Golfsamband Íslands

Jordan Spieth, Hrafn og Greg Norman í draumaráshópnum

Einar Bjarni Hannesson slær hér á 7. teig á Korpunni sumarið 2015 á Íslandsmótinu í golfi á Íslandsbankamótaröðinni.

Einar Bjarni Helgason, afrekskylfingur frá Egilsstöðum.

Einar Bjarni Helgason er eini unglingurinn frá Austurlandi sem tekur reglulega þátt á Íslandsbankamótaröð unglinga. Einar er því „stolt“ Austurlands líkt og Hrafn Guðlaugsson sem fengi að vera í draumaráshópnum hjá Einari – og líklega yrði boðið upp á kjöt í karrý eftir hringinn ef Einar fengi að ráða. Golf á Íslandi fékk Einar Helga til þess að svara nokkrum spurningum.

Nafn:
Einar Bjarni Helgason.
Aldur:
17 ára.
Heimili:
Egilsstaðir.
Starf:
Nemi, starfa á Ekkjufellsvelli á Egilsstöðum á sumrin.
Forgjöf:
5,3.
Falinn hæfileiki:
Góður í flestum íþróttum.
Einkunnarorð lífs þíns:
„Ég get gert allt sem ég vil.“
Þarf að bæta mig í:
Stutta spilið, þarf að bæta það.
Uppáhaldskylfingur:
Jordan Spieth eða Rickie Fowler.
Uppáhaldsgolfvöllur fyrir utan heimavöll:
Silkeborg í Danmörku.
Högg sem mér finnst skemmtilegt að æfa:
Löngu járnin.
Draumahollið mitt:
Jordan Spieth, Hrafn Guðlaugsson og Greg Norman.
Flatarmerkið mitt:
Erlend króna frá 1980-90.
Uppáhaldsíþróttamaður (ekki í golfi):
Stephen Curry.

Tónlistin á iPodinum mínum:
Mjög fjölbreytt.
Uppáhaldskylfan mín:
8-járnið.
Aldur þegar ég „breikaði“ fyrst 100:
11 ára.
Hræddastur við:
Sjóinn.
Lægsti 18 holu hringurinn minn:
69 högg (-3) á Byggðarholtsvelli á Eskifirði.
Uppáhalds matur:
Kjöt í karrý.
Besta golfráðið:
„Að halda haus.“
Sætasta golfstundin:
Að bæta vallarmetið á Byggðarholtsvelli tvisvar í röð.

Golfpokinn minn:
Driver-TaylorMade R11s.
Titleist 915f 3 tré.
Titleist 714 AP2 3-9 járn.
Titleist Vokey SM5 46°.
Titleist Vokey SM4 50°, 56°, 60°.
Pútter: Scotty Cameron, GoLo 3.

29786

 

Exit mobile version