Site icon Golfsamband Íslands

Jóhanna Lea í sæti nr. 944 á heimslistanum og hefur sigrað marga af sterkustu kylfingum Evrópu

Árangur Jóhönnu Leu Lúðvíksdóttur (GR) á Opna breska áhugamannamótinu er nú þegar sá besti sem íslenskur kylfingur hefur náð á þessu sterka alþjóðlega móti. Jóhanna Lea leikur til undanúrslita í dag gegn Shannon Stevie McWilliam frá Skotlandi en mótið fer fram á Kilmarnock, Barassie, í Skotlandi

Staðan er uppfærð hér:

Keppnisfyrirkomulagið á þessu móti er með þeim hætti að fyrstu tvo dagana eru leiknar 36 holur með höggleiksfyrirkomulagi – 64 efstu kylfingarnir komust áfram í næstu umferð þar sem að holukeppni tekur við. Í holukeppninni eru leiknar 18 holur í hverri umferð en úrslitaleikurinn er 36 holur.

Jóhanna Lea var í harðri baráttu um að komast í hóp 64 efstu en hún endaði í 53. sæti.  

Jóhanna Lea er í sæti nr. 944 á heimslista áhugakylfinga í kvennaflokki og má búast við því að hún taki risastökk á þeim lista þegar hann verður uppfærður í byrjun næstu viku. 

Í 1. umferð þar sem að 64 leikmenn tóku þátt var Hulda Clara Gestsdóttir, GKG, mótherji Jóhönnu. Hulda Clara er í sæti nr. 353 á heimslistanum og endaði hún í sæti nr. 12 í höggleiknum. Hulda Clara hefur hæst farið í sæti nr. 325 á heimslistanu. Hulda Clara endaði í endaði í 12. sæti í höggleiknum en Jóhanna Lea hafði betur í þessum leik 2/0. 

2. umferð þar sem að 32 leikmenn tóku þátt var Hazel MacGarvie frá Skotlandi andstæðingur Jóhönnu Leu. MacGarvie er í sæti nr. 169 á heimslistanum og hefur hæst náð að fara í sæti nr. 68 á þeim lista. MacGarvie endaði í 21. sæti í höggleiknum en Jóhanna hafði betur gegn MacGarvie 2/1.

3. umferð þar sem að 16 leikmenn tóku þátt mætti fyrrum sigurvegari mótsins, Emily Toy frá Englandi, Jóhönnu. Toy er í sæti nr. 126 á heimslistanum og hefur farið hæst í sæti nr. 77 á þessum lista. Toy endaði í 5. sæti í höggleiknum en Jóhannna hafði betur 1/0 í viðureigninni. 

4. umferð þar sem 8 leikmenn tóku þátt var Írinn Kate Lanigan mótherji Jóhönnu. Lanigan hefur farið hæst í sæti nr. 645 á heimslistanum en hún er í sæti nr. 2605 þessa stundina. Lanigan var einu sæti fyrir ofan Jóhönnu í höggleiknum eða 52. sæti en Jóhanna hafði betur í 3/2 í viðureign þeirra. 

Í 5. umferð eða undanúrslitum mætir Jóhanna Skotanum Shannon McWilliam sem endaði í sæti nr. 32 í höggleiknum. McWilliam hefur hæst farið í sæti nr. 76 á heimslistanum en hún er í sæti nr. 174 þessa stundina. 

Keppendur sem fara langt í holukeppnishlutanum leika gríðarlega margar holur á þessu móti. Jóhanna Lea lék 18 holur á æfingahring s.l. sunnudag, hún lék síðan 18 holur mánudag og þriðjudag – samtals 54 holur. Í holukeppninni hefur hún leikið alls 68 holur áður en undanúrslitaleikurinn hófst. Jóhanna Lea hefur því leikið alls 122 holur á mótinu til þessa.

Exit mobile version