/

Deildu:

Frá vinstri: Björgvin Sigurbergsson liðsstjóri, Helga Kristín Einarsdóttir (GK)​, Berglind Björnsdóttir (GR)​, Anna Sólveig Snorradóttir (GK),​ Guðrún Brá Björgvinsdóttir (GK), Saga Traustadóttir (GR), Ragnhildur Kristinsdóttir (GR)​ og Jussi Pitkänen afreksstjóri GSÍ.
Auglýsing

Kvennalandsliðið í golfi endaði í 18. sæti af alls 19. þjóðum á Evrópumótinu sem fram fór á Montado Resort í Portúgal. Englendingar vörðu titilinn frá því í fyrra með yfirburðasigri gegn Ítalíu í úrslitaleiknum en EM fór fram hér á landi fyrir ári síðan. Svíar enduðu í þriðja sæti eftir sigur gegn Spánverjum.

Ísland sigraði Portúgal í keppni sæti 17.-19. í C-riðli í holukeppninni en tapaði 4:1 gegn Finnum.

Ísland lék á +38 samtals í höggleiknum en Portúgal lék á +45 og endaði í neðsta sætinu í höggleiknum.

Að loknum höggleiknum tók við holukeppni þar sem að liðin í sætum 1.-8. kepptu um Evrópumeistaratitilinn í A-riðli, liðin í sætum 9.-16. kepptu í B-riðli og liðin í sætum 17.-20. keppa í C-riðli.

 


Staðan á mótinu:

Fimm bestu skorin á hverjum hring töldu í hverri umferð.

Ragnhildur Krisinsdóttir úr GR náði bestum árangri í íslenska liðinu en hún endaði í 23. sæti í einstaklingskeppnini á -1 samtals.

Ragnhildur lék hringina tvo á 74 og 69 höggum og var síðari hringurinn glæsilegur hjá Ragnhildi.

Guðrún Brá Björgvinsdóttir var á parinu samtals (72-72) og endaði í 34. sæti.
Helga Kristín Einarsdóttir úr GK endaði í 93. sæti á (77-76).

Saga Traustadóttir úr GR lék á 156 höggum eða 79-77 og endaði í 101.sæti. Berglind Björnsdóttir úr GR lék á 83-81 og endaði í 111. sæti og Anna Sólveig Snorradóttir lék á (81-85) og endaði í 112. sæti.

Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr GK lék best á fyrsta hringnum eða á pari vallar eða 72 höggum. Ragnhildur Kristinsdóttir úr GR lék á 74 höggum (+2), Helga Kristín Einarsdóttir (GK( 77 (+5), Saga Traustadóttir (GR) 79 (+7), Anna Sólveig Snorradóttir (GK) 81 (+9) og skor Berglindar Björnsdóttir (GR) 83 (+11) taldi ekki í dag.

Frá Honda-Classic mótinu á Eimskipsmótaröðinni á Garðavelli.
Ragnhildur Kristinsdóttir, GR. Mynd/seth@golf.is

 

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ