Símamótið 2016
Heiða Guðnadóttir, GM.
Auglýsing

Íslandsmótið í golfi hefst fimmtudaginn 8. ágúst á Grafarholtsvelli. Mótið er hluti af Mótaröð þeirra bestu og keppendahópurinn er gríðarlega sterkur.

Íslandsmeistararnir Axel Bóasson og Guðrún Brá Björgvinsdóttir, bæði úr Keili, mæta bæði til leiks ásamt fjölda annarra sterkra leikmanna. Axel hefur þrívegis fagnað þessum titli, 2011, 2017 og 2018. Guðrún Brá fagnaði sínum fyrsta Íslandsmeistaratitli í fyrra.

GR-ingarnir og atvinnukylfingarnir Guðmundur Ágúst Kristjánsson, Haraldur Franklín Magnús og Andri Þór Björnsson mæta allir til leiks. Haraldur Franklín hefur einu sigrað á Íslandsmótinu, árið 2012, á Hellu. 

Atvinnukylfingarnir Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, 

geta ekki tekið þátt vegna verkefna á LET og LPGA mótaröðinni. Ólafía Þórunn komst mjög óvænt inn á Opna skoska meistaramótið seint í gærkvöld og ákvað að þiggja boðið. Valdís Þóra er einnig að keppa á því móti. 

Alls eru 150 keppendur skráðir til leiks, 114 karlar og konurnar eru 36. 

Gríðarlegur áhugi var hjá keppendum að komast í Íslandsmótið 2019. Alls skráðu sig 147 karlar og 37 konur eða samtals 184 keppendur. Aðeins var pláss fyrir 150 keppendur samkvæmt reglugerð Íslandsmótsins.

Frá árinu 2001 hafa konurnar aldrei verið fleiri, og í fyrsta sinn komast færri að en vilja í karla – og kvennaflokki. 

Árið 2014 kepptu 33 konur á Íslandsmótinu sem fram fór á Leirdalsvelli hjá GKG.

Fjöldi keppenda á Íslandsmótinu í golfi frá árinu 2001. 

Keppendur frá 23 klúbbum víðsvegar af landinu:

Keppendur á Íslandsmótinu í golfi 2019 koma frá 23 klúbbum víðsvegar af landinu.

Flestir keppendur eru frá GR eða 45 alls, GKG kemur þar næst með 29 keppendur og GK er með 19 keppendur. Alls eru 11 golfklúbbar sem eru með einn keppenda úr sínum röðum á Íslandsmótinu í golfi 2019. 

1Golfklúbbur ReykjavíkurGR45
2Golfklúbbur Kópavogs og GarðabæjarGKG29
3Golfklúbburinn KeilirGK19
4Golfklúbbur MosfellsbæjarGM13
5Golfklúbbur AkureyrarGA7
6Golfklúbbur SelfossGOS5
7Golfklúbbur VestmannaeyjaGV4
8Golfklúbbur SuðurnesjaGS4
9Golfklúbbur KiðjabergsGKB4
10Golfklúbburinn JökullGJÓ4
11Golfklúbbur SetbergsGSE3
12Golfklúbbur Öndverðarness2
13NesklúbburinnNK1
14Golfklúbbur VatnsleysustrandarGVG1
15Golfklúbburinn TuddiGOT1
16Golfklúbburinn OddurGO1
17Golfklúburinn LeynirGL1
18Golfklúbbur SiglufjarðarGKS1
19Golfklúbburinn Hamar DalvíkGHD1
20Golfklúbbur GrindavíkurGG1
21Golfklúbbur FljótsdalshéraðsGFH1
22Golfklúbbur FjallabyggðarGFB1
23Golfklúbbur BorgarnessGB1

Íslandsmót í karlaflokki í golfi fór fram í fyrsta sinn árið 1942 og verður mótið í Grafarholtinu í ár það 78. í sögunni. Fyrstu fjögur árin var keppt í holukeppni á Íslandsmótinu en frá árinu 1946 hefur verið keppt í höggleik. Í kvennaflokki fór fyrsta Íslandsmótið fram árið 1967 og er keppt í kvennaflokki í 52. sinn.

Fyrrum Íslandsmeistarar eru alls 10 í keppendahópnum í Grafarholtinu.

Karlaflokkur: Axel Bóasson (GK) (2011, 2017, 2019), Haraldur Franklín Magnús (GR) (2012), Ólafur Björn Loftsson (GKG) (2009) Kristján Þór Einarsson (GM) (2008), Þórður Rafn Gissurarson (GR) 2015, Úlfar Jónsson (GKG)  (1986, 1987, 1989, 1990, 1991, 1992), Sigmundur Einar Másson (GÖ) 2006.

Kvennaflokkur: Ragnhildur Sigurðardóttir (1985, 1998, 2003, 2005), Guðrún Brá Björgvinsdóttir (GK) (2018), Nína Björk Geirsdóttir (GM) (2007)

Björgvin fjarverandi:

Björgvin Þorsteinsson, Golfklúbbi Akureyrar, og sexfaldur Íslandsmeistari í golfi er ekki á meðal keppenda í ár. Björgvin, er 66 ára gamall, en hann tók þátt á sínu 55. Íslandsmóti í röð í fyrra í Vestmannaeyjum, Hann tók þátt í fyrsta sinn á Íslandssmótinu árið 1964 en þá fór það einnig fram í Vestmanneyjum. Það er ólíklegt að einhver nái að bæta þetta met hjá Björgvini. 

Í karlaflokki er hámarksforgjöf 5,5 og í kvennaflokki 8,5. 

Hæsta forgjöfin í karlaflokki er 4,0 og í kvennaflokki er hæsta forgjöfin 8,1

Meðalforgjöfin í karlaflokki er 1,5.

Alls eru 40 keppendur í karlaflokki með 0 í forgjöf eða lægra.

Forgjafarlægstu keppendurnir í karlaflokki eru: 

Bjarki PéturssonGKB-4,3
Haraldur Franklín MagnúsGR-3,9
Axel BóassonGK-3,8
Guðmundur Ágúst KristjánssonGR-3,7
Dagbjartur SigurbrandssonGR-3
Andri Þór BjörnssonGR-2,3
Aron Snær JúlíussonGKG-2,3
Rúnar ArnórssonGK-2,3
Gísli SveinbergssonGK-2,2
Ragnar Már GarðarssonGKG-2,1
Þórður Rafn GissurarsonGR-2,1
Fannar Ingi SteingrímssonGKG-2
Hákon Örn MagnússonGR-1,9
Jóhannes GuðmundssonGR-1,9
Ólafur Björn LoftssonGKG-1,8
Sigurður Bjarki BlumensteinGR-1,8
Kristján Þór EinarssonGM-1,7
Hlynur Geir HjartarsonGOS-1,6
Viktor Ingi EinarssonGR-1,6
Daníel Ísak SteinarssonGK-1,4
Sigurður Arnar GarðarssonGKG-1,4
Tumi Hrafn KúldGA-1,1
Björn Óskar GuðjónssonGM-1
Kristófer Karl KarlssonGM-1
Kristófer Orri ÞórðarsonGKG-1

Meðalaldur í karlaflokki er 27 ár. Sigurður Hafsteinsson, GR, var elsti keppandinn í mótinu, 63 ára. Sigurður er fæddur 5. júlí árið 1956.
Frans Páll Sigurðsson úr GR var næstelstur, 55 ára, en hann er fæddur 9. desember 1963. Bjarni Þór Lúðvíksson, úr GR, er yngstur í karlaflokknum en hann varð 15 ára þann 27. júlí s.l. Bjarni er fæddur árið 2004 líkt og Dagur Fannar Ólafsson (GKG) og Jóhannes Sturluson (GKG). Dagur og Jóhannes eru báðir fæddir í febrúar 2004.

Meðalforgjöfin í kvennaflokki er 4

Forgjafarlægstu keppendurnir í kvennaflokki eru: 

Guðrún Brá BjörgvinsdóttirGK-2,2
Ragnhildur KristinsdóttirGR-1,8
Hulda Clara GestsdóttirGKG0,2
Helga Kristín EinarsdóttirGK0,3
Saga TraustadóttirGR0,3
Berglind BjörnsdóttirGR0,8
Anna Sólveig SnorradóttirGK0,9
Nína Björk GeirsdóttirGM1,1
Eva Karen BjörnsdóttirGR1,5
Ragnhildur SigurðardóttirGR1,5
Heiðrún Anna HlynsdóttirGOS1,9
Hafdís Alda JóhannsdóttirGK2,8
Sigurlaug Rún JónsdóttirGK2,9
Andrea Ýr ÁsmundsdóttirGA3

Meðalaldur í kvennaflokki er 22 ár. Perla Sól Sigurbrandsdóttir úr GR er yngst en hún er fædd í september  árið 2006 og er því 12 ára gömul og fagnar 13 ára afmæli sínu þann 28. september. Ragnhildur Sigurðardóttir úr GR, fjórfaldur Íslandsmeistari í golfi, er elst í kvennaflokknum en hún er 49 ára, fædd þann 21. júní 1970. 

Fjölskyldur og systkini:

Feðginin Hlynur Geir Hjartarson og Heiðrún Anna Hlynsdóttir, keppa bæði í Grafarholti en þau eru úr Golfklúbbi Selfoss.

Feðgarnir Sturla Ómarsson, GKB og Jóhannes Sturluson (GKG) eru á meðal keppenda. 

Systkini í keppendahópnum eru:

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, Helgi Snær Björgvinsson, bæði úr GK.
Andri Þór Björnsson og Eva Karen Björnsdóttir, bæði úr GR.
Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir og Bjarni Þór Lúðvíksson, bæði úr GR. 
Hulda Clara Gestsdóttir og Eva María Gestsdóttir báðar úr GKG.
Perla Sól Sigurbrandsdóttir, Dagbjartur Sigurbrandsson, bæði úr GR.
Ragnar Már Garðarsson, Sigurður Arnar Garðarsson, báðir úr GKG.
Ernir Sigmundsson og Auður Sigmundsdóttir, bæði úr GR. 
Ingunn Gunnarsdóttir og Jón Gunnarsson, bæði úr GKG.
Nína Valtýsdóttir og Ásdís Valtýsdóttir, báðar úr GR.
Kristófer Karl Karlsson og Theodór Emil Karlsson, báðir úr GM.

Hjón í keppendahópnum eru:
Nína Björk Geirsdóttir (GM) og Pétur Óskar Sigurðsson (GJÓ)

GR-ingar sigursælastir á heimavelli 

Elísabet Möller úr Golfklúbbi Reykjavíkur var fyrsti kylfingurinn sem fagnaði sigri á Íslandsmótinu í golfi þegar það fór fyrst fram á Grafarholtsvelli árið 1969. Það var jafnframt í þriðja sinn sem keppt var í kvennaflokki á Íslandsmótinu. 

Alls hafa ellefu kylfingar landað titlinum á þessum velli og þar af þrír tvívegis. Þær eru Jakobína Guðlaugsdóttir, GV, Sólveig Þorsteinsdóttir, GR og Ásgerður Sverrisdóttir, GR. 

GR-ingar eru sigursælastir á Grafarholtsvelli. Í átta skipti af alls fjórtán hafa GR-ingar sigrað á Íslandsmótinu í kvennaflokki á Grafarholtsvelli. Aðeins fimm klúbbar á landsvísu hafa átt kylfing í efsta sæti þegar stærsta mót ársins hefur farið fram á þessum þekkta velli. 

Keppt verður um Íslandsmeistaratitilinn í kvennaflokki í 53. skipti frá upphafi þegar mótið hefst í ágúst á Grafarholtsvelli. 

Eftirtaldir kylfingar hafa fagnað Íslandsmeistaratitlinum í kvennaflokki á Grafarholtsvelli: 

Elísabet Möller, GR (1969), Jakobína Guðlaugsdóttir, GV (1972, 74), Kristín Pálsdóttir, GK (1976), Jóhanna Ingólfsdóttir, GR (1977), Sólveig Þorsteinsdóttir, GR (1980, 82), Ásgerður Sverrisdóttir, GR (1983, 84), Steinunn Sæmundsdóttir, GR (1988), Karen Sævarsdóttir, GS (1992), Ólöf M. Jónsdóttir, GK (1997), Herborg Arnarsdóttir, GR (2001), Valdís Þóra Jónsdóttir, GL (2009).

GR 8 titlar
GK 2 titlar
GV 2 titlar
GS 1 titill
GL 1 titill 

Íslandsmeistarar í kvennaflokki frá upphafi:

Fjöldi móta: Ártal: Nafn: Klúbbur: Fjöldi titla alls: Fjöldi titla alls hjá klúbbi:

  1. 1967 Guðfinna Sigurþórsdóttir GS (1) (1)
  2. 1968 Guðfinna Sigurþórsdóttir GS (2) (2)
  3. 1969 Elísabet Möller GR (1) (1)
  4. 1970 Jakobína Guðlaugsdóttir GV (1) (1)
  5. 1971 Guðfinna Sigurþórsdóttir GS (3) (3)
  6. 1972 Jakobína Guðlaugsdóttir GV (2) (2)
  7. 1973 Jakobína Guðlaugsdóttir GV (3) (3)
  8. 1974 Jakobína Guðlaugsdóttir GV(4) (4)
  9. 1975 Kristín Pálsdóttir GK (1) (1)
  10. 1976 Kristín Pálsdóttir GK (2) (2)
  11. 1977 Jóhanna Ingólfsdóttir GR (1) (2)
  12. 1978 Jóhanna Ingólfsdóttir GR (2) (3)
  13. 1979 Jóhanna Ingólfsdóttir GR (3) (4)
  14. 1980 Sólveig Þorsteinsdóttir GR (1) (5)
  15. 1981 Sólveig Þorsteinsdóttir GR (2)(6)
  16. 1982 Sólveig Þorsteinsdóttir GR (3) (7)
  17. 1983 Ásgerður Sverrisdóttir GR (1) (8)
  18. 1984 Ásgerður Sverrisdóttir GR (2) (9)
  19. 1985 Ragnhildur Sigurðardóttir GR (1) (10)
  20. 1986 Steinunn Sæmundsdóttir GR (1) (11)
  21. 1987 Þórdís Geirsdóttir GK (1) (3)
  22. 1988 Steinunn Sæmundsdóttir GR (2) (12)
  23. 1989 Karen Sævarsdóttir GS (1) (4)
  24. 1990 Karen Sævarsdóttir GS (2) (5)
  25. 1991 Karen Sævarsdóttir GS (3) (6)
  26. 1992 Karen Sævarsdóttir GS (4) (7)
  27. 1993 Karen Sævarsdóttir GS (5) (8)
  28. 1994 Karen Sævarsdóttir GS (6) (9)
  29. 1995 Karen Sævarsdóttir GS (7) (10)
  30. 1996 Karen Sævarsdóttir GS (8) (11)
  31. 1997 Ólöf M. Jónsdóttir GK (1) (4)
  32. 1998 Ragnhildur Sigurðardóttir GR (2) (13)
  33. 1999 Ólöf M. Jónsdóttir GK (2) (5) 
  34. 2000 Kristín E. Erlendsdóttir GK (1) (6)
  35. 2001 Herborg Arnarsdóttir GR (1) (14)
  36. 2002 Ólöf M. Jónsdóttir GK (3) (7)
  37. 2003 Ragnhildur Sigurðardóttir GR (3) (15)
  38. 2004 Ólöf M. Jónsdóttir GK (4) (8)
  39. 2005 Ragnhildur Sigurðardóttir GR (4) (16)
  40. 2006 Helena Árnadóttir GR (1) (17)
  41. 2007 Nína Björk Geirsdóttir GKj. (1) (1)
  42. 2008 Helena Árnadóttir GR (2) (17)
  43. 2009 Valdís Þóra Jónsdóttir GL (1) (1)
  44. 2010 Tinna Jóhannsdóttir GK (1) (9)
  45. 2011 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir GR (1) (19)
  46. 2012 Valdís Þóra Jónsdóttir GL (2) (2)
  47. 2013 Sunna Víðisdóttir GR (1) (20)
  48. 2014 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir GR (2) (21) 
  49. 2015 Signý Arnórsdóttir, GK (1) (10)
  50. 2016 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR (3) (22)
  51. 2017 Valdís Þóra Jónsdóttir, GL (3) (3)
  52. 2018 Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK (1) (11)

Fjöldi titla hjá klúbbum: 

GR – 22
GS – 11
GK – 11
GV – 4
GL – 3
GKj. / GM – 1

Íslandsmót í golfi 2019  – ýmis fróðleikur úr karlaflokki:

Keppt á Grafarholtsvelli í 17. sinn – Björgvin með flesta titla í Grafarholti 

Kylfingar af landsbyggðinni eða utan höfuðborgarsvæðisins hafa verið sigursælastir á Íslandsmótinu í golfi í karlaflokki þegar það hefur farið fram á Grafarholtsvelli.

Sigurður Pétursson úr GR hefur tvívegis landað þeim stóra á heimavelli sínum og Hannes Eyvindsson gerði það einnig árið 1980. Það eru einu titlar GR í karlaflokki í þau 16 skipti sem Íslandsmótið hefur farið fram á Grafarholtsvelli.

Björgvin Þorsteinsson er sá sigursælasti með þrjá titla og Sigurður Pétursson með tvo titla. 

Á árunum 1980–1984 fór mótið fram þrívegis á Grafarholtsvelli og þar af þrjú ár í röð 1982–1984.

Eftirtaldir kylfingar hafa fagnað Íslandsmeistaratitlinum í karlaflokki á Grafarholtsvelli: 

Magnús Guðmundsson GA (1965), Gunnar Sólnes GA (1967), Þorbjörn Kjærbo GS 1969, Loftur Ólafsson NK (1972), Björgvin Þorsteinsson, GA (1974, 76, 77), Hannes Eyvindsson, GR (1980), Sigurður Pétursson GR (1982, 84), Gylfi Kristinsson GS (1983), Sigurður Sigurðsson GS (1988), Úlfar Jónsson GK (1992), Þórður E. Ólafsson GL (1997), Örn Æ. Hjartarson GS (2001), Ólafur Björn Loftsson NK (2009).

Fjöldi titla á Grafarholtsvelli:

GA 5 titlar
GS 4 titlar
GR 3 titlar
NK 2 titlar
GL 1 titill
GK 1 titill

Ef litið er á fjölda titla hjá golfklúbbum landsins er Golfklúbbur Reykjavíkur með flesta titla eða 21 alls. Golfklúbbur Akureyrar kemur þar á eftir með 20. Alls hafa sjö klúbbar átt Íslandsmeistara í golfi í karlaflokki frá upphafi. Birgir Leifur Hafþórsson er sá sigursælasti frá upphafi en hann sigraði í sjöunda sinn á ferlinum árið 2016, á Jaðarsvelli á Akureyri.

Íslandsmeistarar í golfi í karlaflokki frá upphafi: 

Ártal: Nafn: Klúbbur: Fjöldi titla alls: Fjöldi titla alls hjá klúbbi:

  1. 1942 Gísli Ólafsson GR (1) (1)
  2. 1943 Gísli Ólafsson GR (2) (2)
  3. 1944 Gísli Ólafsson GR (3) (3)
  4. 1945 Þorvaldur Ásgeirsson GR (1) (4)
  5. 1946 Sigtryggur Júlíusson GA (1) (1)
  6. 1947 Ewald Berndsen GR (1) (5)
  7. 1948 Jóhannes G. Helgason GR (1) (6)
  8. 1949 Jón Egilsson GA (1) (2)
  9. 1950 Þorvaldur Ásgeirsson GR (2) (7)
  10. 1951 Þorvaldur Ásgeirsson GR (3) (8)
  11. 1952 Birgir Sigurðsson GA (1) (3)
  12. 1953 Ewald Berndsen GR (2) (9)
  13. 1954 Ólafur Á. Ólafsson GR (1) (10)
  14. 1955 Hermann Ingimarsson GA (1) (4)
  15. 1956 Ólafur Á. Ólafsson GR (2) (11)
  16. 1957 Sveinn Ársælsson GV (1) (1)
  17. 1958 Magnús Guðmundsson GA (1) (5)
  18. 1959 Sveinn Ársælsson GV (2) (2)
  19. 1960 Jóhann Eyjólfsson GR (1) (12)
  20. 1961 Gunnar Sólnes GA (1) (6)
  21. 1962 Óttar Yngvason GR (1) (13)
  22. 1963 Magnús Guðmundsson GA (2) (7)
  23. 1964 Magnús Guðmundsson GA (3) (8)
  24. 1965 Magnús Guðmundsson GA (4) (9)
  25. 1966 Magnús Guðmundsson GA (5) (10)
  26. 1967 Gunnar Sólnes GA (2) (11)
  27. 1968 Þorbjörn Kjærbo GS (1) (1)
  28. 1969 Þorbjörn Kjærbo GS (2) (2)
  29. 1970 Þorbjörn Kjærbo GS (3) (3)
  30. 1971 Björgvin Þorsteinsson GA (1) (12)
  31. 1972 Loftur Ólafsson NK (1) (1)
  32. 1973 Björgvin Þorsteinsson GA (2) (13)
  33. 1974 Björgvin Þorsteinsson GA (3) (14)
  34. 1975 Björgvin Þorsteinsson GA (4) (15)
  35. 1976 Björgvin Þorsteinsson GA (5) (16)
  36. 1977 Björgvin Þorsteinsson GA (6) (17)
  37. 1978 Hannes Eyvindsson GR (1) (14)
  38. 1979 Hannes Eyvindsson GR (2) (15)
  39. 1980 Hannes Eyvindsson GR (3) (16)
  40. 1981 Ragnar Ólafsson GR (1) (17)
  41. 1982 Sigurður Pétursson GR (1) (18)
  42. 1983 Gylfi Kristinsson GS (1) (4)
  43. 1984 Sigurður Pétursson GR (2) (19)
  44. 1985 Sigurður Pétursson GR (3) (20)
  45. 1986 Úlfar Jónsson GK (1) (1)
  46. 1987 Úlfar Jónsson GK (2) (2)
  47. 1988 Sigurður Sigurðsson GS (1) (5)
  48. 1989 Úlfar Jónsson GK (3) (3)
  49. 1990 Úlfar Jónsson GK (4) (4)
  50. 1991 Úlfar Jónsson GK (5) (5)
  51. 1992 Úlfar Jónsson GK (6) (6)
  52. 1993 Þorsteinn Hallgrímsson GV (1) (3)
  53. 1994 Sigurpáll G. Sveinsson GA (1) (18) 
  54. 1995 Björgvin Sigurbergsson GK (1) (7)
  55. 1996 Birgir Leifur Hafþórsson GL (1) (1)
  56. 1997 Þórður E. Ólafsson GL (1) (2)
  57. 1998 Sigurpáll G. Sveinsson GA (2) (19)
  58. 1999 Björgvin Sigurbergsson GK (2) (8)
  59. 2000 Björgvin Sigurbergsson GK (3) (9)
  60. 2001 Örn Æ. Hjartarson GS (1) (6)
  61. 2002 Sigurpáll G. Sveinsson GA (3) (20)
  62. 2003 Birgir Leifur Hafþórsson GKG (2) (1)
  63. 2004 Birgir Leifur Hafþórsson GKG (3) (2)
  64. 2005 Heiðar Davíð Bragason GKj. (1) (1)
  65. 2006 Sigmundur Einar Másson GKG (1) (3)
  66. 2007 Björgvin Sigurbergsson GK (4) (10)
  67. 2008 Kristján Þór Einarsson GKj. (1) (2)
  68. 2009 Ólafur B. Loftsson NK (1) (2)
  69. 2010 Birgir Leifur Hafþórsson GKG (4) (4)
  70. 2011 Axel Bóasson GK (1) (11)
  71. 2012 Haraldur Franklín Magnús GR (1) (21)
  72. 2013 Birgir Leifur Hafþórsson GKG (5) (5)
  73. 2014 Birgir Leifur Hafþórsson GKG (6) (6)
  74. 2015 Þórður Rafn Gissurarson, GR (1) (22)
  75. 2016 Birgir Leifur Hafþórsson GKG (7) (7)
  76. 2017 Axel Bóasson GK (2) (12)
  77. 2018 Axel Bóasson GK (3) (13)

Samtals titlar í karlaflokki hjá golklúbbum landsins:

GR – 22
GA – 20
GK – 13
GKG – 7
GS – 6
GV – 3
GL – 2
NK – 2
GKj./ GM 2 

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ