Íslandsmótið í golfi 2022 hefst fimmtudaginn 4. ágúst á Vestmannaeyjavelli.
Alls eru 152 keppendur sem taka þátt og komust færri að en vildu og var leikin undankeppni s.l. mánudag um 2 laus sæti í mótinu. Á biðlista eru 8 karlar.
Hlutfall kvenna hefur aldrei verið hærra á Íslandsmótinu frá árinu 2001 eða 29%. Alls eru 44 konur á keppendalistanum og 108 karlar.
Þetta er mesti fjöldi kvenna á Íslandsmótinu frá upphafi.
Kylfingarnir koma frá 15 mismunandi klúbbum og 9 þeirra eru með keppendur bæði í kvenna – og karlaflokki.
Flestir keppendur eru frá GR eða 29 alls, og þar á eftir koma GKG og GM með 26 keppendur hvor. Frá GK eru 18 keppendur og heimamenn nýta tækifærið vel að mótið er í Eyjum – og eru 10 keppendur frá GV að þessu sinni.
Eins og áður segir er metfjöldi kvenna á Íslandsmótinu í ár og hæsta hlutfall kvenna frá árinu 2001 eða 29%. Hæst hefur hlutfallið verið 24%, árið 2014 í GKG þar sem að 33 konur kepptu, 2018 í Vestmanneyjum þegar 31 tók þátt og 2019 hjá GR þegar 36 konur tóku þátt.
Að meðaltali frá árinu 2001 hefur hlutfall kvenna verið 18% á keppendalista Íslandsmótsins – eða 26 keppendur að meðaltali. Í karlaflokki hefur meðaltal keppenda verið 113 keppendur frá árinu 2001 eða 82%. Meðalfjöldi keppenda á Íslandsmótinu frá árinu 2001 er 138. Þetta er fjórða árið í röð þar sem að mótið er með 150 keppendur eða fleiri. Það hafði aðeins gerst þrívegis áður frá árinu 2001. Árið 2002 á Hellu þar sem að 151 tóku þátt, 2009 hjá GR þar sem að 155 tóku þátt, og aftur á Hellu árið 2012 þar sem 151 tóku þátt.
Meðalaldur kvenna í mótinu er 23 ár og 2,2 er meðalforgjöf keppenda. Yngsti keppandin er 14 ára og sá elsti er 57 ára.
Í karlaflokki er meðalaldurinn 26 ár, og meðalforgjöf keppenda er 0,4. Yngsti keppandinn er 13 ára og sá elsti er 55 ára.
Biðlistinn í karlaflokki á Íslandsmótinu í golfi 2022 | ||
1 | Halldór Viðar Gunnarsson | Röðun úr undankeppni |
2 | Guðmundur Snær Elíasson | Röðun úr undankeppni |
3 | Kristian Óskar Sveinbjörnsson | Röðun úr undankeppni |
4 | Magnús Bjarnason | Forgjafarröðun (4,4) |
5 | Ástmundur Sigmarsson | Forgjafarröðun (4,7) |
6 | Aðalsteinn Ingvarsson | Forgjafarröðun (5) |
7 | Sindri Snær Skarphéðinsson | Forgjafarröðun (5,1) |
8 | Brynjar Smári Unnarsson | Forgjafarrröðun (5,5) |