Fimm íslenskir kylfingar eru á meðal keppenda á Ecco Tour atvinnumótaröðinni sem fram fer í Svíþjóð. Mótið heitir Rewell Elisefarm og fer fram á Elisefarm golfvellinum.
Ecco Tour er í þriðja styrkleikaflokki atvinnumótaraða í Evrópu og er að mestu leikið á völlum á Norðurlöndunum.
Mótaröðin getur opnað dyr inn á Áskorendamótaröðina, ChallengeTour, sem er í næst efsta styrkleikaflokki atvinnumótaraða í Evrópu – þar sem að Haraldur Franklín Magnús og Guðmundur Ágúst Kristjánsson eru með keppnisrétt eftir að hafa náð frábærum árangri á Ecco Tour.
Axel Bóasson, GK, hefur einnig komist inn á Áskorendamótaröðina með frábærum árangri á þessari mótaröð. Axel, sem er þrefaldur Íslandsmeistari í golfi, er í efsta sæti á mótinu þessa stundina á -6. Aron Snær Júlíusson, GKG, og ríkjandi Íslandsmeistari í golfi, er í öðru sæti á -5. m
Bjarki Pétursson, GKG, sem varð Íslandsmeistari árið 2020, er í 6. sæti þessa stundina á -3. Böðvar Bragi Pálsson, GR, sem er fæddur árið 2002 og er enn áhugakylfingur, er með keppnisrétt á Ecco Tour, er á -2 í 12. sæti. Andri Þór Björnsson, GR, er á +2 eftir fyrsta hringinn.
Smelltu hér fyrir skor, rástíma og úrslit:




