magnús* | GR | -3.8 |
Axel Bóasson* | GK | -3.4 |
Guðmundur Ágúst Kristjánsson | GR | -3.4 |
Andri Þór Björnsson | GR | -2.9 |
Aron Snær Júlíusson | GKG | -2.8 |
Gísli Sveinbergsson | GK | -2.8 |
Kristján Þór Einarsson | GM | -2.6 |
Fannar Ingi Steingrímsson | GHG | -2.3 |
Rúnar Arnórsson | GK | -2.2 |
Ólafur Björn Loftsson* | GKG | -2 |
Hlynur Geir Hjartarson | GOS | -1.9 |
Björn Óskar Guðjónsson | GM | -1.6 |
Vikar Jónasson | GK | -1.4 |
Dagbjartur Sigurbrandsson | GR | -1.1 |
Ragnar Már Garðarsson | GKG | -1.1 |
*Fyrrum Íslandsmeistarar.
Meðalforgjöfin í kvennaflokki er 3,6.
Guðrún Brá Björgvinsdóttir er forgjafarlægst í kvennaflokki með -2,7. Hún er jafnframt fjórði forgjafarlægsti keppandinn í mótinu.
Forgjafarlægstu keppendurnir í kvennaflokki eru:
Guðrún Brá Björgvinsdóttir | GK | -2.7 |
Ragnhildur Kristinsdóttir | GR | -0.8 |
Saga Traustadóttir | GR | 0.5 |
Andrea Björg Bergsdóttir | GKG | 0.7 |
Berglind Björnsdóttir | GR | 0.9 |
Helga Kristín Einarsdóttir | GK | 1.4 |
Ragnhildur Sigurðardóttir | GR | 1.5 |
Hulda Clara Gestsdóttir | GKG | 1.7 |
Anna Sólveig Snorradóttir | GK | 1.8 |
*Fyrrum Íslandsmeistarar.
Alls eru 99 keppendur í karlaflokki. Meðalaldurinn er 25,8 ár.
Yngsti keppandinn í karlaflokki:
Bjarni Þór Lúðvíksson úr Golfklúbbi Reykjavíkur, verður 14 ára þann 27.07. Bjarni er fæddur árið 2004. Bjarni er Íslandsmeistari í flokki 14 ára og yngri 2018.
Elsti keppandinn í karlaflokki:
Björgvin Þorsteinsson, Golfklúbbi Akureyrar, er fæddur árið 1953 og er því 65 ára. Björgvin er sexfaldur Íslandsmeistari í golfi. Hann er að taka þátt á sínu 55. Íslandsmóti í röð. Hann tók þátt í fyrsta sinn á Íslandsmótinu árið 1964 en þá fór það einnig fram í Vestmanneyjum.
Í kvennaflokki eru 31 skráðar til leiks. Meðalaldurinn er 21,7 ár.
Yngstu keppendurnir í kvennaflokki eru báðar fæddar árið 2006.
Lóa Dista Jóhannsson úr Golfklúbbi Borgarness fagnaði 12 ára afmæli sínu 16. júlí s.l.
Perla Sól Sigurbrandsdóttir, Íslandsmeistari unglinga 14 ára og yngri er fædd 28. september og er því 11 ára gömul.
Elsti keppandinn í kvennaflokki.
Þórdís Geirsdóttir úr Keili er fædd árið 1965 og er hún 53 ára. Þórdís fagnaði um s.l. helgi Íslandsmeistaratitlinum í flokki 50 ára og eldri. Hún er einnig klúbbmeistari Keilis 2018 og hún varð Íslandsmeistari í golfi árið 1987.
Fjölskyldur og systkini:
Systkinin Emil Þór Ragnarsson og Alma Rún Ragnarsdóttir eru á meðal keppenda í Eyjum. Faðir þeirra, Ragnar Þór Ragnarsson, er einnig á meðal keppenda. Þau eru öll í GKG.
Feðginin Hlynur Geir Hjartarson og Heiðrún Anna Hlynsdóttir, keppa bæði í Eyjum en þau eru úr Golfklúbbi Selfoss.
Systkini í keppendahópnum eru:
Guðrún Brá Björgvinsdóttir, Helgi Snær Björgvinsson, bæði úr GK.
Andri Þór Björnsson og Eva Karen Björnsdóttir, bæði úr GR.
Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir og Bjarni Þór Lúðvíksson, bæði úr GR.
Hulda Clara Gestsdóttir og Eva María Gestsdóttir, báðar úr GKG.
Perla Sól Sigurbrandsdóttir, Dagbjartur Sigurbrandsson, bæði úr GR.
Ragnar Már Garðarsson, Sigurður Arnar Garðarsson, báðir úr GKG.
Elvar Már Kristinssson, Jóhann Gunnar Kristinsson, báðir úr GR.
Ingunn Gunnarsdóttir, Jón Gunnarsson, bæði úr GKG.
Hvaða skor dugir til sigurs?
Vestmannaeyjavöllur er par 70, 5.403 metrar af hvítum teigum og 4.839 metrar af bláum teigum. Vallarmetið, 63 högg eða -7, af hvítum teigum er 16 ára gamalt og það á Helgi Dan Steinsson. Sunna Víðisdóttir á vallarmetið af bláum teigum, 67 högg eða -3, og það setti hún árið 2012.
Þrátt fyrir að Vestmannaeyjavöllur sé ekki sá lengsti á landinu þá hafa keppendur á undanförnum Íslandsmótum sem fram hafa farið í Eyjum glímt við erfiðan keppnisvöll.
Íslandsmótið 2018 er það fjórða í röðinni í Vestmannaeyjum frá því að völlurinn var stækkaður í 18 holur. Birgir Leifur Hafþórsson hefur tvívegis fagnað sigri í Eyjum, í fyrra skiptið árið 1996 þegar hann lék á +3 samtals. Árið 2003 lék Birgir á -4 samtals og er það besta skorið á Íslandsmóti í Eyjum eftir að völlurinn varð 18 holur.
Árið 2008 voru þrír keppendur jafnir á +4 í karlaflokki eftir 72 holur og úrslitin réðust í umspili.
Ragnhildur Sigurðardóttir úr GR á besta skorið í kvennaflokki á Íslandsmóti í Eyjum. Hún lék á +15 samtals árið 2003.
1996
Karlar, þrír efstu:
Birgir Leifur Hafþórsson, GL (69-64-73-77) 283 högg (+3)
Þorsteinn Hallgrímsson, GV (70-74-74-72) 290 (+10)
Björgvin Þorsteinsson, GA (71-70-76-75) 292 högg (+12)
Kristinn Gústaf Bjarnason, GL (74-71-75-72) 292 högg (+12)
Konur, þrjár efstu:
Karen Sævarsdóttir, GS (75-80-73-77) 305 högg (+25)
Herborg Arnarsdóttir, GR (81-83-80-76) 320 högg (+30)
Ólöf María Jónsdóttir, GK (80-80-79-83) 322 (+32)
2003
Karlar, þrír efstu:
Birgir Leifur Hafþórsson, GKG (67-65-71-73) 276 högg (-4)
Sigurpáll Geir Sveinsson, GA (68-68-70-75) 281 högg (+1)
Örn Ævar Hjartarson, GS (69-72-69-72) 282 högg (+2)
Konur, þrjár efstu:
Ragnhildur Sigurðardóttir, GR (78-74-68-75) 295 högg (+15)
Ólöf María Jónsdóttir, GK (77 -71-78-82) 308 högg (+28)
Þórdís Geirsdóttir, GK (77-77-79-81) 314 högg (+34)
2008
Karlar, þrír efstu:
Kristján Þór Einarsson, GM (70-72-73-69) 284 högg (+4)
Heiðar Davíð Bragason, GR (69-67-68-80) 284 högg (+4)
Björgvin Sigurbergsson, GK (66-74-69-75) 284 högg (+4)
Konur, þrjár efstu:
Helena Árnadóttir, GR (82-72-77-77) 308 högg (+28)
Nína Björk Geirsdóttir, GM (79-75-76-78) 308 högg (+28)
Tinna Jóhannsdóttir, GK (77-77-79-78) 311 högg (+31)
Keppt í sjöunda sinn í Eyjum
Sex karlar hafa fagnað Íslandsmeistaratitlinum í Vestmannaeyjum
Íslandsmótið í golfi í karlaflokki fór fram í fyrsta sinn árið 1942 og verður mótið í Vestmannaeyjum í ár það 77. í sögunni. Fyrstu fjögur árin var keppt í holukeppni á Íslandsmótinu en frá árinu 1946 hefur verið keppt í höggleik.
Axel Bóasson úr Keili hefur titil að verja í karlaflokki en hann sigrað á heimavelli á Hvaleyrarvelli í fyrra – og var það annar Íslandsmeistaratitill hans á ferlinum.
Alls hafa sex kylfingar lyft stóra bikarnum á loft í Vestmannaeyjum í þau sjö skipti sem Íslandsmótið hefur farið fram í karlaflokki í Eyjum.
Heimamaðurinn Sveinn Ársælsson sigraði árið 1959 þegar mótið fór fram fyrst í Eyjum. Á næsta áratug fór mótið þrisvar sinnum til viðbótar fram í Vestmannaeyjum. Óttar Yngvason (GR) vann árið 1962, Magnús Guðmundsson (GA) árið 1964 og Þorbjörn Kjærbo (GS) árið 1968. Það liðu 35 ár þar til að Íslandsmótið fór fram að nýju í Eyjum. Birgir Leifur Hafþórsson (GL) sigraði árið 1996 og hann gerði það einnig árið 2003 en þá keppti Skagamaðurinn fyrir GKG. Árið 2008 vann Kristján Þór Einarsson eftir æsispennandi lokahring. Kristján Þór var á þeim tíma í Golfklúbbnum Kili sem í dag er Golfklúbbur Mosfellsbæjar.
Ef litið er á fjölda titla hjá golfklúbbum landsins er Golfklúbbur Reykjavíkur með flesta titla eða 21 alls. Golfklúbbur Akureyrar kemur þar á eftir með 20. Alls hafa sjö klúbbar átt Íslandsmeistara í golfi í karlaflokki frá upphafi. Birgir Leifur Hafþórsson er sá sigursælasti frá upphafi en hann sigraði í sjöunda sinn á ferlinum árið 2016, á Jaðarsvelli á Akureyri.
Íslandsmeistarar í golfi í karlaflokki frá upphafi:
Ártal: Nafn: Klúbbur: Fjöldi titla alls: Fjöldi titla alls hjá klúbbi:
- 1942 Gísli Ólafsson GR (1) (1)
- 1943 Gísli Ólafsson GR (2) (2)
- 1944 Gísli Ólafsson GR (3) (3)
- 1945 Þorvaldur Ásgeirsson GR (1) (4)
- 1946 Sigtryggur Júlíusson GA (1) (1)
- 1947 Ewald Berndsen GR (1) (5)
- 1948 Jóhannes G. Helgason GR (1) (6)
- 1949 Jón Egilsson GA (1) (2)
- 1950 Þorvaldur Ásgeirsson GR (2) (7)
- 1951 Þorvaldur Ásgeirsson GR (3) (8)
- 1952 Birgir Sigurðsson GA (1) (3)
- 1953 Ewald Berndsen GR (2) (9)
- 1954 Ólafur Á. Ólafsson GR (1) (10)
- 1955 Hermann Ingimarsson GA (1) (4)
- 1956 Ólafur Á. Ólafsson GR (2) (11)
- 1957 Sveinn Ársælsson GV (1) (1)
- 1958 Magnús Guðmundsson GA (1) (5)
- 1959 Sveinn Ársælsson GV (2) (2)
- 1960 Jóhann Eyjólfsson GR (1) (12)
- 1961 Gunnar Sólnes GA (1) (6)
- 1962 Óttar Yngvason GR (1) (13)
- 1963 Magnús Guðmundsson GA (2) (7)
- 1964 Magnús Guðmundsson GA (3) (8)
- 1965 Magnús Guðmundsson GA (4) (9)
- 1966 Magnús Guðmundsson GA (5) (10)
- 1967 Gunnar Sólnes GA (2) (11)
- 1968 Þorbjörn Kjærbo GS (1) (1)
- 1969 Þorbjörn Kjærbo GS (2) (2)
- 1970 Þorbjörn Kjærbo GS (3) (3)
- 1971 Björgvin Þorsteinsson GA (1) (12)
- 1972 Loftur Ólafsson NK (1) (1)
- 1973 Björgvin Þorsteinsson GA (2) (13)
- 1974 Björgvin Þorsteinsson GA (3) (14)
- 1975 Björgvin Þorsteinsson GA (4) (15)
- 1976 Björgvin Þorsteinsson GA (5) (16)
- 1977 Björgvin Þorsteinsson GA (6) (17)
- 1978 Hannes Eyvindsson GR (1) (14)
- 1979 Hannes Eyvindsson GR (2) (15)
- 1980 Hannes Eyvindsson GR (3) (16)
- 1981 Ragnar Ólafsson GR (1) (17)
- 1982 Sigurður Pétursson GR (1) (18)
- 1983 Gylfi Kristinsson GS (1) (4)
- 1984 Sigurður Pétursson GR (2) (19)
- 1985 Sigurður Pétursson GR (3) (20)
- 1986 Úlfar Jónsson GK (1) (1)
- 1987 Úlfar Jónsson GK (2) (2)
- 1988 Sigurður Sigurðsson GS (1) (5)
- 1989 Úlfar Jónsson GK (3) (3)
- 1990 Úlfar Jónsson GK (4) (4)
- 1991 Úlfar Jónsson GK (5) (5)
- 1992 Úlfar Jónsson GK (6) (6)
- 1993 Þorsteinn Hallgrímsson GV (1) (3)
- 1994 Sigurpáll G. Sveinsson GA (1) (18)
- 1995 Björgvin Sigurbergsson GK (1) (7)
- 1996 Birgir Leifur Hafþórsson GL (1) (1)
- 1997 Þórður E. Ólafsson GL (1) (2)
- 1998 Sigurpáll G. Sveinsson GA (2) (19)
- 1999 Björgvin Sigurbergsson GK (2) (8)
- 2000 Björgvin Sigurbergsson GK (3) (9)
- 2001 Örn Æ. Hjartarson GS (1) (6)
- 2002 Sigurpáll G. Sveinsson GA (3) (20)
- 2003 Birgir Leifur Hafþórsson GKG (2) (1)
- 2004 Birgir Leifur Hafþórsson GKG (3) (2)
- 2005 Heiðar Davíð Bragason GKj. (1) (1)
- 2006 Sigmundur Einar Másson GKG (1) (3)
- 2007 Björgvin Sigurbergsson GK (4) (10)
- 2008 Kristján Þór Einarsson GKj. (1) (2)
- 2009 Ólafur B. Loftsson NK (1) (2)
- 2010 Birgir Leifur Hafþórsson GKG (4) (4)
- 2011 Axel Bóasson GK (1) (11)
- 2012 Haraldur Franklín Magnús GR (1) (21)
- 2013 Birgir Leifur Hafþórsson GKG (5) (5)
- 2014 Birgir Leifur Hafþórsson GKG (6) (6)
- 2015 Þórður Rafn Gissurarson, GR (1) (22)
- 2016 Birgir Leifur Hafþórsson GKG (7) (7)
- 2017 Axel Bóasson GK (2) (12)
GR – 22
GA – 20
GK – 12
GKG – 7
GS – 6
GV – 3
GL – 2
NK – 2
GKj. 2
Karen setti sögulegt met í Eyjum
– Fjórar konur hafa fagnað Íslandsmeistaratitlinum í Vestmannaeyjum
Alls hafa fjórar konur fagnað Íslandsmeistaratitlinum í Eyjum, Guðfinna Sigurþórsdóttir (1968), Karen Sævarsdóttir (1996), Ragnhildur Sigurðardóttir (2003) og Helena Árnadóttir (2008).
Íslandsmótið í golfi kvenna fór fram í fyrsta sinn í Vestmannaeyjum árið 1968 og var það jafnframt annað Íslandsmótið frá upphafi í kvennaflokki.
Á mótinu árið 1968 varði Guðfinna Sigurþórsdóttir úr Golfklúbbi Suðurnesja titil sinn frá árinu áður – en Guðfinna er fyrsti Íslandsmeistarinn í kvennaflokki í golfi.
Karen Sævarsdóttir, dóttir Guðfinnu, fetaði í fótspor móður sinnar árið 1996 þegar keppt var um Íslandsmeistaratitilinn í annað sinn í Vestmanneyjum. Karen, sem lék fyrir GS á þeim tíma, sigraði í kvennaflokki á Íslandsmótinu árið 1996 og sá titill var merkilegur. Það var það áttunda árið í röð sem Karen sigraði á Íslandsmótinu í golfi í kvennaflokki. Það met stendur enn og verður án efa seint slegið. Frá árinu 1996 hefur engum kylfingi tekist að verja titilinn í kvennaflokki.
Ef litið er á fjölda titla hjá golfklúbbum landsins er Golfklúbbur Reykjavíkur með flesta titla eða 22 alls. Líkt og hjá körlunum. Þar á eftir kemur Golfklúbbur Suðurnesja með 11 titla og
Golfklúbburinn Keilir er með 10 titla en alls hafa sex golfklúbbar átt Íslandsmeistara í kvennaflokki.
Íslandsmeistarar í kvennaflokki frá upphafi:
Fjöldi móta: Ártal: Nafn: Klúbbur: Fjöldi titla alls: Fjöldi titla alls hjá klúbbi:
- 1967 Guðfinna Sigurþórsdóttir GS (1) (1)
- 1968 Guðfinna Sigurþórsdóttir GS (2) (2)
- 1969 Elísabet Möller GR (1) (1)
- 1970 Jakobína Guðlaugsdóttir GV (1) (1)
- 1971 Guðfinna Sigurþórsdóttir GS (3) (3)
- 1972 Jakobína Guðlaugsdóttir GV (2) (2)
- 1973 Jakobína Guðlaugsdóttir GV (3) (3)
- 1974 Jakobína Guðlaugsdóttir GV(4) (4)
- 1975 Kristín Pálsdóttir GK (1) (1)
- 1976 Kristín Pálsdóttir GK (2) (2)
- 1977 Jóhanna Ingólfsdóttir GR (1) (2)
- 1978 Jóhanna Ingólfsdóttir GR (2) (3)
- 1979 Jóhanna Ingólfsdóttir GR (3) (4)
- 1980 Sólveig Þorsteinsdóttir GR (1) (5)
- 1981 Sólveig Þorsteinsdóttir GR (2)(6)
- 1982 Sólveig Þorsteinsdóttir GR (3) (7)
- 1983 Ásgerður Sverrisdóttir GR (1) (8)
- 1984 Ásgerður Sverrisdóttir GR (2) (9)
- 1985 Ragnhildur Sigurðardóttir GR (1) (10)
- 1986 Steinunn Sæmundsdóttir GR (1) (11)
- 1987 Þórdís Geirsdóttir GK (1) (3)
- 1988 Steinunn Sæmundsdóttir GR (2) (12)
- 1989 Karen Sævarsdóttir GS (1) (4)
- 1990 Karen Sævarsdóttir GS (2) (5)
- 1991 Karen Sævarsdóttir GS (3) (6)
- 1992 Karen Sævarsdóttir GS (4) (7)
- 1993 Karen Sævarsdóttir GS (5) (8)
- 1994 Karen Sævarsdóttir GS (6) (9)
- 1995 Karen Sævarsdóttir GS (7) (10)
- 1996 Karen Sævarsdóttir GS (8) (11)
- 1997 Ólöf M. Jónsdóttir GK (1) (4)
- 1998 Ragnhildur Sigurðardóttir GR (2) (13)
- 1999 Ólöf M. Jónsdóttir GK (2) (5)
- 2000 Kristín E. Erlendsdóttir GK (1) (6)
- 2001 Herborg Arnardóttir GR (1) (14)
- 2002 Ólöf M. Jónsdóttir GK (3) (7)
- 2003 Ragnhildur Sigurðardóttir GR (3) (15)
- 2004 Ólöf M. Jónsdóttir GK (4) (8)
- 2005 Ragnhildur Sigurðardóttir GR (4) (16)
- 2006 Helena Árnadóttir GR (1) (17)
- 2007 Nína Björk Geirsdóttir GKj. (1) (1)
- 2008 Helena Árnadóttir GR (2) (17)
- 2009 Valdís Þóra Jónsdóttir GL (1) (1)
- 2010 Tinna Jóhannsdóttir GK (1) (9)
- 2011 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir GR (1) (19)
- 2012 Valdís Þóra Jónsdóttir GL (2) (2)
- 2013 Sunna Víðisdóttir GR (1) (20)
- 2014 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir GR (2) (21)
- 2015 Signý Arnórsdóttir, GK (1) (10)
- 2016 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR (3) (22)
- 2017 Valdís Þóra Jónsdóttir, GL (3) (3)Fjöldi titla hjá klúbbum:
GR – 22
GS – 11
GK – 10
GV – 4
GL – 3
GKj. / GM – 1