Site icon Golfsamband Íslands

Jussi Pitkänen hættir sem afreksstjóri GSÍ

Jussi Pitkänen, afreksstjóri Golfsambands Íslands. Mynd/seth@golf.is

Jussi Pitkänen mun hætta sem afreksstjóri GSÍ í febrúar á næsta ári. Jussi hefur starfað hjá Golfsambandi Íslands frá því í ársbyrjun 2017 með farsælum árangri.

Jussi mun fara með afrekskylfingum Íslands í æfingabúðir byrjun janúar á næsta ári og verður það lokaverkefni hans sem afreksstjóri GSÍ.

Golfsamband Íslands þakkar Jussi fyrir vel unnin störf og óskar honum góðs gengis á nýjum vinnustað.

Í kveðju sem Jussi sendi frá sér kemur m.a. fram að hann fari frá Íslandi með góðar minningar og hann er afar þakklátur fyrir þann stuðning sem hann hefur fengið frá því hann byrjaði í starfinu.

Jussi hefur ráðið sig til finnska golfsambandsins þar sem hann mun taka við starfi sem landsliðsþjálfari.

„Following a challenging and inspiring two years, I have decided to step down from my role as National Coach in Iceland from February 2019. I would like to thank the players, coaches, parents and the golf community in Iceland for allowing me to be part of your development over the last two years and I wish you all the very best in the future. I have nothing but good memories from my time here and have genuinely been humbled by the support afforded to me since starting in the job. I have decided to move on to different challenges in a new role in 2019, and hope that a positive mark has been left behind in Icelandic golf.”

Jussi Pitkänen

Exit mobile version