GSÍ fjölskyldan
Auglýsing

Íslandsmótið í holukeppni 2023 fer fram dagana 21.-23. júlí á Hamarsvelli í Borgarnesi. 

Viðamiklar breytingar hafa verið gerðar á keppnisfyrirkomulagi mótsins – eins og sjá má í þessari frétt frá því í mars á þessu ári.

Mótsstjórn Íslandsmótsins í holukeppni 2023 hefur ákveðið að ekki verði undankeppni um fjögur síðustu sætin í hvorum flokki ef umframskráning verður í viðkomandi flokki sem nemur a.m.k. sex sætum.

Hér fyrir neðan er nýja fyrirkomulagið útskýrt og ýmsum spurningum svarað. 

Í karlaflokki er hámarksforgjöf 5.5 og í kvennaflokki 8.5 – og er athygli vakin á því að allir kylfingar sem eru með forgjöf sem er undir hámarksforgjöf mótsins geta skráð sig til keppni. 

Skráningarfrestur rennur út miðvikudaginn 12. júlí 2023 kl. 23:59. 

Smelltu hér til að skrá þig. 

Nánar um mótið hér.

Deildu:

Auglýsing
Svipmyndir frá æfingaferð íslenska landsliðshópsins á La Finca í janúar 🇪🇸 lafincaresort
Undirbúningur hjá Guðrúnu Brá áður en hún hélt af stað til Suður Afríku að keppa á Sunshine mótaröðinni í golfi 🇿🇦Endilega fylgist með henni næstu vikur 📸
Skráning er hafin á Golfhátíð á Akranesi ⛳️ frábær skemmtun fyrir 11-14 ára af öllu getustigi 🙏🏻 nánari upplýsingar og skráning á golf.is
Frábær vika að baki hjá íslenska landsliðshópnum á La Finca Golf ⛳️Thank you for having us lafincaresort lafinca_sports

📸 kristinmariaa
Auglýsing