Hulda Clara Gestsdóttir og Aron Snær Júlíusson. Mynd/seth@golf.is
Auglýsing

Íslandsmótið í golfi 2024 fer fram á Hólmsvelli í Leiru dagana 18.-21. júlí.

Íslandsmótið á sér langa sögu á Hólmsvelli í Leiru og er þetta í 21. sinn sem keppt er um Íslandsmeistaratitla hjá Golfklúbbi Suðurnesja, en klúbburinn fagnar 60 ára afmæli á þessu ári.


Smelltu hér fyrir rástíma, stöðu og úrslit:

Smelltu hér fyrir myndasafn:

4. keppnisdagur:

Hulda Clara og Aron Snær Íslandsmeistarar í golfi 2024

Hulda Clara Gestsdóttir og Aron Snær Júlíusson eru Íslandsmeistarar í golfi 2024 en þau eru bæði í Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar. Þetta er í annað sinn sem þau fagna þessum titli en þau sigruðu bæði í fyrsta sinn árið 2021.

Lokakafli Íslandsmótsins, sem fram fór á Hólmsvelli í Leiru, var æsispennandi. Aron Snær lék á 14 höggum undir pari vallar sem er nýtt mótsmet.

Nánar á golf.is.

Aron Snær lék á 270 höggum eða 14 höggum undir pari vallar, Aron Emil Gunnarsson, GOS, varð annar á 12 höggum undir pari, jafnir í þriðja sæti voru Böðvar Bragi Pálsson, GR og Sigurður Arnar Garðarsson, GKG, á 9 höggum undir pari. Skorðið í karlaflokki var mjög gott en alls léku 15 kylfingar samtals undir pari vallar.

Aron Emil fékk Björgvinsskálina, sem er veitt þeim áhugakylfingi í karlaflokki, sem er á lægsta skorinu.

Hulda Clara lék á 289 höggum eða 5 höggum yfir pari vallar, Ragnhildur Kristinsdóttir, GR, var á einu höggi á eftir, og Andrea Björg Bergsdóttir, GKG, varð þriðja á +8.

Hulda Clara fékk Guðfinnubikarinn, sem var veittur í fyrsta sinn, þeim áhugakylfingi sem leikur á besta skorinu í kvennaflokki. Nánar um Guðfinnubikarinn á golf.is.

3. keppnisdagur:

Mikil spenna ríkir fyrir lokakeppnisdaginn á Íslandsmótinu í golfi 2024, bæði í kvenna – og karlaflokki. Þoka setti keppnishaldið aðeins úr skorðum í morgun – og fresta þurfi ræsingu um rúmlega 2 klukkustundir – og hófst keppni kl. 10.

Aron Snær Júlíusson, GKG, er efstur í karlaflokki á 12 höggum undir pari vallar en hann er með eitt högg í forskot á Gunnlaug Árna Sveinsson, GKG, og Aron Emil Gunnarsson, GOS.

Mótsmetið í karlaflokki gæti fallið á morgun en það er í eigu Bjarka Péturssonar, GKG, frá árinu 2020.

Gunnlaugur Árni lék best allra í dag eða á 63 höggum, 8 höggum undir pari vallar, og setti hann nýtt vallarmet- en ný vallarmet hafa verið sett alla þrjá keppnisdagana í karlaflokknum.

Alls eru 21 leikmaður í karlaflokki sem eru undir pari vallar samtals. Aron Snær varð Íslandsmeistari árið 2021 en hann er á 201 höggi (65-68-68).

Páll Birkir Reynisson, GR, er jafn í 4. sæti ásamt liðsfélaga sínum, Hákoni Erni Magnússyni, á 10 höggum undir pari vallar samtals.

Hin 16 ára gamla Eva Kristinsdóttir úr GM deilir efsta sætinumeð ríkjandi Íslandsmeistara í kvennaflokki, Ragnhildi Kristinsdóttur, GR. Þær eru báðar á -1 höggi undir pari vallar á 212 höggum. Hulda Clara Gestsdóttir, GKG, er þremur höggum á eftir á +2 samtals. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, er fjórða á +5 samtals, og Andrea Bergsdóttir, GKG, er í fimmta sæti á +6 samtals.

Eva lék á 69 höggum í dag eða -2 á meðan Ragnhildur lék á pari vallar eða 71 höggi

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR og Bjarki Pétursson, GKG, eiga mótsmetin á Íslandsmótinu í golfi.

Bjarki Pétursson, GKG, á mótsmetið í karlaflokki en hann lék á 13 höggum undir pari samtals á Hlíðavelli í Mosfellsbæ árið 2020. Hann lék hringina þrjá á 275 höggum (72-66-69-68) og sigraði með átta högga mun.

Ólafía Þórunn á mótsmetið í kvennaflokki. Hún lék á 11 höggum undir pari á Jaðarsvelli á Akureyri árið 2016 og sigraði með einu höggi en Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, lék á -10 á því móti, sem er næst besta skor frá upphafi í kvennaflokki.

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, lék á -3 samtals árið 2019. Perla Sól Sigurbrandsdóttir, GR, lék á -1 á þremur keppnisdögum í Vestmannaeyjum árið 2022. Það eru þrjú bestu heildarskor Íslandsmeistara í kvennaflokki frá upphafi.


2. keppnisdagur:

Ragnhildur Kristinsdóttir og Böðvar Bragi Pálsson, bæði úr GR, létu mikið að sér kveða á öðrum keppnisdegi Íslandsmótsins í golfi í dag. 

Ragnhildur og Böðvar Bragi settu ný vallarmet á Hólmsvelli í Leiru og eru þau í efsta sæti þegar keppni er hálfnuð.

Niðurskurður var gerður eftir 2. keppnisdag. Hjá konunum var niðurskurðarlínan við +18 en þeir kylfingar sem léku á +18 eða lægra samtals komust áfram, alls 35 kylfingar. 

Í karlaflokki var niðurskurðarlínan við +6 og komust 62 kylfingar áfram sem léku á +6 eða lægra skori. 

Aðstæður á Hólmsvelli í Leiru voru að mestu eins og best verður á kosið – en rétt eftir hádegi brast á með mikilli úrkomu – og ein flöt vallarins, sú 7., var á floti um tíma en vaskir sjálfboðaliðar sáu til þess að flötin var leikhæf. 

Böðvar Bragi fór upp um fimm sæti í dag en hann lék á 64 höggum eða 7 höggum undir pari vallar. Alls fékk Böðvar Bragi 9 fugla á hringnum í dag en hann hefur fengið alls 16 fugla og 1 örn. Lokakaflinn á hringnum í dag hjá Böðvari var stórkostlegur þar sem hann fékk fimm fugla á síðustu sex holunum og þar af fjóra í röð á síðustu fjórum holunum. 

Ragnhildur Kristinsdóttir fór upp um fjögur sæti í dag en hún lék frábært golf þar sem hún fékk fimm fugla og einn skolla. Hún lék á 67 höggum eða -4 og er það nýtt vallarmet á Hólmsvelli í Leiru. 

Eva Kristinsdóttir, GM, sem var efst eftir fyrsta daginn lék á 74 höggum í dag og er hún í öðru sæti á +1 samtals ásamt Huldu Clöru Gestsdóttur, GKG, sem lék á pari vallar í dag. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, fór upp um 12 sæti í dag en hún lék á 70 höggum eða einu höggi undir pari, og er hún í fjórða sæti á +4 samtals. Þar á eftir koma Perla Sól Sigurbrandsdóttir, GR, og Andrea Björg Bergsdóttir úr GKG, á +5 samtals. 

Aron Snær Júlíusson, GKG, sem var jafn í efsta sæti eftir fyrsta keppnisdaginn, lék á 68 höggum í dag eða -3, og er hann í öðru sæti á -9. Hákon Örn Magnússon, GR, lék vel í dag eða 66 höggum (-3) og er hann í þriðja sæti á -8 samtals. Sigurður Arnar Garðarsson, GKG, sem var efstur eftir fyrsta daginn, er jafn í 4. sæti á -7 samtals eftir að hafa leikið á -1 í dag. Páll Birkir Reynisson, GR, lék á -5 í dag og er hann jafn í 4. sæti á -7 samtals.

1. keppnisdagur:

Keppni í karlaflokki á Íslandsmótinu í golfi 2024 er mjög spennandi að loknum fyrsta keppnisdegi. Alls léku 27 keppendur undir pari Hólmsvallar í Leiru – sem er einstakt í sögu Íslandsmótsins.

Aron Snær Júlíusson, GKG, Sigurður Arnar Garðarsson, GKG, eru jafnir í efsta sæti á 65 höggum eða -6. Þeir fengu báðir sex fugla á hringnum og töpuðu ekki höggi, sem er frábær árangur.

GKG-ingarnir eru með tveggja högga forskot á Magnús Yngva Sigsteinsson, GKG, Sigurð Bjarka Blumenstein, GR og Jóhannes Guðmundsson, GR, sem léku allir á 67 höggum í dag eða -4.

Frábær tilfþrif sáust í veðurblíðunni í dag, og Einar Helgi Bjarnason, GSE, fór holu í höggi á 9. braut. Það er í fyrsta sinn sem Austfirðingurinn slær draumahöggið en hann er í 13. sæti á tveimur höggum undir pari vallar.

Logi Sigurðsson, GS, sem hefur titil að verja á Íslandsmótinu í ár lék á 70 höggum eða -1 og er hann fimm höggum frá efsta sætinu.

Eva Kristinsdóttir, Golfklúbbi Mosfellsbæjar, er efst í kvennaflokki eftir fyrsta keppnisdaginn af alls fjórum, en hún lék Hólmsvöll í Leiru á 69 höggum eða 2 höggum undir pari.

Hún er með þriggja högga forskot á næstu keppendur. Perla Sól Sigurbrandsdótir, GR, og Hulda Clara Gestsdóttir, GKG, eru jafnar á 72 höggum eða einu höggi yfir pari vallar. Perla Sól og Hulda Clara hafa báðar fagnað Íslandsmeistaratitlinum. Hulda Clara árið 2021 á Jaðarsvelli á Akureyri og Perla Sól í Vestmanneyjum árið 2022.

Helga Grímsdóttir, GKG, lék vel í dag og er hún í fjórða sæti á einu höggi yfir pari vallar, eða 73 höggum.

Eva varð í þriðja sæti á Íslandsmótinu í holukeppni í júní s.l., en hún verður 17 ára þann 21. desember á þessu ári.

Ragnhildur Kristinsdóttir, GR, hefur titil að verja á Íslandsmótinu í ár. Hún hóf titilvörnina með því að leika á 74 höggum eða +3. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, sem er þrefaldur Íslandsmeistari í golfi, lék á 76 höggum og er hún í 16. sæti eftir fyrsta hringinn.

Holustaðsetningar á 4. keppnisdegi:

Fyrst var keppt um Íslandsmeistaratitilinn í kvennaflokki árið 1967. Mótið í ár er það 58. í röðinni í kvennaflokki. Alls eru 25 nöfn grafin á verðlaunagripinn í kvennaflokki, 14 kylfingar hafa sigrað oftar en einu sinni. Kylfingar úr GR hafa oftast sigrað eða 23 sinnum, GK er með 13 titla, og GS er með 11 titla. Karen Sævarsdóttir er með flesta titla í kvennaflokki eða 8 alls.

Fyrst var keppt um Íslandsmeistaratitilinn í karlaflokki árið 1942. Mótið í ár er það 83. í röðinni í karlaflokki. Alls hafa 41 einstaklingar fengið nafnið sitt á verðlaunagripinn í karlaflokki, 16 kylfingar hafa sigrað oftar en einu sinni. Birgir Leifur Hafþórsson er með flesta titla eða 7 alls. Kylfingar úr GR hafa sigrað alls 23 sinnum, GA er með 20 titla samtals og GK er með 13. titla í karlaflokki.

Fyrst var keppt um Íslandsmeistaratitilinn á Hólmsvelli í Leiru árið 1967 í karlaflokki – konurnar kepptu á Hvaleyrarvelli og var það í fyrsta sinn sem keppt var um Íslandsmeistaratitilinn í kvennaflokki. Guðfinna Sigurþórsdóttir, úr Golfklúbbi Suðurnesja, fagnaði sigri á fyrsta mótinu.

Fram til ársins 1986 fór Íslandsmótið fram með ýmsum hætti á Hólmsvelli í Leiru. Árið 1970 fóru lokadagarnir fram á Hólmsvelli í Leiru – en fyrri hlutinn í Hvaleyrarvelli. Árið 1978 var keppt í karlaflokki á Hólmsvelli í Leiru – þar sem að Hannes Eyvindsson sigraði í fyrsta sinn þá 21 árs. Hann er á meðal keppenda í ár, 67 ára, og er elsti keppandi mótsins.

Hólmsvöllur í Leiru varð að 18 holu velli sumarið 1986 og það ár var keppt á Íslandsmótinu í Leirunni.

Íslandsmeistarar á Hólmsvelli í Leiru

Alls hafa 17 einstaklingar fagnað Íslandsmeistaratitli á Hólmsvelli í Leiru.

1967: Gunnar Sólnes, GA
1970: Þorbjörn Kærbo, GS
1978: Hannes Eyvindsson, GR
1981: Ragnar Ólafsson, GR – Sólveig Þorsteinsdóttir, GR
1986: Úlfar Jónsson, GK – Steinunn Sæmundsdóttir, GR
1989: Úlfar Jónsson, GK – Karen Sævarsdóttir, GS
1993: Þorsteinn Hallgrímsson, GV – Karen Sævarsdóttir, GS
1998: Sigurpáll Geir Sveinsson, GA – Ragnhildur Sigurðardóttir, GR
2005: Heiðar Davíð Bragason, GKj. – Ragnhildur Sigurðardóttir, GR
2011: Axel Bóasson – Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR

  • Íslandsmeistarar úr Golfklúbbi Suðurnesja eru alls 7, Karen Sævarsdóttir 8 titlar, Guðfinna Sigurþórsdóttir 3 titlar, Þorbjörn Kærbo 3 titlar, Gylfi Kristinsson, Sigurður Sigurðsson, Örn Ævar Hjartarson, Logi Sigurðsson allir með einn titil. Líklega eini klúbburinn sem á mæðgur og feðga sem hafa fagnað þessum titli.
  • Á keppendalistanum á Íslandsmótinu 2024 eru flestir af bestu kylfingum landsins.
  • Þar má nefna, Guðrúnu Brá Björgvinsdóttur, GK, sem er þrefaldur Íslandsmeistari og atvinnukylfingur á næst sterkustu mótaröð Evrópu, LET Access. Huldu Clöru Gestsdóttur, GKG, Íslandsmeistari 2021, Perlu Sól Sigurbrandsdóttur, GR, sem sigraði á Íslandsmótinu 2022i. Ragnhildi Kristinsdóttur, GR, sem er atvinnukylfingur á næst sterkustu atvinnumótaröð Evrópu, en Ragnhildur hefur titil að verja á þessu móti. Andreu Bergsdóttur, sem er í íslenska landsliðinu og er efst íslenskra kvenna á heimslista áhugakylfinga.
  • Meðalaldur keppenda í kvennaflokki er 21,3, ár og meðalforgjöf í kvennaflokki er 1.64. Elsti keppandinn í kvennaflokki er Þórdís Geirsdóttir, sem er 59 ára, en hún varð Íslandsmeistari árið 1987. Sara María Guðmundsdóttir er sú yngsta í kvennaflokknum en hún er fædd í apríl 2010 og er því 14 ára.
  • Í karlaflokki er keppendalistinn einnig mjög sterkur. Meðalforgjöf mótsins er +1.1 og meðalaldur í karlaflokki er 27.2 ár. Elsti keppandinn er þrefaldi Íslandsmeistarinn, Hannes Eyvindsson en hann er 67 ára, Einar Long er næst elsti keppandinn, 66 ára ára og yngsti keppandinn er Arnar Daði Svavarsson sem er 15 ára.
  • Fjórir keppendur í karlaflokki hafa sigrað á Íslandsmótinu. Hannes Eyvindsson, GR, er með þrjá titla (1978, 1979 og 1980), Logi Sigurðsson, GS, (2023) hefur titil að verja á mótinu, Aron Snær Júlíusson, GKG, sigraði árið 2021 og Kristján Þór Einarsson, GM, er með tvo titla (2008,2022).
  • Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR, á mótsmetið í kvennaflokki á Íslandsmótinu í golfi. Hún lék á 11 höggum undir pari á Jaðarsvelli á Akureyri árið 2016. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, lék á -3 samtals árið 2019. Perla Sól Sigurbrandsdóttir, GR, lék á -1 á þremur keppnisdögum í Vestmannaeyjum árið 2022. Það eru þrjú bestu heildarskor Íslandsmeistara í kvennaflokki frá upphafi.
  • Fimm keppendur í kvennaflokki á Íslandsmótinu í golfi hafa fagnað þessum titli áður. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, (2018, 2019, 2020), Hulda Clara Gestsdóttir, GKG (2021), Perla Sól Sigurbrandsdóttir, GR (2022), Ragnhildur Kristinsdóttir (2023), Þórdís Geirsdóttir, GK (1987).
  • Lægsta forgjöfin í kvennaflokki er +5.2, en Hulda Clara Gestsdóttir, GKG og Ragnhildur Kristinsdóttir, GR, eru báðar með þá forgjöf.
  • Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK. Alls eru 13 keppendur með 0 eða lægra í forgjöf í kvennaflokki. Árið voru keppendur 14 alls en
  • Metfjöldi keppenda er í kvennaflokki í ár eða 57 alls, sem eru 10 fleiri en í fyrra, sem var þá nýtt met.
  • Bjarki Pétursson, GKG, á mótsmetið í karlaflokki á Íslandsmótinu í golfi en hann lék á 13 höggum undir pari samtals á Hlíðavelli í Mosfellsbæ árið 2020. Hann lék hringina þrjá á 275 höggum (72-66-69-68) og sigraði með átta högga mun.
  • Metið var áður í eigu Þórðar Rafns Gissurarsonar sem lék á 12 höggum undir pari vallar á Garðavelli árið 2015 (67-73-66-70). Árið 1964 setti Magnús Guðmundsson, GA, ný viðmið í íslensku keppnisgolfi þegar hann lék á 10 höggum undir pari vallar á Vestmannaeyjavelli á Íslandsmótinu 1964. Hann var sá fyrsti sem lék fjóra keppnishringi á undir pari samtals á Íslandsmótinu í golfi. Hann sigraði með 25 högga mun á því móti. Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, jafnaði þetta met 39 árum síðar á Íslandsmótinu á Leirdalsvelli hjá GKG árið 2014. Þar landaði Birgir Leifur sínum sjötta Íslandsmeistaratitli á 10 höggum undir pari samtals.
  • Ragnhildur Sigurðardóttir er yngsti Íslandsmeistarinn í kvennaflokki en hún var 15 ára þegar hún fagnaði sigri árið 1985 á Akureyri.
  • Úlfar Jónsson varð Íslandsmeistari 17 ára gamall árið 1986 á Hólmsvelli í Leiru. Hann er yngsti sigurvegarinn í karlaflokki á Íslandsmótinu í golfi en mótslok voru 2. ágúst árið 1986.
  • Úlfar er fæddur 25. ágúst árið 1968. Hann var 17 ára, 11 mánaða og 8 daga gamall þegar hann sigraði.
  • Ragnhildur Sigurðardóttir, GR, er sú yngsta sem hefur sigrað á Íslandsmótinu í golfi í kvennaflokki. Ragnhildur er fædd 21. júní 1970. Hún sigraði á Íslandsmótinu í golfi þann 4. ágúst árið 1985 og var þá 15 ára, eins mánaðar og 14 daga gömul.
  • Perla Sól Sigurbrandsdóttir, GR, er næst yngsti sigurvegarinn á Íslandsmótinu í golfi í kvennaflokki. Perla er fædd 28. september 2006 og var 15 ára, 10 mánaða og 11 daga gömul þegar hún fagnaði sínum fyrsta Íslandsmeistaratitli í Vestmannaeyjum í 2022.
  • Karen Sævarsdóttir, GS, var 16 ára gömul þegar hún sigraði í fyrsta sinn á Íslandsmótinu í golfi árið 1989. Hún varði titilinn næstu sjö árin, sem er met sem verður seint slegið.

Keppendur á Íslandsmótinu 2024 koma frá 19 klúbbum víðsvegar af landinu. Sjö klúbbar eru með keppendur í kvenna – og karlaflokki. Flestir keppendur eru frá Golfklúbbi Reykjavíkur, 36 alls, Golfklúbbur Kópavogs – og Garðabæjar er með 33 keppendur og Golfklúbbur Mosfellsbæjar er með 21.

KlúbburKonurKarlarSamtals% af heild
1Golfklúbbur Reykjavíkur14223623.5%
2Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar14193321.6%
3Golfklúbbur Mosfellsbæjar1292113.7%
4Golfklúbburinn Keilir6121811.8%
5Golfklúbbur Akureyrar39127.8%
6Golfklúbbur Suðurnesja2685.2%
7Golfklúbbur Selfoss2574.6%
8Nesklúbburinn442.6%
9Golfklúbbur Vestmannaeyja221.3%
10Golfklúbburinn Setberg221.3%
11Golfklúbbur Fjallabyggðar110.7%
12Golfklúbbur Grindavíkur110.7%
13Golfklúbbur Hveragerðis110.7%
14Golfklúbbur Siglufjarðar110.7%
15Golfklúbburinn Leynir221.3%
16Golfklúbbur Kiðjabergs110.7%
17Golfklúbbur Borgarness110.7%
18Golfklúbbur Skagafjarðar110.7%
19Golfklúbburinn Hamar Dalvík110.7%
5796153100.0%

Mikill áhugi er hjá keppendum á Íslandsmótinu í golfi og fjöldi kvenna hefur aldrei verið meiri. Alls verða 57 konur á meðal keppenda og 96 karlar. Hlutfall kvenna er 37% í mótinu í ár – en meðaltalið frá árinu 2001 er 20%. Þegar Íslandsmótið fór fram á Hólmsvelli í Leiru síðast, eða árið 2011, voru 26 konur sem tóku þátt.

ÁrKlúbburVöllurKarlarKonurSamtalsHlutfall karlarHlutfall konur
2001GRGrafarholt1271914687%13%
2002GHRStrandarvöllur1292215185%15%
2003GVVestmannaeyjavöllur941611085%15%
2004GLGarðavöllur891710684%16%
2005GSHólmsvöllur í Leiru1112613781%19%
2006GOUriðavöllur1091412389%11%
2007GKHvaleyrarvöllur1262214885%15%
2008GVVestmannaeyjar1031611987%13%
2009GRGrafarholt1262915581%19%
2010GKBKiðjabergsvöllur1211713888%12%
2011GSHólmsvöllur í Leiru1112413582%18%
2012GHStrandarvöllur1232815181%19%
2013GRKorpuvöllur1142513982%18%
2014GKGLeirdalur1063313976%24%
2015GLGarðavöllur1202214285%15%
2016GAJaðarsvöllur1073113878%22%
2017GKHvaleyrarvöllur1122914179%21%
2018GVVestmannaeyjavöllur993113076%24%
2019GRGrafarholt1143615076%24%
2020GMHlíðavöllur1173415177%23%
2021GAJaðarsvöllur1163415077%23%
2022GVVestmannaeyjavöllur1084415271%29%
2023GOUrriðavöllur1054815369%31%
2024GSHólmsvöllur í Leiru965715363%37%
Meðaltal1122813980%20%

Breytingar hafa verið gerðar á leikröð á golfholunum á Hólmsvelli í Leiru. Völlurinn verður leikinn í þessari röð á Íslandsmótinu í golfi 2024 og einnig eftir að mótinu lýkur. Hér má sjá yfirlitsmynd með nýrri leikröð.

  • Árið 2011 fór Íslandsmótið síðast á Hólmsvelli í Leiru, þar sem að Axel Bóasson, GK, og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR fögnuðu Íslandsmeistaratitlinum. Í mótinu í ár eru 21 leikmaður sem léku einnig á mótinu árið 2011, fimm konur og sextán karlar. Þau eru:
  • Ragnar Már Garðarsson
  • Rúnar Arnórsson
  • Örvar Samúelsson
  • Andri Már Óskarsson
  • Andri Þór Björnsson
  • Arnar Snær Hákonarson
  • Arnór Ingi Finnbjörnsson
  • Kristján Þór Einarsson
  • Björgvin Sigmundsson
  • Alfreð Brynjar Kristinsson
  • Bjarni Sigþór Sigurðsson
  • Hlynur Geir Hjartarson
  • Helgi Birkir Þórisson
  • Guðmundur Rúnar Hallgrímsson
  • Sigurbjörn Þorgeirsson
  • Einar Long
  • Ragnheiður Sigurðardóttir
  • Guðrún Brá Björgvinsdóttir
  • Þórdís Geirsdóttir
  • Karen Guðnadóttir
  • Berglind Björnsdóttir

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ