Íslenska karlalandsliðið endaði í 12. sæti í efstu deild á Evrópumótinu í golfi og leikur því í þeirri deild á næsta ári. Ísland lagði Belgíu í B-riðli keppninnar í holukeppninni en tapaði gegn Austurríki og Tékkum.
Úrslitin úr leikjunum gegn Austurríki má sjá hér fyrir neðan.
Úrslitin úr leikjunum gegn Belgíu má sjá hér fyrir neðan.
Fimm bestu skorin á hverjum hring töldu í hverri umferð í höggleiknum sem stóð yfir fyrstu tvo dagana. Ísland var +24 yfir pari líkt og Þjóðverjar og Tékkar eftir fyrsta hringinn. Á lokahringnum bætti íslenska liðið sig gríðarlega og lék á +5 samtals.
Bjarki Pétursson (GB) (72-73)
Fannar Ingi Steingrímsson (GHG) (80-74).
Gísli Sveinbergsson (GK) (76-72)
Henning Darri Þórðarson (GK) (79-75)
Aron Snær Júlíusson (GKG) (84-71)
Rúnar Arnórsson (GK) (77-81)