Íslandsmótið í holukeppni 2023 fer fram dagana 21.-23. júlí á Hamarsvelli í Borgarnesi.
Viðamiklar breytingar hafa verið gerðar á keppnisfyrirkomulagi mótsins – eins og sjá má í þessari frétt frá því í mars á þessu ári.
Mótsstjórn Íslandsmótsins í holukeppni 2023 hefur ákveðið að ekki verði undankeppni um fjögur síðustu sætin í hvorum flokki ef umframskráning verður í viðkomandi flokki sem nemur a.m.k. sex sætum.
Hér fyrir neðan er nýja fyrirkomulagið útskýrt og ýmsum spurningum svarað.
Í karlaflokki er hámarksforgjöf 5.5 og í kvennaflokki 8.5 – og er athygli vakin á því að allir kylfingar sem eru með forgjöf sem er undir hámarksforgjöf mótsins geta skráð sig til keppni.
Skráningarfrestur rennur út miðvikudaginn 12. júlí 2023 kl. 23:59.
Hverju var breytt?
Stjórn GSÍ samþykkti breytinguna á fundi sínum þann 20. mars 2023.
Í stað riðlakeppni og útsláttarkeppni 32 keppenda af hvoru kyni munu nú a.m.k. 42 keppendur af hvoru kyni geta tekið þátt í 36 holu undankeppni í höggleik sem fram fer 21. júlí 2023.
Að henni lokinni fara 16 efstu keppendurnir í hreina útsláttarkeppni í holukeppni.
Geta allir tekið þátt?
Allir kylfingar sem eru undir hámarksforgjöf mótsins og eru félagar í golfklúbbi innan vébanda GSÍ geta skráð sig til leiks.
Þátttökurétt hafa (a) íslenskir ríkisborgarar og (b) erlendir kylfingar eftir a.m.k. þriggja ára samfellda búsetu hérlendis.
Í karlaflokki er hámarksforgjöf 5,5 og í kvennaflokki 8,5.
Hámarksforgjöf miðast við forgjöf þátttakanda kl. 8:00 morguninn eftir að skráningarfresti lýkur. Skráningarfrestur rennur út kl. 23:59 miðvikudaginn 12. júlí 2023. Smelltu hér til að skrá þig.
Hverjir eru nú þegar með keppnisrétt?
Þátttökurétt í hvorum flokki hafa:
- Ríkjandi Íslandsmeistari í holukeppni.
- Þrír efstu Íslendingar á heimslista atvinnumanna (www.owgr.com) kl. 8:00 morguninn eftir að lokaskráningarfresti lýkur.
- Þrír efstu Íslendingar á heimslista áhugamanna (www.wagr.com) kl. 8:00 morguninn eftir að lokaskráningarfresti lýkur.
- Stigahæstu kylfingar á stigamótaröðinni, þar til 32 þátttakendum er náð. Stig reiknast þannig að við stig ársins bætast stig frá síðasta ári, frá og með fyrsta stigamóti eftir Íslandsmótið í holukeppni, þ.e. síðasta Íslandsmót í holukeppni telur ekki í stigafjöldanum.
- Forgjafarlægstu kylfingarnir sem eru skráðir til leiks eftir að skráningarfresti lýkur, þar til hámarksfjölda er náð.
Ég er ekki á stigalistanum - get ég tekið þátt?
Já þeir kylfingar sem eru ekki á stigalistanum geta skráð sig til leiks. Þátttökurétt í hvorum flokki hafa:
- Ríkjandi Íslandsmeistari í holukeppni.
- Þrír efstu Íslendingar á heimslista atvinnumanna (www.owgr.com) kl. 8:00 morguninn eftir að lokaskráningarfresti lýkur.
- Þrír efstu Íslendingar á heimslista áhugamanna (www.wagr.com) kl. 8:00 morguninn eftir að lokaskráningarfresti lýkur.
- Stigahæstu kylfingar á stigamótaröðinni, þar til 32 þátttakendum er náð. Stig reiknast þannig að við stig ársins bætast stig frá síðasta ári, frá og með fyrsta stigamóti eftir Íslandsmótið í holukeppni, þ.e. síðasta Íslandsmót í holukeppni telur ekki í stigafjöldanum.
- Forgjafarlægstu kylfingarnir sem eru skráðir til leiks eftir að skráningarfresti lýkur, þar til hámarksfjölda er náð.
Stigalistarnir eru hér!
Stigalistinn í kvennaflokki er hér:
Stigalistinn í karlaflokki er hér:
Eins og áður segir geta kylfingar sem eru ekki á stigalistanum geta skráð sig til leiks. Þátttökurétt í hvorum flokki hafa:
- Ríkjandi Íslandsmeistari í holukeppni.
- Þrír efstu Íslendingar á heimslista atvinnumanna (www.owgr.com) kl. 8:00 morguninn eftir að lokaskráningarfresti lýkur.
- Þrír efstu Íslendingar á heimslista áhugamanna (www.wagr.com) kl. 8:00 morguninn eftir að lokaskráningarfresti lýkur.
- Stigahæstu kylfingar á stigamótaröðinni, þar til 32 þátttakendum er náð. Stig reiknast þannig að við stig ársins bætast stig frá síðasta ári, frá og með fyrsta stigamóti eftir Íslandsmótið í holukeppni, þ.e. síðasta Íslandsmót í holukeppni telur ekki í stigafjöldanum.
- Forgjafarlægstu kylfingarnir sem eru skráðir til leiks eftir að skráningarfresti lýkur, þar til hámarksfjölda er náð.
Hvað gerist ef það er ekki full skráning í flokk?
Verði ekki full skráning í annan flokkinn skal fjölgað í hinum flokknum sem því nemur.
Smelltu hér til að skrá þig!
- Skráningarfrestur í Íslandsmótið í holukeppni rennur út kl. 23:59 miðvikudaginn 12. júlí 2023.