/

Deildu:

Auglýsing

Á föstudag funduðu framkvæmdastjórar ÍSÍ og UMFÍ með fulltrúum mennta- og menningarmálaráðuneytis og í kjölfarið með sérsamböndum ÍSÍ til að fara yfir stöðuna eftir birtingu auglýsinga heilbrigðisráðherra um samkomubann og takmarkanir á skólahaldi. 

Vefsíða ÍSÍ hefur birt grein með umfjöllun um málið og stöðuna, en þar segir m.a.:  

ÍSÍ bendir íþrótta- og ungmennafélögum á að hafa samráð við viðkomandi sveitarfélag varðandi fyrirkomulag æfinga í íþróttamannvirkjum, ef ákvörðun er tekin um áframhaldandi íþróttaæfingar. Lögð er áhersla á þrif og sótthreinsun mannvirkja eftir hvern dag. … verið er að vinna sameiginlegar leiðbeiningar sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um frístundaheimili, íþróttastarf, íþróttamannvirki, skólahljómsveitir og aðrar tómstundir barna.
ÍSÍ hvetur sambandsaðila sína, eftir sem áður, að fylgjast vel með þróun mála á upplýsingasíðum yfirvalda. Atburðarrás er hröð þessa dagana og gefa verður svigrúm til að láta reyna á útfærslur og túlkun nýrra reglna. Reynt verður að miðla upplýsingum til íþróttahreyfingarinnar um leið og nýjar upplýsingar koma fram.

Frétt á vef ÍSÍ

Vefur landlæknis

Sérvefur um COVID-19

Framkvæmdastjórar ÍSÍ og UMFÍ funduðu Páli Magnússyni ráðuneytisstjóra mennta- og menningarmálaráðuneytis og Óskari Þór Ármannssyni sérfræðingi í ráðuneytinu í gegnum fjarfundabúnað síðdegis í dag í kjölfar tveggja auglýsinga sem yfirvöld birtu í dag. Annars vegar er um að ræða auglýsingu um takmörkun á samkomum vegna farsóttar og hins vegar auglýsingu um takmörkun á skólastarfi vegna farsóttar. Í kjölfar þess fundar var svo fundað með sérsamböndum ÍSÍ. Margar spurningar brenna á íþróttahreyfingunni þessa dagana og í hraðri atburðarrás síðustu daga hefur reynt á stjórnendur í íþróttahreyfingunni sem bera ábyrgð á starfi sem snertir meirihluta þjóðarinnar.

Frá og með mánudeginum 16. mars nk.kl. 00:01 mun taka gildi samkomubann á landinu sem gilda mun í fjórar vikur eða til og með 13. apríl nk. Þetta bann hefur víðtæk áhrif á íþróttahreyfinguna því í takmörkuninni felst að fjöldasamkomur eru óheimilar á gildistíma bannsins. Með fjöldasamkomum er átt við þegar 100 einstaklingar eða fleiri koma saman, hvort sem er í opinberum rýmum eða einkarýmum. Íþróttaviðburðir falla þarna undir. Í takmörkuninni felst einnig að á samkomum, öllum vinnustöðum og í allri annarri starfsemi skuli eftir því sem unnt er, rými skipulögð með þeim hætti að hægt sé að hafa a.m.k. tvo metra á milli einstaklinga.

Auglysing um takmorkun a samkomum vegna farsottar.pdf.

Takmörkun á skólastarfi vegna farsóttar tekur gildi 16. mars nk. og gildir til 12. apríl nk. Heimilt er að halda uppi skólastarfi í skólabyggingum að þeim skilyrðum uppfylltum að ekki séu fleiri en 20 nemendur í kennslu í sömu stofu og að nemendur blandist ekki á milli hópa. Íþróttastarf þeirra aldurshópa sem stunda grunnskólanám fellur undir þessar takmarkanir. Það þýðir að enn sem komið er, er heimilt að halda úti æfingum fyrir þessa aldurshópa ef viðkomandi íþróttafélag tryggir að ekki séu fleiri iðkendur en 20 á æfingu í sama rými og að tryggt sé að engin blöndun iðkendahópa eigi sér stað við komu og brottför.

Auglysing um takmorkun a skolastarfi vegna farsottar.pdf

ÍSÍ bendir íþrótta- og ungmennafélögum á að hafa samráð við viðkomandi sveitarfélag varðandi fyrirkomulag æfinga í íþróttamannvirkjum, ef ákvörðun er tekin um áframhaldandi íþróttaæfingar. Lögð er áhersla á þrif og sótthreinsun mannvirkja eftir hvern dag. Í frétt á mbl.is kemur fram að verið er að vinna sameiginlegar leiðbein­ing­ar sveit­ar­fé­laga á höfuðborg­ar­svæðinu um frí­stunda­heim­ili, íþrótt­astarf, íþrótta­mann­virki, skóla­hljóm­sveit­ir og aðrar tóm­stund­ir barna.  

ÍSÍ hvetur sambandsaðila sína, eftir sem áður, að fylgjast vel með þróun mála á upplýsingasíðum yfirvalda. Atburðarrás er hröð þessa dagana og gefa verður svigrúm til að láta reyna á útfærslur og túlkun nýrra reglna. ÍSÍ mun reyna sitt besta við að miðla upplýsingum til íþróttahreyfingarinnar þegar nýjar upplýsingar koma fram.  

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ