Auglýsing

Íslandsmótið í golfi 2020 fer fram dagana 6.-9. ágúst á Hlíðavelli hjá Golfklúbbi Mosfellsbæjar.

Þetta verður í fyrsta sinn sem Íslandsmótið í golfi fer fram hjá Golfklúbbi Mosfellsbæjar og ríkir mikil eftirvænting og tilhlökkun hjá mótshöldurum.

Skráning er þegar hafin en skráning fer fram í gegnum Golfboxhlekkinn sem er hér.

Guðmundur Ágúst Kristjánsson (GR) og Guðrún Brá Björgvinsdóttir (GK) fögnuðu sigri á Íslandsmótinu 2019 sem fram fór á Grafarholtsvelli hjá Golfklúbbi Reykjavíkur.

Smelltu hér til að skrá þig:

Keppt er í höggleik í flokki karla og kvenna án forgjafar, leika skal 72 holur á fjórum dögum. Lágmarksforgjöf í karlaflokki er 5,5 og 8,5 í kvennaflokki.

Höggleikur í flokki karla og kvenna án forgjafar, leika skal 72 holur á fjórum dögum. Eftir 36 holu leik skal leikmönnum fækkað þannig að 60% keppenda með lægstu skor úr hvorum flokki halda áfram keppni. Ef keppendur eru jafnir í neðstu sætum ofan niðurskurðarlínu skulu þeir báðir/allir halda áfram. Þó skulu leikmenn ætíð fá að halda áfram keppni séu þeir 10 höggum eða minna á eftir þeim keppanda sem er í 1. sæti. Keppt skal samkvæmt gildandi reglugerð um Íslandsmót í golfi karla og kvenna og Móta- og keppendareglum GSÍ.

Mótsgjald og æfingahringir

Mótsgjald er 19.000 kr. Innifalið eru tveir æfingahringir á æfingadögum, æfingaboltar á meðan móti stendur og miði í lokahóf. Kylfingar þurfa að hafa samband við golfklúbbinn til að bóka rástíma á afgreidsla@golfmos.is eða í síma 566 6999.

Verðlaun

Veitt verða verðlaun (gjafakort)  fyrir 1. – 3. sæti í flokki karla og kvenna.

  1. sæti 90.000,- kr,   (150.000,- kr, fyrir atvinnumenn) 
  2. sæti 60.000,- kr,   
  3. sæti 35.000,- kr

Biðlisti

Skráðir kylfingar sem ekki fá þátttökurétt vegna hámarksfjölda fara á biðlista. Röð keppenda á biðlista ræðst af forgjöf. Ef tveir eða fleiri kylfingar eru með jafnháa forgjöf ræður hlutkesti. Verði forföll fyrir fyrsta keppnisdag verður haft samband við kylfinga á biðlista og þeim boðin þátttaka. Kylfingar á biðlista geta mætt á keppnisstað að morgni fyrsta keppnisdags og verið til taks ef forföll verða. Viðkomandi þurfa að gefa sig fram við afgreiðslu.

Íslandsmót 35+

Keppendur fæddir 1985 eða fyrr taka jafnframt þátt í Íslandsmóti 35 ára og eldri, þar sem keppt er í höggleik án forgjafar. Veitt verða verðlaun (gjafakort Icelandair)  fyrir 1. – 3. sæti í flokki karla og kvenna.

  1. sæti 40.000,- kr, gjafakort Icelandair
  2. sæti 30.000,- kr, gjafakort Icelandair
  3. sæti 15.000,- kr, gjafakort Icelandair​

Lokahóf

Lokahóf Íslandsmótsins í golfi fer fram sunnudaginn 9. ágúst í íþróttamiðstöðinni Kletti. Húsið opnar kl. 18:00 og hefst borðhald kl. 19:00. Miði á lokahófið er innifalinn í mótsgjaldi og geta keppendur keypt miða fyrir maka/gest á 6.500 kr. Íslandsmeistarar í golfi, Íslandsmeistarar 35+ og stigameistarar GSÍ verða krýndir á þessu glæsilega hófi, en mælst er til að keppendur mæti og sýni sigurvegurum þá virðingu að samgleðjast þeim að móti loknu.

18:00 húsið opnar
19:00 borðhald hefst
Forréttaplatti
Verðlaunaafhending
Nautalund og meðlæti í aðalrétt
Verðlaunaafhending
​Kaffi og meðlæti

Annað
Keppendur skulu nota skorskráningu í GolfBox fari ræsir fram á það.

Með þátttöku í mótinu heimila keppendur myndatöku og myndbirtingar á miðlum GSÍ og hjá RÚV.

Verði kylfingum boðið að taka þátt í PRO AM móti fyrir Íslandsmótið, er mælst til þess að tekið verði vel í það boð.

Kylfingar skulu staðfesta mætingu í afgreiðslu á æfingadögum.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ