Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir, GR, fór upp um 274 sæti á heimslista áhugakylfinga í kvennaflokki í dag þegar listinn var uppfærðu. Jóhanna er í sæti nr. 670 en hún var áður í sæti nr. 944. Þetta er besti árangur hennar á heimslistanum en Jóhanna Lea lék til úrslita á Opna breska áhugamannamótinu um liðna helgi.
Louise Duncan, sem sigraði á Opna breska áhugamannamótinu, fór upp um 197 sæti á heimslistanum og er hún í sæti nr. 218 þessa stundina.
Hulda Clara Gestsdóttir, GKG, er efst af íslensku kylfingunum á heimslistanum en hún fellur um 41 sæti á milli vikna og er í sæti nr. 394.
Ragnhildur Kristinsdóttir, GR, fellur einnig á milli vikna en hún er í sæti nr. 670.
Hulda Clara og Ragnhildur, komust báðar í gegnum höggleikskeppnina á Opna breska áhugamannamótinu. Ragnhildur gerði sér lítið fyrir og lék best allra í höggleikskeppninni.
Hulda Clara féll úr keppni í 1. umferð holukeppninnar gegn Jóhönnu Leu og Ragnhildur féll einnig úr leik í 1. umferðinni.