Íslandsmótið í holukeppni 2021 fer fram á Þorláksvelli hjá Golfklúbbi Þorlákshafnar dagana 18.-20. júní. Keppt eru í kvenna – og karlaflokki og eru 32 keppendur í hvorum flokki.
Mótið í ár verður það 34. frá upphafi en fyrst var keppt um Íslandsmeistaratitla í holukeppni í karla – og kvennaflokki árið 1988.
Þetta verður í fyrsta sinn sem keppt verður á Þorláksvelli á Íslandsmóti í fullorðinsflokki í einstaklingskeppni á vegum Golfsambands Íslands.
Opnað hefur verið fyrir skráningu.
Smelltu hér fyrir kvennaflokk.
Íslandsmótið í holukeppni 2021 – konur og karlar.
Keppendur í flokknum eru 32. Þátttakendur skulu tilkynna um þátttöku a.m.k. 10 dögum fyrir fyrsta mótsdag, í síðasta lagi kl. 23:59 á þriðjudegi í vikunni fyrir mótið (8. júní). Mótsstjórn getur þó heimilað þátttöku, berist tilkynning síðar,hafi hámarksfjölda þátttakenda ekki verið náð.
Stigalisti karla fyrir holukeppni
Stigalisti kvenna fyrir holukeppni
Þátttökurétt í hvorum flokki hafa:
1. Ríkjandi Íslandsmeistari í holukeppni.
2. Þrír efstu Íslendingar á heimslista atvinnumanna (www.owgr.com) kl. 8:00 morguninn eftir að skráningarfresti lýkur.
3. Þrír efstu Íslendingar á heimslista áhugamanna (www.wagr.com) kl. 8:00 morguninn eftir að skráningarfresti lýkur.
4. Stigahæstu kylfingar á stigamótaröðinni, þar til fullum fjölda þátttakenda er náð. Stig reiknast þannigað við stig ársins bætast stig frá síðasta ári,frá og með síðasta Íslandsmóti í holukeppni. Fyrir Íslandsmótið í holukeppni 2022 og síðar skulu stig reiknast þannig að við stig ársins bætast stig frá síðasta ári, frá og með fyrsta stigamóti eftir síðasta Íslandsmóti í holukeppni, þ.e. síðasta Íslandsmót í holukeppni telur ekki í stigafjöldanum.
5. Ákveði einhverjir kylfingar sem eiga þátttökurétt að nýta hann ekki færast kylfingar upp um sæti sem því nemur og þeim næstu á stigamótaröðinni er boðinn þátttökuréttur. Séu kylfingar jafnir í sæti á stigamótaröðinni, sbr. lið 4, telst sá ofar sem ofar varð í Íslandsmótinu í golfi. Séu kylfingar enn jafnir, telst sá ofar sem náð hefur efra sæti á öðrum stigamótum. Séu kylfingar þá enn jafnir ræður hlutkesti.Náist ekki full skráning þátttakenda samkvæmt ofangreindu skal öðrum kylfingum heimil þátttaka. Ræður þá forgjöf þátttökurétti. Séu kylfingar með jafnháa forgjöf ræður hlutkesti. Miðað er við forgjöf þátttakenda kl. 8:00 morguninn eftir að skráningarfresti lýkur.
Mótsgjald og æfingahringir
Mótsgjald er 8.500,-kr. og skal greitt við skráningu.
Þeir kylfingar sem komast ekki inn í mótið fá mótsgjald endurgreitt að móti loknu.
Æfingadagar eru 14., 15., 16. og 17. júní.
Rástímar fyrir æfingahringi eru 14., 15. og 16. júní kl. 11.00 – 13.00 og 15.00 – 17.00 og 17. júní kl. 11.00 – 13.00. Keppendur eru beðnir um að hafa samband í síma 483-3009 til að bóka rástíma fyrir æfingahring. Vinsamlegast athugið að skilyrði er að hafa greitt mótsgjald og vera skráð í mótið til að mega leika æfingahring án endurgjalds.
Fyrir rástíma utan þessara tíma vinsamlegast hafið samband við klúbbinn.
Veitt verða verðlaun (gjafakort) fyrir 1. – 3. sæti í flokki karla og kvenna.
1.sæti: 90.000,- kr.
2. sæti: 60.000,- kr.
3. sæti: 30.000,- kr.
Leikir og rástímar í riðlakeppni verða birt í hlekk þegar nær dregur hér fyrir neðan. 8 manna, undanúrslit og úrslit verða birt í GolfBox.
Hér má sjá stöðuna á eftirfarandi stigalistum:
Stigalisti karla fyrir holukeppni
Stigalisti kvenna fyrir holukeppni
Reglugerð um Íslandsmót í holukeppni
Íslandsmeistarar í holukeppni frá upphafi:
Karlaflokkur:
- 1988 Úlfar Jónsson, GK (1)
- 1989 Sigurður Pétursson, GR (1)
- 1990 Sigurjón Arnarsson, GR (1)
- 1991 Jón H Karlsson, GR (1)
- 1992 Björgvin Sigurbergsson, GK (1)
- 1993 Úlfar Jónsson, GK (2)
- 1994 Birgir Leifur Hafþórsson, GL (1)
- 1995 Örn Arnarson, GA (1)
- 1996 Birgir Leifur Hafþórsson, GL (2)
- 1997 Þorsteinn Hallgrímsson, GV (1)
- 1998 Björgvin Sigurbergsson, GK (2)
- 1999 Helgi Þórisson, GS (1)
- 2000 Björgvin Sigurbergsson, GK (3)
- 2001 Haraldur Heimisson, GR (1)
- 2002 Guðmundur I. Einarsson, GR (1)
- 2003 Haraldur H. Heimisson, GR (2)
- 2004 Birgir Leifur Hafþórsson, GKG (3)
- 2005 Ottó Sigurðsson, GKG(1)
- 2006 Örn Ævar Hjartarson, GS (1)
- 2007 Ottó Sigurðsson, GKG (2)
- 2008 Hlynur Geir Hjartarson, GK (1)
- 2009 Kristján Þór Einarsson, GM (1)
- 2010 Birgir Leifur Hafþórsson, GKG (4)
- 2011 Arnór Ingi Finnbjörnsson, GR (1)
- 2012 Haraldur Franklín Magnús, GR (1)
- 2013 Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR (1)
- 2014 Kristján Þór Einarsson, GM (2)
- 2015 Axel Bóasson, GK (1)
- 2016 Gísli Sveinbergsson, GK (1)
- 2017 Egill Ragnar Gunnarsson, GKG (1)
- 2018 Rúnar Arnórsson, GK (1)
- 2019: Rúnar Arnórsson, GK (2)
- 2020: Axel Bóasson, GK (2)
Kvennaflokkur:
- 1988 Karen Sævarsdóttir, GS (1)
- 1989 Þórdís Geirsdóttir, GK (1)
- 1990 Ragnhildur Sigurðardóttir, GR (1)
- 1991 Karen Sævarsdóttir, GS (2)
- 1992 Karen Sævarsdóttir, GS (3)
- 1993 Ragnhildur Sigurðardóttir, GR (2)
- 1994 Karen Sævarsdóttir, GS (4)
- 1995 Ólöf María Jónsdóttir, GK (1)
- 1996 Ólöf María Jónsdóttir, GK (2)
- 1997 Ragnhildur Sigurðardóttir, GR (3)
- 1998 Ólöf María Jónsdóttir, GK(3)
- 1999 Ólöf María Jónsdóttir, GK(4)
- 2000 Ragnhildur Sigurðardóttir, GK (4)
- 2001 Ragnhildur Sigurðardóttir, GR (5)
- 2002 Herborg Arnarsdóttir, GR (1)
- 2003 Ragnhildur Sigðurðardóttir, GR (6)
- 2004 Ólöf María Jónsdóttir, GK (5)
- 2005 Ragnhildur Sigurðardóttir, GR (7)
- 2006 Anna Lísa Jóhannsdóttir, GR (1)
- 2007 Þórdís Geirsdóttir, GR (2)
- 2008 Ásta Birna Magnúsdóttir, GK (1)
- 2009 Signý Arnórsdóttir, GK (1)
- 2010 Valdís Þóra Jónsdóttir, GL (1)
- 2011 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR (1)
- 2012 Signý Arnórsdóttir, GK (2)
- 2013 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR (2)
- 2014 Tinna Jóhannsdóttir, GK (1)
- 2015 Heiða Guðnadóttir, GM (1)
- 2016 Berglind Björnsdóttir, GR (1)
- 2017 Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK (1)
- 2018 Ragnhildur Kristinsdóttir, GR (1)
- 2019: Saga Traustadóttir, GR (1)
- 2020: Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR (3)