Site icon Golfsamband Íslands

Jón Halldór býður upp á golfkennslu á Spáni

PGA golfkennarinn, Jón Halldór Garðarsson, sem starfað hefur síðustu 25 ár við golfkennslu í Þýskalandi er fluttur til Spánar og mun hann bjóða upp á golfkennslu þar.

Jón mun kenna á þremur golfsvæðum í nágrenni við Malaga. Hann er eins og áður segir menntaður sem PGA golfkennari frá þýska golfsambandinu. Hann er einnig með íþróttakennaramenntun frá íþróttaháskólanum í Köln.

„Ég hef hug á því að bjóða kylfingum fyrst og fremst upp á spilkennslu á vellinum þar sem ég tel að það sé besta leiðin til þess að bæta sinn leik.  Einnig mun ég bjóða upp á hefðbunda golfkennslu á æfingasvæðinu.” segir Jón Halldór.

Svæðin:

https://www.golftorrequebrada.com

https://www.benalmadenagolf.com

www.marbellagolf.com

Áhugasamir kylfingar geta haft samband við Jón á netfangið j.gardarsson@gmx.de en Jón er tilbúinn að aðstoða fólk sem vill leika golf á svæðinu eða vantar leiðbeiningu varðandi golfleikinn.

Golfklúbbar sem Jón hefur starfað fyrir:
GC Paderborn
Golfakademie Uni Paderborn
GC Haxtergrund
GC Lippstadt
Keilir

Exit mobile version