/

Deildu:

Auglýsing
– Íþróttakennarar í lykilhlutverki

Golfsamband Íslands, í samvinnu við Hissa.is og Vættaskóla í Grafarvogi. stóðu að SNAG námskeiði um miðjan nóvember s.l. Þar mættu íþróttakennarar víðsvegar af landinu og annað áhugafólk um golfkennslu en námskeiðið var í boði GSÍ.

Magnús Birgisson PGA golfkennari og SNAG master leiðbeinandi sá um að kynna þessa margverðlaunuðu aðferð við golfkennslu – og tókst námskeiðið mjög vel. Um 14 aðilar mættu á námskeiðið sem var í fyrirlestrarformi og verklegri kennslu í íþróttahúsi Vættaskóla.

SNAG stendur fyrir Starting New At Golf. SNAG golf er hægt að stunda bæði úti og inni og henta íþróttasalir og skólalóðir einstaklega vel fyrir kennsluna. Hægt er að kenna nemendum á öllum aldri frá ungum börnum til fullorðinna og fatlaðra óháð líkamlegri getu. Á námskeiðinu var höfuðáherslan að kenna aðferðir til þess að leiðbeina byrjendum í golfi með SNAG golf kerfinu.

[quote_box_right]Þátttakendur fengu kennsluhandbók og æfingahefti með sér heim til að nota í eigin kennslu í framhaldinu – en þetta fræðsluefni er gefið út af Hissa.is í samvinnu við GSÍ.
[/quote_box_right]
Golf á Íslandi var með fulltrúa á þessu námskeiði og er óhætt að segja að upplifunin hafi verið skemmtileg og áhugaverð. SNAG golfkennsluaðferðin er að mati þeirra íþróttakennara sem voru á þessu námskeiði góð leið til þess að koma golfíþróttinni með einföldum hætti inn í íþróttakennslu í grunn – og framhaldsskólum. Og margir spennandi möguleikar sem skapast ef réttur útbúnaður er til staðar í skólunum.

Hjónin Magnús Birgisson og Ingibjörg Guðmundsson fyrirtækið Hissa.is sem er með einkarétt á SNAG á Íslandi. Fyrir þá sem hafa áhuga á að kynna sér SNAG nánar þá er hægt að hafa samband við þau með því að senda fyrirspurn á sala@hissa.is og vefsíðunni hissa.is.  

Meistarar- Frá vinstri; Magnús Birgisson, Gunnar K. Gunnarsosn og Örn Ævar Hjartarson fyrrum Íslandsmeistari í golfi.

IMG_4963

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ